bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E36 323 '96 Madeira schwartz
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=26782
Page 1 of 12

Author:  BirkirB [ Mon 14. Jan 2008 01:11 ]
Post subject:  E36 323 '96 Madeira schwartz

Image
Image

Já þetta er semsagt E36 323 sem er beinskiptur og er árg. ´96.
Samkvæmt skráningarskírteini var þetta einu sinni 320, sem hefur svo fengið M52b25...bjallaði í einhvern náunga sem átti bílinn og hann sagði að 2 lítra vélin hefði haft einhvern framleiðslugalla og önnur slík hefði ekki verið til og þá hefði þessi bara verið sett í
Mér skilst að hún eigi að vera keyrð 100 þús. km minna en bíllinn sjálfur, hvað sem er mikið til í því? gengur alveg upp ef maðurinn sagði rétt frá.

Og svo fékk ég upp úr honum að hann hefði keypt bílinn af Loga Geirssyni handboltagaur... sendi honum email til að spyrjast fyrir um græjurnar sem voru í bílnum...fékk þau svör að fyrri eigandi hefði gert það...þarf að grafa aðeins meira

Þetta er ekkert mjög breyttur bíll... e-ð lækkaður, líklega með einhverju skítamixi. Pabba sýndust gormarnir að aftan hafa verið sagaðir, allavega virtist annar þeirra vera brotinn eða sagaður.
Facelift e36 framstuðari sem hefur e-ð verið mixaður og sagað innan úr miðjunni og svo kíttað net innan í
Svo er einhver ekki svalur púststútur..
Lip á skottloki og afturrúðuspoiler. In pro angel eyes, annað ljósið virðist hafa brotað eftir grjót. þarf að redda nýju gleri eða ljósi??
Fjarlægð stefnuljós á frambrettum.
Og hann er neð armrest milli framsæta, rafmagn í rúðum frammí, topplúga, dökkblátt áklæði á sætum og hurðarspjöldum, wannabe AC schnitzer pedalar eða e-ð
Keypti þessar overkill Beyern Mesh felgur, 18x8.5 á 235/45 dekkjum framan og 18x9.5 á 245/45 að aftan...væri sniðugt að fara í minni prófíl?? Það er alveg smá til í því að hann er smá jeppalegur...
Setti líka Pioneer græjur í hann; 5.25" 3way í panelana frammí og 6x9 3way 240W í hilluna afturí. svo fór einhver spilari í hann, líka Pioneer, svona nýja lookið frá þeim...
Og þetta virkar alveg ágætlega en ég man ekki alveg stærðirnar á hátölurunum.

Image
Image

Eftir að ég sá þetta með fjöðrunina að aftan var ég næstum búinn að auglýsa hann til sölu því það er alveg þó nokkuð sem þarf að gera fyrir hann IMO...og ég var ekki alveg að eiga pening fyrir því o.s.fr.
En ég ákvað að eiga hann áfram og svona eiginlega taka í gegn e-ð
.. stefni allavega á nýja fjöðrun eftir næstu útborgun...
annars er best að vera ekki með of miklar yfirlýsingar :lol:
Allavega laga fjöðrunina, hugsanlega reyna að rúlla brettin smá og sjá til hvort rubbið lagist ekki og lookið kannski í leiðinni...

Svo þarf að fixa brotna framjósið og annað afturljósið inniheldur alltaf einhvern raka og drullu að því er virðist vera?
Kannski maður reyni að redda sér hvítum og rauðum ljósum?
Er kominn með annað nýrað, hitt kemur vonandi í næstu viku...
Ég veit um original loftsíubox sem mig langar í...
Vatnskassin lekur, þarf að redda öðrum a.s.a.p...og rúðuþurrkurnar eru með leiðindi...
og svo langar mig til að fá ljós alls staðar í mælaborðið, t.d. í miðstöðina og á ljósarofann og í hazardljósinn.
Og reyna að massa lekann í glærunni burt

Image
Image
Image
Image
Image
Image

Author:  Gunnar Hnefill [ Mon 14. Jan 2008 01:13 ]
Post subject: 

Flottör :king:

Author:  arnibjorn [ Mon 14. Jan 2008 01:14 ]
Post subject: 

Pantaðu þér M3 púst frá usa, kostar ekki mikið. Ég fékk mitt heim á 25k eða eitthvað. Endaði svo á að selja Bjahja það á 20k :lol:

Author:  BirkirB [ Mon 14. Jan 2008 01:15 ]
Post subject: 

Nææs... Var GStuning ekki e-ð að tala um að það væri of mikið á 323??

