bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E36 332i Calypso Rot - Ac Schnitzer Rennsport Type 1
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=32047
Page 54 of 54

Author:  gardara [ Fri 10. Oct 2014 11:18 ]
Post subject:  Re: E36 332i Calypso Rot - Ac Schnitzer Rennsport Type 1

fart wrote:
Hvernig er þessu farið í M3? eru einhverjar styrkingar vs non M?

Verst að þetta mun aldrei fá neitt alvöru abuse á þessum strimlum sem þú keyrir :thup: :alien: :santa: :mrgreen: :lol:


M3 facelift kemur með styrkingum í subframe og demparaturnum að framan, það eru líka einu styrkingarnar sem bmw framleiða.

Það er rétt, þetta fær ekkert abuse á núverandi felgu setup. En ég er að stefna á að kaupa mér annan felgugang með Toyo R888 eða einhverju álíka til þess að nota á nýju brautinni næsta sumar :)

Author:  Angelic0- [ Fri 10. Oct 2014 11:18 ]
Post subject:  Re: E36 332i Calypso Rot - Ac Schnitzer Rennsport Type 1

gardara wrote:
stefna á að kaupa mér annan felgugang með Toyo R888 eða einhverju álíka til þess að nota á nýju brautinni næsta sumar :)


:thup:

Author:  IvanAnders [ Fri 10. Oct 2014 12:16 ]
Post subject:  Re: E36 332i Calypso Rot - Ac Schnitzer Rennsport Type 1

Úff, nennirðu að biðja Nonna um að spreyja varadekksskálina svarta eða eitthvað?!?!?

Þetta fer alveg beint í OCD-ið á mér!:

Image

Author:  fart [ Fri 10. Oct 2014 13:47 ]
Post subject:  Re: E36 332i Calypso Rot - Ac Schnitzer Rennsport Type 1

gardara wrote:
fart wrote:
Hvernig er þessu farið í M3? eru einhverjar styrkingar vs non M?

Verst að þetta mun aldrei fá neitt alvöru abuse á þessum strimlum sem þú keyrir :thup: :alien: :santa: :mrgreen: :lol:


M3 facelift kemur með styrkingum í subframe og demparaturnum að framan, það eru líka einu styrkingarnar sem bmw framleiða.

Það er rétt, þetta fær ekkert abuse á núverandi felgu setup. En ég er að stefna á að kaupa mér annan felgugang með Toyo R888 eða einhverju álíka til þess að nota á nýju brautinni næsta sumar :)


Þetta er allavega meiriháttar flott hjá þér! mátt alveg eiga það

Author:  Mazi! [ Tue 25. Nov 2014 18:36 ]
Post subject:  Re: E36 332i Calypso Rot - Ac Schnitzer Rennsport Type 1

fart wrote:
gardara wrote:
Subframe styrkingarnar eru einu sem bmw framleiðir þarna í aftur stellið, rest er frá AKG.

Þegar þetta er komið er búið að styrkja eftirfarandi:

Demparaturnar að framan (BMW)
Demparaturnar að aftan (AKG)
Subframe að framan (AKG)
Subframe að aftan (BMW)
Trailing arm að aftan (AKG)
Swaybar mounts að aftan (AKG)

Ef einhver veit um fleiri styrkingar, þá er ég all ears :)


Hvernig er þessu farið í M3? eru einhverjar styrkingar vs non M?

Verst að þetta mun aldrei fá neitt alvöru abuse á þessum strimlum sem þú keyrir :thup: :alien: :santa: :mrgreen: :lol:


Alvuru abuse ?

í driftbílum fá þessir hlutir alveg hellings "abuse" sem búið er að styrkja þarna þrátt fyrir að þeir séu ansi margir á mjóum dekkjum, einsog tildæmis wheel hopp.

Maður sér nú oft fullútbúna alvuru race drift bíla útí heimi með mega strekkt dekk.

þetta fer allt eftir því hvað menn vilja gera og hvað þeir ætla nota hlutina í.


Þessi bíll er aldeilis búinn að fá flott viðhald og breytingar! :thup:

Author:  gardara [ Fri 20. May 2016 15:28 ]
Post subject:  Re: E36 332i Calypso Rot - Ac Schnitzer Rennsport Type 1

Tók bremsurnar aðeins í gegn, ákvað að framkvæma það eins og aðra hluti í þessum bíl og gera hlutina alveg frá A til Ö.

Lét sandblása dælur og kjálka, poly húðaði svo dælurnar og kjálkana.
Nýir stimplar og pakkningar í dælunum.
Rákaðir diskar.
Keramik klossar.
Tók einnig handbremsuna alveg í gegn, setti í nýja barka og allt nýtt úti í hjóli.

Skipti um öll bremsurör og setti vírofnar slöngur í fyrir ekki svo löngu síðan svo að það var ekki þörf á að skipta um það í þetta skiptið.

Hér eru nokkrar myndir af ferlinu.

Svona var þetta fyrir blástur, haug ryðgað eins og venjan er.

Image
Image
Image

Gleymdi að taka myndir eftir blástur en svona leit þetta út eftir blástur og poly húðun.

Image


Ákvað að halda mig við svarta þemað og kaupa svarta diska :mrgreen:

Image


Nýir stimplar og pakkningar.

Image
Image
Image

Dæla komin saman með nýjum stimpli og pakkningum
Image

Pinnarnir sem halda bremsu dælunum í kjálkunum voru húðaðir með dælunum svo að þeir voru orðnir of þykkir fyrir gúmmí fóðringuna sem þeir eiga að fara í gegnum.
Ákvað að prófa að nota gasket cleaner á poly húðina og það svínvirkaði!

Poly húðin bólgnaði öll upp og eftir það var ekkert mál að plokka hana af með höndunum.

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image


Svo lítur þetta svona út eftir að ég púslaði öllu saman :thup:

Image
Image

Author:  jens [ Fri 20. May 2016 20:40 ]
Post subject:  Re: E36 332i Calypso Rot - Ac Schnitzer Rennsport Type 1

Sá þennan upp á höfða í dag, snar "lúkkar" hjá þér 8)

Author:  gardara [ Sat 21. May 2016 11:28 ]
Post subject:  Re: E36 332i Calypso Rot - Ac Schnitzer Rennsport Type 1

Takk fyrir það, reyndar haug skítugur greyið eftir að hafa staðið í nokkra mánuði... En það er gott að vera kominn á ról aftur, þótt gang vandamálið sem er að hrjá hann sé enn til staðar

Sent from my SM-N9002 using Tapatalk

Author:  Alpina [ Sat 21. May 2016 19:54 ]
Post subject:  Re: E36 332i Calypso Rot - Ac Schnitzer Rennsport Type 1

Flott info með GASKET cleaner :thup:

Page 54 of 54 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/