Keypti mér þennan bíl í gær, ágætis daily.
Þetta er umboðsbíll frá B&L en hann er voðalega hrár en er þó með einhverja aukahluti eins og:M-tech II stuðari
Sport-aðgerðastýri með tökkum
Er á glænýjum lækkunargormum 60MM framan og 30MM aftan
CD-professional - með 6 diska magasíni í skotti
Hvít stefnuljós
Shadowline
Bíllinn er ekinn 150 þús. km og keyrir fínt, örugglega einhverjir hér sem þekkja þennan bíl, hann var á M-Parallel felgum en ég fékk þær ekki með honum. Er eins og er á mökkljótum felgum sem voru undir Z3 hjá mér, en ég ætla að finna mér einhverjar góðar fyrir sumarið.
Það er nýbúið að skipta um heddpakkningu á honum og það var gert hjá B&L.
Bíllinn er ekki gallalaus:Gengur leiðinlega rétt eftir start, en þegar maður gefur honum aðeins inn þá gengur hann alveg eðlilega, skynjari sem er bilaður?
Þegar maður startar honum kemur olíulykt úr miðstöðinni. Vaccum dæmið?
Á eftir að kíkja á þetta betur eftir helgi.
Plön:Nýjar felgur, ný framljós (angel eyes) og cornerljós að framan, kaupa litla bútinn sem vantar í framstuðarann, reyna að tengja relay þannig að kastararnir virka í stuðaranum (kemur orginal ekki með kastara), skottlip og rooflip, laga húddið svo það samsvari brettinu...svo bara eitthvað dund.