Author:  Aron Andrew [ Mon 14. Jan 2008 01:16 ]
Post subject: 

Flottur hjá þér, lýst vel á plönin 8)

Author:  arnibjorn [ Mon 14. Jan 2008 01:18 ]
Post subject: 

Jarðsprengja wrote:
Nææs... Var GStuning ekki e-ð að tala um að það væri of mikið á 323??


Hmmm... ég á erfitt með að trúa því.. :?

Þetta er allavega alveg semi algengt "upgrade" hjá E36 mönnum úti. :)

http://home.earthlink.net/~frankie66/ca ... haust.html

Author:  Gunnar Hnefill [ Mon 14. Jan 2008 01:19 ]
Post subject:  Re: E36 323 ´96 Madeira violet/schwartz

Jarðsprengja wrote:
Já þetta er semsagt E36 323;

- Og síðast en alls ekki síst, nýru. Þeim hef ég beðið eftir frá fyrri eiganda í nokkra mánuði.


Spurning um að Fyrri eigandi fari að senda þér Nýrunn :-s

Author:  BirkirB [ Mon 14. Jan 2008 01:20 ]
Post subject: 

hehe ok þá er ég bara að bulla...skoðaði samt þennan þráð: http://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.p ... 2377c3e105

Author:  Gunnar Hnefill [ Mon 14. Jan 2008 01:21 ]
Post subject: 

arnibjorn wrote:
Pantaðu þér M3 púst frá usa, kostar ekki mikið. Ég fékk mitt heim á 25k eða eitthvað. Endaði svo á að selja Bjahja það á 20k :lol:
Já fáðu þér M Púst þá ertu kominn með Bimma Hljóðið sem við þekktum svo vel :lol: " Hey Gunni er að Koma " :wink:

Author:  BirkirB [ Mon 14. Jan 2008 01:28 ]
Post subject: 

Aron Andrew wrote:
Flottur hjá þér, lýst vel á plönin 8)

Já...ég er samt wannabe sko :lol:

Quote:
Já fáðu þér M Púst þá ertu kominn með Bimma Hljóðið sem við þekktum svo vel Laughing " Hey Gunni er að Koma " Wink

Hahah, já maður saknar þess mjög...þinn bmw hafði miklu meiri ímynd heldur en minn

Author:  Gunnar Hnefill [ Mon 14. Jan 2008 02:32 ]
Post subject: 

Jarðsprengja wrote:
Já...ég er samt wannabe sko :lol:

Quote:
Já fáðu þér M Púst þá ertu kominn með Bimma Hljóðið sem við þekktum svo vel Laughing " Hey Gunni er að Koma " Wink

Hahah, já maður saknar þess mjög...þinn bmw hafði miklu meiri ímynd heldur en minn
Það var töffara Bimmi 8)

og já þetta með Wannabe, Enda erum við í Herbúðum TEAM WANNABE :king:

Author:  Axel Jóhann [ Mon 14. Jan 2008 03:07 ]
Post subject: 

Mjög smekklegur bíll. 8)

Author:  Aron Fridrik [ Mon 14. Jan 2008 08:46 ]
Post subject: 

geggjaður 8) 8) 8)

Author:  SteiniDJ [ Mon 14. Jan 2008 09:31 ]
Post subject: 

E36 hawtness!

Author:  Omar [ Mon 14. Jan 2008 11:23 ]
Post subject: 

Skellti þessi sér ekki útaf veginum og á einhvern grjótgarð um daginn?

Page 1 of 12 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/