Jæja, ég náði í gripinn þegar ég var úti fyrr í mánuðinum. Keyrði hann svo út á flugvöll í Belgíu þar sem hann bíður eftir mér (vonandi ennþá

)
Þar áður hafði ég farið með túrbínu út til þess sem var að selja hann. Túrbínan var víst ónýt en ég átti náttúrulega eina hérna á klakanum sem hann setti í fyrir mig.
Þannig að ég gat bara keyrt í burtu frá kallinum. Keyrði bílinn svona 300km þarna úti og þetta er fínasti bíll. Hann er að vísu keyrður 350.000km en hann þrusuvirkar. Engin hljóð í vélinni, hljómar miklu betur en þessi í mínum hérna heima, það er orðið svolítið ventlaglamur í honum. Skiptingin alveg tipp topp og bara flest í góðu. Það eina sem þarf að gera er að laga miðstöðina. Það lekur greinilega miðstöðvarelementið.
Útlitslega er bíllinn soldið gallaður á húddinu og frambrettunum, því glæran hefur flagnað þar af. En eins og sést þá er bíllinn nokkuð heill annars.
Ætli maður bjóði bílinn ekki aftur á Ebay og sjái hvort maður geti grætt eitthvað á þessu þarna úti. Það er svo asskoti dýrt að koma með þetta heim, ég efast um að maður geti selt þetta hérna heima án þess að tapa á því ...
Annars er þetta "Executive" bíll eins og minn, leðrið betra en í mínum, ekki eins sólbakað. Bara 2 eigendur að honum (sannanlega) og reikningar fylgdu með honum frá 1994. Ég tók það saman og það sem var búið að eyða í hann frá þá, var um 15.000.- EUR...! 1.200.000.- Krónum! ussussusss.... Meðal annars er búið að taka heddið 2svar upp, nýr vatnskassi í honum ofl ofl.


Ég veit.. þetta er alltaf að versna, ég verð að fara að hætta þessu.
Nú svo þegar ég var þarna hjá þessum sem seldi mér gripinn rak ég augun í M635csi framspoiler. Ég náttúrulega var ekki lengi að fá hann til að selja mér hann, svo nú á ég kittið allan hringin á sexuna mína
Já, það er gaman að föndra.
Sæmi