Keypti þennan þar sem að E36 Orange draumurinn var eyðilagður....
Kostaði heilar 40þ krónur sem að mér fannst mjög sanngjarnt m.v. að það átti að vera brotinn einn stimpill (komu ljót hljóð þegar að hann var settur í gang) við nánari eftirgrennslan kom í ljós að gengjur höfðu verði forskrúfaðar á einum cyl fyrir kertið og það hafði skotist úr og við það mynduðust þessi óhljóð...
Eftir að hafa gert við þetta virðist bíllinn hinn besti, en í honum var tau-innrétting sem að var fjarlægð hið fyrsta og í staðinn var sett leðurinnrétting úr 750iA E32 og svo skrúfaði ég undir hann ACS Type II felgur sem að ég átti með umvöfðu 245/45 og 275/40 gúmmí.
Það sem að ég ætla að gera er að rífa úr honum gólfteppið (veit ekki hvernig gólfteppi þetta er, en þetta er allavega "ódýrari týpan") og setja í hann gólfteppið úr 750iA. Ef að mælaborðsinnréttingin passar þá færi ég það líka yfir.
Það er ekki single skrölt í þessum bíl og hann er mjög þéttur. Ég hef rúntað aðeins á honum núna og ég er mjög sáttur með kaupin. Langar að lækka hann, setja á hann glær stefnuljós, kastara og gera hann svona aðeins töffaralegan.
Hérna er allavega mynd af kagganum:
