bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Alpina B3 Cabrio. & 330XI Bíladagaves... https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=29902 |
Page 1 of 4 |
Author: | Einsii [ Tue 03. Jun 2008 00:15 ] |
Post subject: | Alpina B3 Cabrio. & 330XI Bíladagaves... |
Skolaði aðeins af þeim báðum, voru orðnir frekar rykugir. Ég ætla ekkert að tala um 330 bílinn hér hann á sinn þráð. En aftur þessi Alpina... ![]() Þarf ég nokkuð að vera með eitthvað roadtest á honum. hefur því ekki verið gefið nógu góð skil hér á kraftinum. Langar bara til að setja inn nokra punkta um hann einsog hvern annan bíl hér inni. Semsagt Alpina B3 3.0 Cabrio. Bíll nr 17 af 150 framleiddum (hversu fáir skildu þeir vera í dag ![]() Hann er ekinn í dag 116.000km Litur BMW Schwarz II Og auðvitað 17" Alpina orginal undir honum ![]() Búnaður er þónokkur, svona miðað við marga E36 og er það helsta: Check control OBC Cruise control Bakkskynjarar Rafdrifinn toppur Hifi hljóðkerfi Tvöföld hitastírð miðstöð Loftkæling Hiti í sætum LSD!! Svo auðvitað fullt af allskonar dóti sem er auðvitað standard í dýrari þristunum. Þessi bíll er alveg þræl drullu skemtilegur og vinnur mjög vel. Á dyno graph frá alpina sem gefur mótorinn í minnir mig rétt rúm 250 hö og togið einhverstaðar við 320Nm.. Þarf að skoða það til að vera nákvæmari Þó þetta sé mjög gott eintak af E36 er það sjaldan svo gott með þetta gamla bíla að ekkert þurfi að gera.. ég er einmitt búinn að panta þéttikanta fyrir blæjulokið, Dempara að aftan Því bíllinn er ekki svona mjúkur einsog menn töluðu um, dempararnir eru bara handónýtir ![]() Svo er ég búinn að grúska slatta í blæjumekaníkini og vonast til að partytrickið verði komið í lag fyrir bíladaga ![]() Svo auðvitað nokkrar myndir útá túni. ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() |
Author: | Aron M5 [ Tue 03. Jun 2008 00:25 ] |
Post subject: | |
Flottur bill ![]() hverjir eru timarnir í 0-100 0-200 og svo 1/4 |
Author: | bimmer [ Tue 03. Jun 2008 07:34 ] |
Post subject: | |
Flottir báðir tveir. Þetta útvarp/cdplayer stingur hrikalega í augun í þessari innréttingu ![]() |
Author: | Einsii [ Tue 03. Jun 2008 08:28 ] |
Post subject: | |
bimmer wrote: Flottir báðir tveir.
Þetta útvarp/cdplayer stingur hrikalega í augun í þessari innréttingu ![]() Já ég veit.. þetta er bara keypt á þeim tíma sem menn héldu að öll raftæki, sjónvörp heimabíó og þessháttar væru töff grá.. ![]() Hrikalega erfitt að finna þennann spilara svartann þannig að ég sætti mig bara við þetta svona, á annars einn svartann blaubunkt og annann svart/gráann clarion.. bara lélegir samanborið við þennann... |
Author: | Einarsss [ Tue 03. Jun 2008 08:28 ] |
Post subject: | |
Bestu myndirnar sem hafa sést af honum og ég er impressed ... langaði virkilega mikið til að kaupa hann ![]() KISA! ![]() ![]() |
Author: | hjaltikr [ Tue 03. Jun 2008 09:10 ] |
Post subject: | |
ekki láta mig gráta hérna.. bastard.. haha ![]() |
Author: | Aron Fridrik [ Tue 03. Jun 2008 09:26 ] |
Post subject: | |
geggjaðir báðir tveir ![]() alpinan þó meira geggjuð ![]() ![]() ![]() einnig mjög flott hús ![]() |
Author: | Einsii [ Tue 03. Jun 2008 09:53 ] |
Post subject: | |
Aron Fridrik wrote: geggjaðir báðir tveir
![]() alpinan þó meira geggjuð ![]() ![]() ![]() einnig mjög flott hús ![]() Takk fyrir það.. húsið er samt enn flottara séð frá ánni.. Á bara enga almenilega mynd af því hér.. |
Author: | Axel Jóhann [ Tue 03. Jun 2008 12:19 ] |
Post subject: | |
Ég sé að þú átt líka svöna kött sem hefur gaman af því að hoppa uppí bíla. ![]() Annars magnaður þessi Alpina. ![]() |
Author: | IngóJP [ Tue 03. Jun 2008 15:24 ] |
Post subject: | |
Huggulegir báðir tveir. Cabrio er mega en þessi E-46 er bíll sem ég væri til í |
Author: | lulex [ Tue 03. Jun 2008 15:53 ] |
Post subject: | |
alltaf að bætast við meira á ak ![]() |
Author: | Einsii [ Wed 04. Jun 2008 09:56 ] |
Post subject: | |
lulex wrote: alltaf að bætast við meira á ak
![]() Ætli ég geti ekki eignað mér heiðurinn af þeim þónokkrum hér fyrir norðan.. Allavega af þeim sem eru eitthvað spennandi ![]() |
Author: | Einsii [ Thu 26. Jun 2008 17:41 ] |
Post subject: | |
Góður bíll getur altaf batnað, og núna er sko verið að bæta ![]() Fór með hann til strákana hjá Bjarnhéðni til að líta yfir hann fyrir mig því hann lætur svo illa á keyrslu og já olíuskipti í leiðini. Þar kom eitt og annað í ljós. Það var í honum vitlaus olíusía sem sem var sennilega ekki að gera góða hluti. Svo lekur kúplingsdæla, ég er bara að bíða eftir að ný komi að sunnan. Svo Kom í ljós að klafagúmmí eru hand ónýt og annað afturdekkið vísar eigilega inn undir mitt framdekk, skýrir að mestu hversvegna hann lætur svona illa. Og jú dempararnir líka sem ég er búinn að kaupa nýja. Er annars búinn að vera að dunda mér í blæjuni og núna virkar hún, upp og niður alveg rafmagns ![]() Eina sem ég þarf að gera er að hjálpa lokinu aðeins niður þegar bljæjan er í boxinu, þar sem hún spennist aðeins upp bílstjórameigin. Mun svo klára að skoða það í vetur þegar hann verður kominn í geimslu. Þannig að þessi bíll verður ekki bara góður, heldur alveg geðveikur ![]() Svo er aldrei að vita nema maður gangi enn lengra í vetur og kanski máli hann ![]() |
Author: | Einsii [ Sat 21. Mar 2009 11:50 ] |
Post subject: | Re: Alpina B3 Cabrio Græjaður :) |
Hljóta að vera einhverjir græjukallar hér inni. Núna fer að líða að því að þessi verði tekinn út, Ég tók mig til nýlega og fór að safna mér hljómtækjum til að uppfæra það sem var alveg handónýtt í bílnum fyrir. Það sem var gert er: Setti DLS UR5s hátalara sett frammí, 120W RMS ![]() ![]() Þétti vel undir midbass hátalarana og þeir gefa ágæis punch núna, eiga samt enn eftir að míkjast. Þá tengdi ég við magnara sem ég átti JBL DA1002 ![]() Svo með einskærri snilli tókst tengapabba að hjálpa mér að koma undarlegum JBL 4x6" hátölurum fyrir í orginal afturfestingunum. Ég hélt að ég hefði gert snilldar kaup með þessum hátölurum, væru bara nánast plu n play, En þeir voru það ekki! ![]() Þeir voru bara skornir í spað og límdir í gömlu festingarnar og hjálpa til við að lyfta hljóðinu upp afturí. (Þess má geta að það er voða fátt til sem passar í þessar orginal festingar frá BMW, þetta þurfti alltaf að verða sérsmíði) Þessa keyri ég á head unitinu, enda bara 50W RMS ![]() Svo keypti ég Alpine SWE-843E 8" bassahátalara 120W RMS (400W peak) ![]() Og smíðaði snilldar box fyrir hann sem er falið á milli sætana í gati sem hugsað er fyrir skíðapoka. ![]() ![]() ![]() Þennann keyri ég á Kenwood kac-729S, Bridge'uðum ![]() Svo er headunitið sama gamla GÓÐA Alpine CDA-7894 ![]() Því miður grátt en stillingarnar og krafturinn sem þetta tæki býr yfir gerir það ideal fyrir þetta setup. Læt það crossovera og keyra afturhátalarana og þeir standa sig með stakri príði ![]() Auðvitað var mikið rifið og gengið frá öllu eins vel og fallega og hægt var. Vissi það bara að ég vildi alls ekki láta neitt af þessu sjást. Nema jú magnararnir sem hanga boltaðir undir blæjuboxinu en þeir blasa svosem ekkert við. Smá myndir frá setupi sem konan tók þegar hún var eitthvað að þvælast þarna ![]() ![]() ![]() ![]() Þetta er allt annað líf að spila tónlist í bílnum og verður mjög gaman að skutlast hringinn í kringum landið i sumar með vindinn í hárinu og einhverja góða tóna í eyrunum ![]() Vonandi hafa einhverjir gaman að svon hér. |
Author: | bimmer [ Sat 21. Mar 2009 12:29 ] |
Post subject: | Re: Alpina B3 Cabrio Græjaður :) |
Gaman að sjá svona!! |
Page 1 of 4 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |