bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E36 332i Calypso Rot - Ac Schnitzer Rennsport Type 1
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=32047
Page 3 of 54

Author:  gardara [ Thu 02. Oct 2008 23:56 ]
Post subject: 

Eitt enn sem ég var að muna... Það er eitthvað hrikalega leiðinlegt sambandið í útvarpinu... Það nær illa sambandi á sumum stöðum og þegar maður keyrir þá er sambandið ansi slæmt...
Er loftnetið orðið lélegt? Hvar er það annars? :oops:

Author:  totihs [ Fri 03. Oct 2008 00:16 ]
Post subject: 

Angel eyes eða xenon hjá mér virðast rústa sambandinu.. Þó ekki inni í Reykjavík, er fínt þar og alla reykjanesbrautina. Svo lendi ég á vogaafleggjaranum og þá koma skruðningar.

Er ég eitthvað ruglaður eða?

Þetta er nefnilega frekar skrýtið.. Stundum fara að heyrast skruðningar í útvarpinu, þá prófa ég að slökkva á ljósunum og fæ bara kristal tært hljóð. :shock:

Author:  gardara [ Fri 03. Oct 2008 00:22 ]
Post subject: 

Hmm hef nú athugað hvort þetta tengist ljósunum hjá mér... Það gæti þó vel verið þar sem ég er ekki með orginal ljós... Þarf að kanna þetta...

Author:  GunniT [ Fri 03. Oct 2008 00:50 ]
Post subject: 

það var líka svona slæmt samband í útvarpinu með hinn ljósinn ;)

Author:  gardara [ Fri 03. Oct 2008 19:52 ]
Post subject: 

Henti smá græjum í bílinn í gærkvöldi
Alpine SWX-1243D keilu og Alpine MRD-M1001 magnara

Image

Image

Alveg sæmilegasti kraftur í þessu... En bílgreyið mitt er ekki alveg að höndla það að halda þessu gangandi í full power.
Hækkaði smá í gær og þá fóru ljósin að dofna í takt við bassann. Hækkaði svo aðeins meira og þá drapst á bílnum :oops:

Svo að ég fór í dag og keypti mér alvöru rafgeymi. Tudor 100 Ah, Tech-Tronic.
Dótið virkar mun betur núna en ekki alveg nóg samt... Maður vill helst ná þessum 3000W/1000RMS út úr keilunni fyrst maður var að borga fyrir það.
Svo að næsta skref held ég að sé stærri altenator. Hvernig altenator ætti ég að leita mér að?

Author:  jon mar [ Fri 03. Oct 2008 19:56 ]
Post subject: 

byrjaðu á því að fá þér stórann og góðan þétti áður en þú færð þér stærri tor.

Author:  gardara [ Fri 03. Oct 2008 20:02 ]
Post subject: 

jon mar wrote:
byrjaðu á því að fá þér stórann og góðan þétti áður en þú færð þér stærri tor.


Var sagt frá gæjanum í nesradíó að ég þyrfti ekki að vera að spá í þétti þar sem það væri svo stutt á milli magnarans og rafgeymisins.
Hvernig virka þessir þéttar annars nákvæmlega? Mér var sagt að það sem þeir gerðu væri að slá af rafmagninu til magnarans þegar bíllinn á lítið rafmagn eftir..... Er það bara vitleysa?

Það er svosem ágætt að fá eitthvað sem slær af rafmagninu svo það drepist nú ekki á bílnum.. En ég vil helst ná fullum krafti út úr þessu dóti :twisted:

Author:  Angelic0- [ Fri 03. Oct 2008 20:07 ]
Post subject: 

fyrir svona öflugar græjur... þá seturðu 2 1,5 farad þétta... jafnvel meira...

Author:  jon mar [ Fri 03. Oct 2008 20:11 ]
Post subject: 

Angelic0- wrote:
fyrir svona öflugar græjur... þá seturðu 2 1,5 farad þétta... jafnvel meira...


eða einn stórann......



Annars er þéttir ekkert annað en "auka" rafgeymir sem hleður sig og geymir þar til orkuþörfin er mikil, sumsé er ready þegar þungu stóru kraftmiklu höggin koma.

Þannig álagið á kerfið er miklu jafnara.

Author:  gardara [ Fri 03. Oct 2008 20:17 ]
Post subject: 

Ah ég skil... Hvernig er verðið á svona þéttum? Mun ódýrara en stærri altenator?

Author:  Angelic0- [ Fri 03. Oct 2008 20:21 ]
Post subject: 

gardara wrote:
Ah ég skil... Hvernig er verðið á svona þéttum? Mun ódýrara en stærri altenator?


Stærri Alternator í E36 gæti kostað stóra peninga held ég....

held að það sé bara tvær stærðir í boði líka... 60A og 80A og þú ert alveg pottþétt með 80A held ég....

Þéttar eru ekki mjög dýrir í dag, ég átti einusinni 50Farad þéttir.... sem að var einmitt keyptur í Nesradíó :)

Samt flökti dótið mitt, en ég var líka með 2x 2000RMS Rockford Fosgate TeamRF ;) og 2x BD1501 magnara :)

Author:  gardara [ Fri 03. Oct 2008 21:07 ]
Post subject: 

Angelic0- wrote:
gardara wrote:
Ah ég skil... Hvernig er verðið á svona þéttum? Mun ódýrara en stærri altenator?

Þéttar eru ekki mjög dýrir í dag, ég átti einusinni 50Farad þéttir.... sem að var einmitt keyptur í Nesradíó :)

Samt flökti dótið mitt, en ég var líka með 2x 2000RMS Rockford Fosgate TeamRF ;) og 2x BD1501 magnara :)


Allrighty, svo það er stór þéttir sem ég þarf og ég ætti að vera safe?
Manstu hvað þinn þéttir kostaði?

Author:  Angelic0- [ Fri 03. Oct 2008 21:43 ]
Post subject: 

gardara wrote:
Angelic0- wrote:
gardara wrote:
Ah ég skil... Hvernig er verðið á svona þéttum? Mun ódýrara en stærri altenator?

Þéttar eru ekki mjög dýrir í dag, ég átti einusinni 50Farad þéttir.... sem að var einmitt keyptur í Nesradíó :)

Samt flökti dótið mitt, en ég var líka með 2x 2000RMS Rockford Fosgate TeamRF ;) og 2x BD1501 magnara :)


Allrighty, svo það er stór þéttir sem ég þarf og ég ætti að vera safe?
Manstu hvað þinn þéttir kostaði?


Mig minnir að þessi 50 farad hafi kostað 80 þús þá.... :lol:

en ég veit að þessir þéttar kosta klink í dag....

DLS eiga bestu þéttana fyrir peninginn.. Aukaraf ;)

Fáðu þá til að ráðleggja þér með stærðir :!:

Author:  gardara [ Sun 05. Oct 2008 02:56 ]
Post subject: 

Það vildi nú ekki betur til en að keilan losnaði úr boxinu í kvöld... Þarf að fara að smíða eitthvað betra box! :lol:

Author:  gardara [ Mon 06. Oct 2008 16:45 ]
Post subject: 

Jæja keilan farin að skila sínu...
Fór upp í nesradíó og þeir mældu spennuna á rafmagninu í magnarann, þá kom í ljós að það var lægri spenna á mínusnum. Þeir skiptu um víra og þetta er núna allt í topp standi... Þurfti ekki einusinni þétti :)

Page 3 of 54 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/