Jæja, ég asnaðist til að ýta á enter takkann
Minns á núna, 1990 módel af 3.6L M5.
Bíllinn er í Rotterdam, þar sem hann bíður eftir skipi. Ég náði í hann á mánudaginn (02.06) til Munchen og keyrði til Rotterdam (stoppaði í Aachen til að kaupa felgur undir gripinn).
Bíllinn er nokkuð flottur að sjá. Sebringgrau metallic, sem er dökkgrásanseraður. Ekinn 200.000km, vél 150.000km.
Virkar fínt, var mest á 140-160 á leiðinni, þó maður hafi prufað upp í 230. Það er bara svo asskoti mikil traffík orðin þarna úti á Autobahn-önum. Ekki leiðinlegt að gefa í á þessu tæki
Útbúnaður:
-Nubuk svört leðurinnrétting
-Rafmagn í sætum með minni
-Rafmagn í rúðum
-Rafmagni í topplúgu
-"Automatic" loftkæling (virkar)
-Skriðstillir
-Vökvafjöðrun að aftan
-Skisack
-Sportstýri
-Krókur (hægt að taka af og setja á)
-Þjófavörn
-Fjarstýrðar samlæsingar
Ég keypti glænýjar felgur á gripinn sem eru undir honum núna.
Felgurnar sem voru undir honum voru ekki alveg að gera það fyrir mig.
Svo er bara að bíða eftir honum og hlakka til
Verð... ja það var nokkuð gott, nógu gott til að ég fékk krampa í enter puttann.
Sæmi