bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

e30 baur tc2 kw 60/60
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=27527
Page 1 of 25

Author:  maggib [ Fri 15. Feb 2008 13:08 ]
Post subject:  e30 baur tc2 kw 60/60

jæja keypti þennan um daginn!

e30 323i sem var breytt hjá baur!
Image

bíllinn er í mjög döpru ástandi eins og er en til stendur að gera hann upp!
blæjan er rifin og mótorinn úrbræddur skilst mér og boddí slæmt!
auk þess er búið að rigna og snjóa inn í bílinn í mörg ár út af blæjunni...

spennandi verkefni :wink:

Image

svona er bíllinn í dag... pabbi gamli að hjálpa mér að plasta hann!
Image
Image

passlegt þegar við vorum að klára að sauma utan á hann þá gerði él. :P
Image

ekkert allt of sniðugt í 8 stiga frosti en þetta getur orðið töff! 8)
Image

ef einhver þekkir til hvort það séu til aðrir baur breyttir bílar á íslandi þá
þætti mér gaman að vita af því...

Author:  Aron Andrew [ Fri 15. Feb 2008 13:26 ]
Post subject: 

Úff það þarf að setja fullt af vinnu í þennann til að hann verði góður!

Get ekki sagt annað en góða skemmtun og gangi þér vel! :wink:

Author:  JOGA [ Fri 15. Feb 2008 13:40 ]
Post subject: 

Átti þennan einu sinni. Þetta getur orðið flott en eins og Aron sagði þá er MIKIL vinna fyrir höndum :)

Gangi þér vel og vertu duglegur að henda inn myndum af verkefninu. Hvenær ætlar þú annars að byrja?

Author:  bjahja [ Fri 15. Feb 2008 13:42 ]
Post subject: 

Verður spennandi að sjá 8)

Author:  maggib [ Fri 15. Feb 2008 13:42 ]
Post subject: 

snjórinn er að losna framan við skúrinn þannig að vonandi kem ég honum inn
um helgina eða næstu viku . þá get ég byrjað að rífa og skoða!

Author:  Einarsss [ Fri 15. Feb 2008 14:00 ]
Post subject: 

Talandi um project :shock:

Ertu búinn að gera plan yfir hverju á að byrja á? búinn að áætla einhvern pening í þetta og tíma?

Á að halda sig við M20 eða fara í eitthvað nýlegra?

Author:  maggib [ Fri 15. Feb 2008 14:22 ]
Post subject: 

þetta verður allt að gerast eftir hendinni, geri ráð fyrir að byrja á að eiga
við boddíið en langar fljótt að fá mótor því það einfaldar allar aðgerðir við tilfærslur og þ.h.
Búinn að finna blæjuna nýja með hjálp Helgis en spurning um
að byrja að vinna í bilnum áður en hún er keypt.. :wink:

það er stefnan að setja ekki minni mótor í bílinn en þann sem er og
gaman væri að fara í eitthvað nýrra en fjárhagurinn verður að ráða því eins og öðru...

Author:  ellipjakkur [ Fri 15. Feb 2008 15:00 ]
Post subject: 

úff, og mér finnst mitt project nógu erfitt :/

Author:  Angelic0- [ Fri 15. Feb 2008 16:41 ]
Post subject: 

Óska þér bara góðs gengis með þetta....

hvað kosta panelar í B&L :?: er það ekki alveg fótur og hendi :?:

Ég hef fulla trú á því að þetta sé mögulegt, bara strípa dótið í rusl... laga allt ryð etc.... og svo smella þessu saman 8)

Author:  jens [ Fri 15. Feb 2008 18:16 ]
Post subject: 

Gaman að fá svona myndir af gripnum, þetta á eftir að verða svo flottur bíll. Vertu duglegur að taka myndir og setja á netið.

Author:  Spiderman [ Fri 15. Feb 2008 19:20 ]
Post subject:  Re: e30 baur tc2

maggib wrote:

ef einhver þekkir til hvort það séu til aðrir baur breyttir bílar á íslandi þá
þætti mér gaman að vita af því...


Þeir voru allavega tveir á götunni rétt fyrir síðustu aldamót, einn hvítur og annar dökkur.

Author:  jens [ Fri 15. Feb 2008 19:51 ]
Post subject: 

Stendur þessi hvíti ekki enn inn í einhverji innkeyrslu í RVK.

Author:  srr [ Sun 17. Feb 2008 02:03 ]
Post subject: 

Hér er einn meðlimur á MyE28 spjallinu að selja sinn E30 Baur, alpina replica.
Verð nú að segja að þegar þeir eru í toppstandi, er þetta ekki sem ljótast :wink:
http://www.mye28.com/viewtopic.php?t=43754&highlight=
Image

Author:  maggib [ Wed 20. Feb 2008 21:25 ]
Post subject: 

jæja kominn með bílinn inn og byrjaður að rífa
Image

botninn er ekkert svo slæmur
Image

síðan kom stóra sjokkið þegar ég tók framrúðuna úr... :shock: :cry: :evil:
það vantar allan kantinn undir framrúðunni... greinilega búið að mixa e-ð í það
fyrir einhverju síðan með lélegum árangri...

Image

en mótorinn er allaveganna ekki fastur... bara olíulaus sökum götóttrar olíupönnu...
:wink:
veit ekkert meir um það að svo stöddu máli

Author:  gunnar [ Wed 20. Feb 2008 21:35 ]
Post subject: 

SHIT! Framrúðupanellinn er bara farinn! :shock:

Þetta á eftir að verða stór hausverkur hjá þér.

Annars bara óska ég þér góðs gengis.

Page 1 of 25 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/