bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E36 325 ia
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=27031
Page 1 of 1

Author:  Höfuðpaurinn [ Fri 25. Jan 2008 12:05 ]
Post subject:  E36 325 ia

Jæja loksins fékk ég mér BMW aftur og varð þessi einstaki E36 fyrir valinu.

Ég skellti mér við annan mann yfir Hellisheiðina í bilaðri snjókomu og nánast engu skyggni. Við komust þó á leiðarenda og þar beið fákurinn nýuppgrafinn úr snjónum. Heimferðin var aftur á móti minna mál, þar sem ekki snjóaði alveg jafn mikið.

Vissulega er eitt og annað að hrjá greyið sem verður byrjað á að laga áður en maður fer að spá í einhverri vitleysu og mun ég reyna að henda inn uppfærslum hérna eftir því sem á líður, en lofa þó engu :wink:

læt þessa mynd duga í bili

Image

Author:  Xavant [ Fri 25. Jan 2008 12:35 ]
Post subject: 

Flottur! til hamingju :wink:

Author:  Höfuðpaurinn [ Thu 31. Jan 2008 15:08 ]
Post subject: 

Jæja, ætli maður hendi ekki inn smá upplýsingum um gang mála.

kominn með dekk, þannig að nú er hægt að keyra hann í snjónum,
búinn að skipta um annan stýrisendann og láta hjólastilla hann,
komnar nýjar pumpur fyrir húddið, þannig að það helst uppi,
búinn að skipta um nokkrar perur sem voru ónýtar, að vísu slysaðist ég til að panta mér angel eyes, þannig að stöðuljósin munu greinilega breytast,
skipti um nokkur öryggi og skellti útvarpi í hann,

svo er ég bara að sanka að mér hinum ýmsu hlutum til að geta komið honum í gegnum skoðun

Author:  elli [ Sun 03. Feb 2008 05:28 ]
Post subject: 

Nice work
Hentu inn myndum "off snow"

Author:  Aron Andrew [ Sun 03. Feb 2008 05:58 ]
Post subject: 

Ég prufaði þennann hjá Stebba í sumar, fínasti bíll!

Til hamingju!

Author:  Gunnar Hnefill [ Wed 06. Feb 2008 19:17 ]
Post subject: 

Þetta eru góðir bílar :wink:

Til hamingju :D

Author:  Höfuðpaurinn [ Mon 18. Feb 2008 16:18 ]
Post subject: 

Jæja eitthvað að gerast með þennan,

Angel Eyes komið

Image
Image

Skipti um afturljós, keypti clear eitthvað og dekkti þau smá

fyrir:
Image

eftir:
Image

Einnig skipti ég um handbremsuborða, bremsudiska & klossa að aftan.

Fór svo með hann í skoðun í morgun og viti menn kom í ljós eitthvað klúður með hjólastillingu, það var ekki skipt um stýrisendann eins og átti að gera og komið slag í stýrisenda hinumegin líka, þannig að maður bara spyr sig hvernig þeir fóru eiginlega að því að hjólastilla bílinn. Búinn að tala við verkstæðið og verður þessu kippt í liðinn.

En fékk svo líka þessar æðislegu fréttir að ég bremsurnar að framan væru eitthvað að gefa sig, svo ég býst við að maður skipti um allt draslið þar líka.

Svo er auðvitað xenon á leiðinni líka.

Author:  Benzari [ Mon 18. Feb 2008 18:39 ]
Post subject: 

Hvaða snilldarverkstæði þykist gera við án þess að gera við ???

Author:  Höfuðpaurinn [ Tue 19. Feb 2008 11:30 ]
Post subject: 

eftir nánari eftirgrennslan, þá var skipt um einn stýrisenda, hann var greinilega bara það mikið drasl að hann var allur farinn að ryðga, en gúmmí-ið í honum er alveg eins og nýtt, svo það var í góðu, maður hefði nú samt haldið að þeir sem hjólastilltu hefðu tekið eftir því að hinir tveir endarnir væru ónýtir.

engu að síður er farsæl lausn fundin á þessu máli og því verður ekki meiri biturleiki af minni hálfu í þessu máli.

Author:  Höfuðpaurinn [ Thu 21. Feb 2008 15:14 ]
Post subject: 

jæja 6000K xenon datt í hann á þriðjudaginn, einnig skipti ég um perurnar í kösturunum, þær eru svona meira í stíl við xenon-ið og svo eru það bara bremsurnar að framan næst.

Author:  Höfuðpaurinn [ Wed 05. Mar 2008 13:15 ]
Post subject: 

jæja, skipti um diska og klossa að framan um þar síðustu helgi og daginn sem ég ætlaði að fara með hann í skoðun, kviknaði abs ljósið, fékk svo nemann sem var farinn í gær og fór með hann í skoðun í morgun, athugasemdalaus 09 miði kominn á 8)

ætli næsta mál verði ekki að klára að sjæna hann til og sprauta húddið, reyni að taka einhverjar myndir við tækifæri.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/