Nú hefur fjölgað í fjölskyldunni og bílstóll og barnavagn orðinn hluti af daglegu lífi. Þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar um óþarfa þess að aka um á stærri bíl, þá lét ég undan og skellti mér á þennan. Það er bara svo leiðinlegt að þurfa alltaf að troða bílstólnum inn í M5-inn, miklu betra að hafa betra pláss.

Ég ætlaði upphaflega að kaupa 2004-5 módel af 3.0 bíl, vel búinn með panoramic roof og facelift að sjálfsögðu. En mig langaði bara svo hrikalega í þennan lit að ég stóðst þetta ekki þegar ég sá þennan bíl. "Missti" af mjög svipuðum bíl sem var til sölu í sömu borg mánuði áður, þar sem ég ætlaði að kaupa 3.0 bíl.... en þegar þessi kom inn var þetta bara sign fyrir mig að kaupa.
Bíllinn er 2003 módel, hefur alla tíð verið í Houston Texas, einn eigandi að honum þar og ekinn 75þús km.
Ég fór núna í byrjun árs og náði í gripinn, keyrði hann í skip sjálfur. Bíllinn er vægast sagt fallegur. Ekki beygla né rispa á honum. Lakkið ber þess merki að hann hafi verið í bílskúr mestan tímann og innréttingin eins og ný. Fyrrum eigandi þessa bíls er einn stærsti mótorhjóladealer í Houston, með umboð fyrir Ducati m.a. Hann er einnig að selja verulega flottan Porsche sem hann á. Hann var rétt búinn að kaupa sér nýjan M5 og á svo annan X5 4.4 ásamt M3 sem konan ekur um á

Nú en akstursleið mín lá sem sagt frá Houston upp til Richmond þar sem bíllinn fer í skip. Upphaflega stóð til að fá einhvern til að fara með mér og skiptast á að keyra, en svo gekk það ekki svo ég fór bara einn. Ég var frekar knappur á tíma þar sem ég varð að koma bílnum á staðinn fyrir 15:30 á föstudaginn, fyrir helgina. Ég fór frá Íslandi miðvikudaginn 2 jan, var kominn til Houston þá um miðnætti eftir að skipta um vél í N.Y. Gengið frá pappírsmálum fyrir hádegi 3ja og farið af stað um hádegið. Ekki mátti slá mikið af þar sem ég þurfi að vera kominn á áfangastað 27 1/2 tíma seinna og aka 2123Km. Þar af er klukkutími í tímamismun svo í raun eru það þá 26 1/2 tími. Mapquest sagði 20 klst og 23 min í akstur, svo þetta gaf mér 6 tíma í svefn og engin stopp nema fyrir bensín og kaupa eitthvað til að borða á leiðinni. Þannig gekk þetta fyrir sig! Ég stoppaði á móteli og lagði mig til hálf-sex um morguninn, annars var þetta bara "Imolarun" dauðans.
Skemmst er frá því að segja að þetta gekk allt eins og í sögu. Ég krúsaði þetta á svona 60-80 mílum, umferðarhraðinn var þetta 60-70, um 10-15 yfir hámarkshraða yfirleitt. Ég reyndar varð drulluveikur og er það enn, en þetta tókst!
Hér er svo listi yfir búnað bílsins. Það sem ég hef séð að er aukalega fyrir utan þetta er dráttarbeisli. Því miður eru þessi USA beisli ekki eins og í Evrópu, þar sem hlífin felur allt. Þarna sést alltaf í beislið
Order options
No. Description
205 AUTOMATIC TRANSMISSION
257 SIDE AIRBAG F RR PASSENGERS,DEACTIVATION
261 SIDE AIRBAG FOR REAR PASSENGERS
342 TITAN LINE INTERIOR
386 ROOF RAIL
403 GLAS ROOF, ELECTRIC
417 SUNBLINDS FOR REAR SIDE WINDOWS, MECH
430 INT/EXT RR VW MIRROR W AUT ANTI-DAZZLE
441 SMOKERS PACKAGE
456 COMFORT SEATS, ELECTRIC. ADJUSTABLE
461 SEAT BACK ADJUSTMENT IN REAR, ELECTRIC
464 SKIBAG
496 SEAT HEATING FOR REAR SEATS
508 PARK DISTANCE CONTROL (PDC)
521 RAIN SENSOR
609 NAVIGATION SYSTEM PROFESSIONAL
672 CD CHANGER BMW FOR 6 CDS
677 HIFI SYSTEM PROFESSIONAL
761 INDIVIDUAL SUN PROTECTION GLAZING
Series options
No. Description
216 SERVOTRONIC
220 SELF-LEVELING SUSPENSION
226 SPORTS SUSPENSION SETTINGS
249 MULTI-FUNCTION FOR STEERING WHEEL
255 SPORTS LEATHER STEERING WHEEL
302 ALARM SYSTEM
321 EXTERIOR PARTS IN BODY COLOR
354 GREEN STRIPE WINDSCREEN
459 SEAT ADJUSTM., ELECTR. W MEMORY F DRIVER
473 ARMREST, FRONT
494 SEAT HEATING F DRIVER/FRONT PASSENGER
502 HEADLIGHT WASHER SYSTEM
522 XENON LIGHT
533 AIR CONDITIONING FOR REAR
534 AUTOMATIC AIR CONDITIONING
640 CAR TELEPHONE PREPARATION
645 RADIO CONTROL US
775 INDIVIDUAL ROOF-LINING ANTHRACITE
785 WHITE DIRECTION INDICATOR LIGHTS
840 HIGH SPEED SYNCHRONISATION
845 ACOUSTIC BELT WARNING
853 LANGUAGE VERSION ENGLISH
876 RADIO FREQUENCY 315 MHZ
992 NUMBER PLATE ATTACHEMENT MANAGEMENT







Hér er svo smá ferðamyndasaga...

Jæja, allt í fínu hérna, bara með krúsið á og allt í góðu...

Hérna fékk greyið smá flashback frá æskuárunum sínum, þegar við keyrðum fram hjá Spartanburg. Ég rétt svo gat dregið hann áfram, hann vildi svo stoppa og segja hæ.


Veðrið var svona allan tímann. Hiti á bilinu -5 og upp í 10°C. Meira að segja í Houston var rétt yfir frostmarki þegar ég kom um kvöldið. Betra ferðaveður hefði ekki verið hægt að hugsa sér. Ég var mjög feginn að snjóstormurinn á vesturströndinni var ekki á austurströndinni!

Hérna er maður orðinn aðeins þreyttari og sveittari á bakinu....


Þegar ég var kominn á leiðarenda og náði í bílaleigubíl út á flugvöllinn í Richmond sá ég þessa elsku. Þó mér hafi fundist ég hafa farið hratt yfir, þá var það frekar loppið samanborið við það sem þessi fór með sína.
Við erum að tala um að þessi flýgur á rúmlega 3500 km/klst hraða hraðast..... fór 24þúsund kílómtra á 10 og hálfum tíma. Það er já... 2285km/klst meðalhraði.
Ehhehehh, ég og minn 80 km/klst meðalhraði.... reyndar með 6 tíma svefni
