bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E28 - 518i - 1986 - "Blátt áfram" - R.I.P.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=33514
Page 1 of 6

Author:  srr [ Fri 05. Dec 2008 19:43 ]
Post subject:  E28 - 518i - 1986 - "Blátt áfram" - R.I.P.

Hmm, enn annar E28 bíllinn? :lol:
Ég tel mig hafa gert góðverk í fyrradag, þegar ég sá þennan bíl kominn inn í geymsluportið hjá Vöku.
Sá aðeins glitta í afturendann á honum, greinilega E28 þar á ferð....
Auðvitað varð ég MEGA FORVITINN....
Ég hafði upp á nafni eigandans í gegnum skrifstofuna hjá Vöku og eiga þau þakkir skilið fyrir að hafa hjálpað mér :)
Stelpa sem átti bílinn var að fara henda honum....en hann var hirtur af henni númerslaus áður en hún náði að fara með hann í förgun.
Annars, stelpan sem átti bílinn vildi ólm losna við bílinn svo ég keypti bara bílinn af henni.
Svo sólarhring seinna var bíllinn kominn í Keflavíkina fyrir utan heima hjá mér. :lol:
Mér finnst eins og ég hafi BJARGAÐ honum 8)

*27.01.2009*
* Ákvað að skíra þetta verkefni "Blátt áfram" :lol: *

Nánari lýsing á tækinu:

BMW 518i E28
Nýskráður 27.06.1986 á Íslandi
Framleiddur í Maí 1986 samkvæmt BMW.
5 Eigendur á undan mér.

M10B18 mótor
Ekinn 219.000 km
Beinskiptur
BMW Arktikblau

Aukabúnaður:
Enginn held ég :lol:

Planið með bílinn er það fyrsta að fá skoðun á hann, hann hefur ekki farið í skoðun síðan 2005. Þar á eftir mun ég aðeins snýta honum og ditta að því sem þarf að ditta að.
Þvottur og bón mun gera mikið ;)


Leyfi þessum fyrstu myndum að tala sínu máli.

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Bara farþegasætið er með leður á köntunum :lol:
Image
Image

Author:  Einarsss [ Fri 05. Dec 2008 19:46 ]
Post subject: 

þarf ekki aðeins meira en bón og þvott á þennan? :lol:

Author:  íbbi_ [ Fri 05. Dec 2008 19:47 ]
Post subject: 

lol, hvað verðleggur svona sig á

Author:  srr [ Fri 05. Dec 2008 19:48 ]
Post subject: 

íbbi_ wrote:
lol, hvað verðleggur svona sig á

Eðal-beater-price :wink:

Author:  íbbi_ [ Fri 05. Dec 2008 19:57 ]
Post subject: 

srr wrote:
íbbi_ wrote:
lol, hvað verðleggur svona sig á

Eðal-beater-price :wink:


ef þetta gengur skikkanlega, þá er þetta þrælsniðugt í dag,

Author:  srr [ Fri 05. Dec 2008 19:59 ]
Post subject: 

íbbi_ wrote:
srr wrote:
íbbi_ wrote:
lol, hvað verðleggur svona sig á

Eðal-beater-price :wink:


ef þetta gengur skikkanlega, þá er þetta þrælsniðugt í dag,

Mega góður gangur í honum, ekkert slit í gírstangarfóðringum, mjög góður kassi....
Eins og í morgun....
-7°c úti og hann datt strax í gang 8)

Author:  . [ Fri 05. Dec 2008 20:24 ]
Post subject: 

vó þú ert svakalegur...... :shock:

Author:  Dóri- [ Fri 05. Dec 2008 20:36 ]
Post subject: 

Verð í pm 8)

Author:  srr [ Fri 05. Dec 2008 20:37 ]
Post subject: 

Dóri- wrote:
Verð í pm 8)

Hvað er málið.
Má ég ekki klára hann fyrst :lol:

Author:  Dóri- [ Fri 05. Dec 2008 20:39 ]
Post subject: 

srr wrote:
Dóri- wrote:
Verð í pm 8)

Hvað er málið.
Má ég ekki klára hann fyrst :lol:


uhhh nei
:lol:

Author:  Geysir [ Fri 05. Dec 2008 20:40 ]
Post subject: 

srr wrote:
Dóri- wrote:
Verð í pm 8)

Hvað er málið.
Má ég ekki klára hann fyrst :lol:


Nei ekki séns :lol:
Mátt henda á mig líka verðhugmynd.

Author:  birkire [ Fri 05. Dec 2008 21:47 ]
Post subject: 

hummm.. m10 gírkassi

er það ekki svona það eina merkilega við þennan bíl :D ?

Author:  Einarsss [ Fri 05. Dec 2008 21:58 ]
Post subject: 

Spurning um að skella þessu á hann og fá bróðir þinn til að tjúnna þetta eitthvað ;)

Image

linkur á dótið

Author:  maxel [ Fri 05. Dec 2008 22:15 ]
Post subject: 

birkire wrote:
hummm.. m10 gírkassi

er það ekki svona það eina merkilega við þennan bíl :D ?

Mjög vinsælt að turboa m10

Author:  srr [ Wed 10. Dec 2008 14:39 ]
Post subject: 

Hmm....
Fór með þennan fák í skoðun áðan.

Eftir það er ég ekki viss um hvort þessi eigi sér áframhaldandi líf.

Perur x 3 stk
Mengar of mikið, CO innihald of hátt
Báðar aftari subframe fóðringar ónýtar
Bremsur v/m að aftan slappar
Virkni stöðuhemils
Gat í gólf bílstjóramegin
Vantar festingu fyrir rafgeymir

Ég get auðveldlega lagað perur og festingu fyrir geymir.
Hef skipt um subframe fóðringar að aftan í E28 áður, svo ég kann það alveg.
Hef áður skipt um allt í bremsum að aftan í E28 skálabremsum.

Svo er spurning með mengun og gatið í gólfinu.


Ég er bara ekkert viss um að þetta muni nokkurn tímann borga sig. :?

Ég er allavega búinn að taka hann af númerum og ætla hugsa málið í einhverja daga.....

Page 1 of 6 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/