| bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| E46 320ci - Myndir á bls. 18 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=31465 |
Page 1 of 18 |
| Author: | SteiniDJ [ Sun 24. Aug 2008 15:01 ] |
| Post subject: | E46 320ci - Myndir á bls. 18 |
Ég fékk mér þennan fyrr í sumar, en eins og segir í fyrirsögninni þá er þetta 01' E46 320ci. Þetta er alveg þvílíkt skemmtilegur bíll sem leynir á sér. Fæ að stela speccum frá seljanda: Litur: Cosmosschwarz Metallic SSK/BSK: Beinskiptur Aukuhlutir: Ársgamlar 18" álfelgur með sumardekkjum á og aðrar eldri með vetrardekkjum á. Bæði nýlegar taumottur og gúmmímottur. Ástand: Bíllinn er vel með farinn og í góðu ástandi. Fór með hann í gegnum skoðun í júní án athugasemda. Eyðir litlu, ca. 10l/100km. skráð afl er 149 hö. Svört tauáklæði á sætum. Rafmagn í öllu og cruise control. Xenon ljós. Fæ líka að stela nokkrum myndum frá honum: ![]() Og svo ein sem ég tók sjálfur, en heppnaðist ekki alveg. ![]() Ég er með nokkrar útlitsbreytingar planaðar fyrir gripinn. Ég ætla að byrja á því að laga eina risadæld sem er bílstjóramegin. Síðan er ég að bíða eftir M-framstuðara sem ætti að koma til landsins í næsta mánuði. Eftir að hann er kominn á ætla ég að versla mér lip og roof spoiler og smella angel eyes á hann. Ég á eftir að setja inn fleiri myndir, og þá sérstaklega þegar ég kem eitthverju í verk. Kveðja, Steini. |
|
| Author: | iar [ Sun 24. Aug 2008 16:29 ] |
| Post subject: | |
Gríðarlega smekklegur bíll sem á örugglega bara eftir að batna. E46 Coupe er alveg magnað body
|
|
| Author: | Bjössi [ Sun 24. Aug 2008 18:00 ] |
| Post subject: | |
Alveg gullfallegur bíll |
|
| Author: | SteiniDJ [ Sun 24. Aug 2008 18:40 ] |
| Post subject: | |
Takk fyrir kommentin. |
|
| Author: | 98.OKT [ Sun 24. Aug 2008 19:36 ] |
| Post subject: | |
Töff bíll En skammastu þín að setja svona vetrarmyndir inn, þetta mynnir mann bara á eitthvað leiðinlegt sem er í vændum |
|
| Author: | SteiniDJ [ Sun 24. Aug 2008 22:42 ] |
| Post subject: | |
98.OKT wrote: Töff bíll
En skammastu þín að setja svona vetrarmyndir inn, þetta mynnir mann bara á eitthvað leiðinlegt sem er í vændum Það er fátt skemmtilegra en að breyta bimmanum sínum í snjóruðningstæki. |
|
| Author: | Coney [ Mon 25. Aug 2008 00:11 ] |
| Post subject: | |
Flottur þristur hjá þér |
|
| Author: | Mánisnær [ Mon 25. Aug 2008 19:53 ] |
| Post subject: | |
Flottur coupe, geggjað að hafa hann beinskiptann |
|
| Author: | SteiniDJ [ Wed 27. Aug 2008 16:29 ] |
| Post subject: | |
Það er þvílíkur munur að hafa þetta beinskipt. Annars sá ég þessa mynd frá Sæma og ég er bara sáttur með hana!
|
|
| Author: | SteiniDJ [ Sat 18. Oct 2008 14:56 ] |
| Post subject: | |
Búinn að setja undir hann vetrardekk og felgur.
Þetta kemur sæmilega út á E46, samt er ég á þeirri skoðun að svona felgur eiga heima undir E36. Þær eru nokkuð skemmdar, eins og sjá má á eftirfarandi myndum:
Er eitthvað hægt að laga svona? Hvernig mynduð þið fara að því? Kv, Steini. |
|
| Author: | Aron Andrew [ Sat 18. Oct 2008 15:01 ] |
| Post subject: | |
Bara sandblása þetta og mála eða pólýhúða |
|
| Author: | SteiniDJ [ Sat 18. Oct 2008 15:07 ] |
| Post subject: | |
Aron Andrew wrote: Bara sandblása þetta og mála eða pólýhúða
Ég hef ekki athugað þetta mál nánar, en sá sem seldi mér felgurnar (og bílinn) sagði að þeir hjá Pólýhúðun sögðu að það væri ekki sniðugt að pólýhúða þetta |
|
| Author: | Aron Andrew [ Sat 18. Oct 2008 15:17 ] |
| Post subject: | |
Það þarf bara að sandblása fyrst, polýhúðar ekkert beint á þetta gamla lakk. |
|
| Author: | Dorivett [ Sat 18. Oct 2008 17:19 ] |
| Post subject: | |
í guðanna bænum ekki láta sandblása þetta, þú eyðileggur álfelgur á sandblæstri, það á að GLERblása þær. og svo pólýhúðun. skoðaðu bara þráðinn hjá sævari berio, hann lét græja 18"undir 523 bílnum sínum |
|
| Author: | Aron Andrew [ Sat 18. Oct 2008 17:53 ] |
| Post subject: | |
Já og ég meinti glerblástur Er nýbúinn að láta glerblása mínar, ekki sandblása...
|
|
| Page 1 of 18 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|