bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E36 332i Calypso Rot - Ac Schnitzer Rennsport Type 1
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=32047
Page 4 of 54

Author:  gardara [ Thu 28. May 2009 09:46 ]
Post subject:  Re: E36 325i 1995. Calypso Rot, BSK, LSD.

Jæja það er kannski kominn tími á að endurvekja þennan þráð.

Það sem búið er að gerast er m.a. viðhaldshlutir svosem nýjir diskar+klossar allan hringinn, olíu/kælivökva skipti...

Svo er ég búinn að skipta út lækkunargormum að aftan fyrir orginal, komnar powerflex poly tailing arm fóðringar og eyeball arm control arm fóðringar frá treehouse racing....

Maður er voða óduglegur við að taka myndir en hérna eru nokkrar myndir sem ég tók á símann af eyeball arms

Image
Image
Image
Image
Image
Image

Ég finn alveg mun eftir að hafa sett poly fóðringarnar í, finn meira fyrir veginum... Finnst bíllinn samt alls ekki of harður heldur er bara þægilegra að vita aðeins betur af veginum. Svo finnst líka alveg frekar mikill munur eftir að ég setti eyeball arms í, finnst mun snarpara og skemmtilegra að beygja.

Í gær skipti ég svo út handbremsunni bílstjóra megin.. Það er alveg bölvað vesen og hrikalega leiðinlegt að púsla þessum gormum og drasli saman :bawl:

Author:  Mánisnær [ Thu 28. May 2009 19:50 ]
Post subject:  Re: E36 325i 1995. Calypso Rot, BSK, LSD.

Töff stöff :mrgreen:

Author:  Steini B [ Thu 28. May 2009 19:54 ]
Post subject:  Re: E36 325i 1995. Calypso Rot, BSK, LSD.

Smá munur á þessu :lol:

Image

Author:  gardara [ Thu 28. May 2009 20:06 ]
Post subject:  Re: E36 325i 1995. Calypso Rot, BSK, LSD.

Steini B wrote:
Smá munur á þessu :lol:

[img]http://img222.imageshack.us/img222/8774/dsc00297d.jpg[img]



haha jább....
Líka hæðarmunur!

Image

Author:  Alpina [ Fri 29. May 2009 16:45 ]
Post subject:  Re: E36 325i 1995. Calypso Rot, BSK, LSD.

THR balljoint er frábært stöff

Author:  SteiniDJ [ Sat 30. May 2009 22:29 ]
Post subject:  Re: E36 325i 1995. Calypso Rot, BSK, LSD.

Hvaða skóbúnað ertu kominn með á þennan? :)

Author:  gardara [ Sat 30. May 2009 23:30 ]
Post subject:  Re: E36 325i 1995. Calypso Rot, BSK, LSD.

SteiniDJ wrote:
Hvaða skóbúnað ertu kominn með á þennan? :)



Það eru nú bara stálfelgur undir honum í augnablikinu... En stefnan er að henda ákveðnum 18" bbs felgum undir núna í næstu viku.... Sendi inn myndir af því þegar það verður komið :wink:




Annars guð minn góður hvað það munar miklu að vera kominn með heilar fóðringar undir, bíllinn er bara allt í einu farinn að fara á hlið af sjálfsdáðum! :mrgreen:

Author:  gardara [ Sat 20. Jun 2009 02:14 ]
Post subject:  Re: E36 325i 1995. Calypso Rot, BSK, LSD.

Þá er maður búinn að henda felgunum undir.

BBS RS II sem looka all svakalega (þótt ég segi sjálfur frá). Það er reyndar kolrangt offset á felgunum og er ég búinn að hækka bílinn að aftan, kaupa mjórri dekk og rúlla brettin... En það rubbar ennþá við minnstu holur og beygjur :lol:

Ég pússaði felgurnar aðeins upp eftir að ég keypti þær og splæsti í nýjar miðjur en planið er að láta fagmann taka felgurnar í gegn í vetur, polyhúðun osfrv.

Hérna eru nokkrar símamyndir (bíllinn reyndar drulluskítugur)

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Author:  arnibjorn [ Sat 20. Jun 2009 02:41 ]
Post subject:  Re: E36 325i 1995. Calypso Rot - 18" BBS bls4

Like!

Author:  UnnarÓ [ Sat 20. Jun 2009 02:54 ]
Post subject:  Re: E36 325i 1995. Calypso Rot - 18" BBS bls4

Flott!! :D

Author:  Maddi.. [ Sat 20. Jun 2009 02:55 ]
Post subject:  Re: E36 325i 1995. Calypso Rot - 18" BBS bls4

18x8,5 et22?
Kemur þrusuvel út samt sem áður!

Author:  gardara [ Sat 20. Jun 2009 02:57 ]
Post subject:  Re: E36 325i 1995. Calypso Rot - 18" BBS bls4

Maddi.. wrote:
18x8,5 et22?
Kemur þrusuvel út samt sem áður!


Jább, eða er reyndar ekki 100% á því hvort það sé 8,5 eða 8

Author:  Djofullinn [ Sat 20. Jun 2009 08:08 ]
Post subject:  Re: E36 325i 1995. Calypso Rot - 18" BBS bls4

Þetta alveg snarlúkkar 8)
Er ekki málið að setja bara aðeins mjórri dekk undir að aftan?

Author:  gardara [ Sat 20. Jun 2009 10:58 ]
Post subject:  Re: E36 325i 1995. Calypso Rot - 18" BBS bls4

Djofullinn wrote:
Þetta alveg snarlúkkar 8)
Er ekki málið að setja bara aðeins mjórri dekk undir að aftan?



Það er alveg pæling jú, er með 225, hversu mjótt gæti ég farið í?

Author:  Maddi.. [ Sat 20. Jun 2009 13:32 ]
Post subject:  Re: E36 325i 1995. Calypso Rot - 18" BBS bls4

205 ef þetta er 8". Þá ertu með smá stretch.
215/40/18 ætti að virka flott allavega að aftan.
Ætla að setja þannig undir hjá mér, veit ekki hvort ég hef 215 eða 205 að framan.

Page 4 of 54 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/