bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
E36 332i Calypso Rot - Ac Schnitzer Rennsport Type 1 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=32047 |
Page 1 of 54 |
Author: | gardara [ Tue 23. Sep 2008 01:07 ] |
Post subject: | E36 332i Calypso Rot - Ac Schnitzer Rennsport Type 1 |
Jæja ég keypti mér calypso rauðann e36 325 sem er minn fyrsti BMW núna síðastliðinn föstudag. Reyndar var salan búin að vera í bígerð í svolítinn tíma en datt svo loksins í gegn og ég mjög sáttur, (vonandi að Árni Björn sé það líka ![]() Basic Upplýsingar:
Fæðingarvottorðið wrote: Vehicle information VIN long WBACB31080JD67116 Type code CB31 Type 325I (EUR) Dev. series E36 (4) Line 3 Body type LIM Steering LL Door count 4 Engine M50 Cubical capacity 2.50 Power 141 Transmision HECK Gearbox MECH Colour CALYPSOROT METALLIC (252) Upholstery STOFF/ANTHRAZIT (C4AT) Prod. date 1994-09-29 Order options No. Description 240 LEATHER STEERING WHEEL 243 AIRBAG FOR FRONT PASSENGER 401 SLIDING/VENT ROOF, ELECTRIC 415 SUNBLIND FOR REAR WINDOW 423 FLOOR MATS, VELOUR 428 WARNING TRIANGLE 451 BEIFAHRERSITZ-HOEHENVERST.MECH 465 THROUGH-LOAD SYSTEM 508 PARK DISTANCE CONTROL (PDC) 510 HEADLIGHT BEAM-THROW CONTR. F LOW BEAM 530 AIR CONDITIONING 669 RADIO BMW BUSINESS RDS 686 DIVERSITY-FUNCTION AERIAL 704 M SPORT SUSPENSION 801 GERMANY VERSION 900 APPR. VEH.IMMOBILIZAT. ACC. TO AZT/TUEV 915 BODY SKIN CONSERVATION, DELETION Planið: Bíllinn er nú fyrst og fremst hugsaður sem skemmtilegur daily driver, ég er búinn að versla z3 shortshifter sem fer í á næstu dögum, en það sem þyrfti að gera er: Smekklegar felgur, laga örlitið ryð og hugsanlega massa í leiðinni, kaupa lækkunardempara, ný framljós, jafnvel leðursæti... Þetta kemur allt í ljós... Ég er annars á því að byrja á því að eiga við performance áður en maður fer að eiga mikið við útlitið á bílnum... En sjálfsagt mál að kippa í liðinn strax t.d. ryði áður en það stækkar. Ég fór og bónaði græjuna á laugardag og vá! Þessi litur er geðveikur! Mér hefur þótt liturinn nokkuð kúl hingað til en er núna alveg ástfanginn ![]() Svona lítur hann út núna: Gamli þráðurinn hans Árna um bílinn Myndir sem Óskar tók þegar hann átti bílinn Þráður þegar Guðný átti bílinn |
Author: | birkire [ Tue 23. Sep 2008 02:03 ] |
Post subject: | |
Flottari en Astran ![]() |
Author: | UnnarÓ [ Tue 23. Sep 2008 02:08 ] |
Post subject: | |
Geðveikur bíll Garðar ![]() Til hamingju með gripinn. |
Author: | gardara [ Tue 23. Sep 2008 02:38 ] |
Post subject: | |
birkire wrote: Flottari en Astran ![]() Hvaða hvaða, Astran var fín.... Opel eru stórlega vanmetnir bílar... UnnarÓ wrote: Geðveikur bíll Garðar
![]() Til hamingju með gripinn. Takk fyrir það Unnar! Nú er maður loks maður með mönnum ![]() |
Author: | GunniT [ Tue 23. Sep 2008 03:14 ] |
Post subject: | |
Ekki slæmur fyrsti BMWinn ![]() |
Author: | Einarsss [ Tue 23. Sep 2008 08:05 ] |
Post subject: | |
Til hamingju með hann, lookar bara vel ![]() Einhver smáatriði sem var sett útá í skoðuninni? |
Author: | Mánisnær [ Tue 23. Sep 2008 10:33 ] |
Post subject: | |
Til hamingju með bílinn! Ég á leðursæti handa þér Garðar ![]() |
Author: | Danni [ Tue 23. Sep 2008 10:34 ] |
Post subject: | |
Til hamingju með þennan ![]() Djöfull er ég sáttur með að það er í planinu að skipta út þessum ljósum! |
Author: | arnibjorn [ Tue 23. Sep 2008 10:36 ] |
Post subject: | |
einarsss wrote: Til hamingju með hann, lookar bara vel
![]() Einhver smáatriði sem var sett útá í skoðuninni? Já alveg mega picky skoðunargaur ![]() Ein laus slanga og stilling aðalljósa. |
Author: | Róbert-BMW [ Tue 23. Sep 2008 11:36 ] |
Post subject: | |
flottur þessi... Selja :wink: |
Author: | Tommi Camaro [ Tue 23. Sep 2008 11:42 ] |
Post subject: | |
Er hann klesstur að framan ? eitthvað svo voðalega flatur ![]() |
Author: | gardara [ Tue 23. Sep 2008 14:06 ] |
Post subject: | |
Tommi Camaro wrote: Er hann klesstur að framan ?
eitthvað svo voðalega flatur ![]() Ætli þetta séu ekki bara áhrif frá framljósunum... Þau draga að sér svona athygli ![]() |
Author: | EinarAron [ Tue 23. Sep 2008 22:59 ] |
Post subject: | |
Flottur ![]() ég átti einn svona næstum eins einusinni ![]() |
Author: | Alpina [ Tue 23. Sep 2008 23:00 ] |
Post subject: | |
![]() |
Author: | gardara [ Wed 24. Sep 2008 12:56 ] |
Post subject: | |
Ég er búinn að vera eitthvað að pæla í felgum... Langar svolítið í gráar/reyklitar felgur... Er frekar heitur fyrir BBS RC, e39 m5 felgunum og eitthvað í svipuðum dúr.... Hvað þykir mönnum um þessar pælingar? BBS RC: ![]() E39 M5: ![]() |
Page 1 of 54 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |