bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW M5 E39 Imolarot
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=26495
Page 1 of 4

Author:  saemi [ Sun 30. Dec 2007 18:05 ]
Post subject:  BMW M5 E39 Imolarot

Ekki er seinna vænna en að henda inn nokkrum línum um þennan vagn. Hefði átt að vera löngu búinn að þessu, en hef einhverra hluta vegna ekki sett inn neitt um þennan bíl í bíla meðlima.

En hér kemur það!

Bíllinn er E39 M5, fyrst skráður 06.12.1999.


Svona leit hann út þegar ég náði í hann til Wunsiedel haustið 2006
Image

Image

Image

Ég hafði ekkert frekar hugsað mér að kaupa svona bíl, var alltaf samt svolítið veikur fyrir honum. Mig langaði bara samt ekki í annan lit en rauðan. Þar sem ekki er mikið til af þeim í Evrópu var ekki um auðugan garð að gresja. Ég keypti mér E34 M5 leiktæki sumarið 1996 og ætlaði að láta það nægja. Nokkrum dögum seinna var ég að ráfa inni á mobile.de og sá þá þennan. Ég var ekki alveg viss um að maður ætti að vera að fara út í þetta, en sendi nú póst út og spurðist aðeins fyrir um bílinn þar sem þetta leit mjög vel út á netinu. Einn eigandi, sama umboðið allan tímann, suður-Þýskaland og litacombo sem ég var veikur fyrir. Það sem mig langaði helst að vita var að þeir sögðu að það væri ný vél í bílnum. Ég vildi vita aðeins meira um það og þegar þeir sögðu mér að það væri reikningur til fyrir viðgerðinni sem var gerð hjá þeim ásamt upphæðinni þá var ég ekki lengi að sannfæra sjálfan mig um að þennan bíl þyrfti ég að kaupa.

Nótan er sem sagt fyrir 17 þúsund EUR og það var skipt um vél í 104þúsund km! Það hefur verið frekar feitur reikningur að borga fyrir eigandann þá...

Image


Allavega, þá fórum ég og skúra Bjarki til DE að ná í þessa 2 M5 sem ég hafði þá keypt mér.

Bíllinn er ekkert hlaðinn búnaði, en með það helsta.

"Sonderausstatung" er eftirfarandi:

-Navi
-CD magasín
-Lúga
-Niðurfellanleg aftursæti
-PDC
-Sími
-DSP hljóðkerfi

Það sem mér finnst flottast við þennan bíl er náttúrulega liturinn. Að innan er hann með rauðu leðri í listunum, ég er alveg hrikalega ánægður með það. Finnst það vera langflottast af því sem ég hef séð af þessum listamálum.


Image
Flottir gæjar við eina bensínstöðina...

Image
Stoltur eigandi.

Image
Blastað á "Autobahn".


Smá video-clip af okkur Bjarka.

http://www.s-m-u.com/photos_bmw/ou696/DSCF9879.AVI
http://www.s-m-u.com/photos_bmw/ou696/DSCF9887.AVI

Ég geymdi bílinn úti í mánuð eða svo í Danmörku. Greip svo aftur í hann þegar Svezel og ///M fóru á M-Roadster í Eurotripið sitt. Hitti þá á Jótlandi og keyrði með þeim niðureftir Þýskalandi. Hér erum við á leið frá Nurburgring til Liege með viðkomu í Spa!

Image
Image

Ekki grunaði mig að ég ætti eftir að vera hér að ári liðnu að keyra á brautinni. Allt var lokað að sjálfsögðu og við skoðuðum bara það sem hægt var í frábæru veðri. Gistum svo í miðborg SPA.

Image
Image

Hér er maður kominn heim, leikdagur í gangi. Ekki alveg eins og að blasta í Þýskalandi... en gaman samt :)

Image

Veturinn 2006-7

Image
Image
Image

Image
Image
Image
Image



Hér er maður svo kominn aftur út á hringinn. Eurotrip með ONNO ALPINA og fleirum. Fullt af myndum til frá þessum túr hér á kraftinum.


Image



Hér er rigningardagur á Hringnum í boði Svenna Fart.

http://www.s-m-u.com/photos_bmw/ou696/saemaslide.wmv



Svo er það track dagur á SPA. Við vorum í samfloti með bretum sem leigðu brautina í einn dag. Þetta var afskaplega gaman og hægt að keyra alveg eins og maður þorði. Þarna tók ég vel á bílnum, ekki allt tekið út úr honum en tekið vel á því.

Image
Image
Image

Það verður nú að vera til svona mynd af manni í "pittinum" á SPA. Ekki á hverjum degi sem maður gerir þetta.

Image
Image
Image
Image


Nokkrar af mér teknar á meðan maður var að keyra á SPA

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image



Hér eru svo sumarskórnir. Sumarfelgurnar sem ég keyrði ekkert á síðasta sumar :) Var svolítið seinn með þetta í gang. Þetta eru ///M BBS felgur undan sjöu. 20x9 að framan og 20x10 að aftan. Póleraður kantur og matt svört miðja.

Image


Að lokum nýjasta ljósamoddið. Það er búið að setja blárri perur í Angel Eyes-in í honum. Keypti mér svo aðra kastara sem koma mun flottar út að mínu mati. Reyndar held ég að það sé hægt að fá bláar perur líka, veit ekki alveg hvort mér finnst flottara.

Image
Image


Eftir að bíllinn kom heim var mitt fyrsta verk að setja á bílinn facelift ljósin. Angel eyes Xenon að framan og LED að aftan. Að sjálfsögðu HELLA dæmi, ekkert crap.

Þó bíllinn sé 1999 módel þá er hann með sverara stýrinu og ávala afturspeglinum. Finnst muna miklu um spegilinn í útliti og að halda um stýrið miðað við það mjórra. Er mikið að spá í að öpgreida stýrið í facelift stýrið.

Ég er búinn að halda honum sæmilega við. Nýjar bremsur komplett allan hringinn voru keyptar úti eftir SPA æfingarnar. Frekar dýrt dæmi, meira að segja úti í DE.

Skipti líka um loftflæðiskynjara áður en ég fór út og fóðringar í spyrnunum og ný dekk allan hringinn.

Svo var bíllinn málaður að framan haustið 2007, frá framhurðum og fram úr, ásamt afturstuðara og speglum.

Hefur bara verið þjónustaður hjá sama umboðinu úti frá því hann var nýr, ásamt olíuskiptum hjá B&L hér heima.

Þetta er svo sweet bíll. Eiginlega upp á síðkastið er mér farið að þykja meira vænt um þennan bíl. Fannst hann ekkert sérstakur framan af, en núna sér maður þessa bíla í höndunum á strákum sem eyðileggja þá hratt. Nú er mér farið að finnast þessi bíll hálfgerður moli. Sweet í alla staði, sama kúpling og þegar ég fékk hann. Finnst ekkert að henni. Það sem þyrfti helst að gera er að skipta um dempara. Ég á svo til nýja afturdempara og gorma, þarf bara að kaupa að framan. Þá verður þessi bíll aftur eins og nýr að keyra. Það finnst örlítið í akstri að dempararnir eru ekki eins og nýjir.

Aksturinn er núna 147.000km um áramótin 2007-8

Author:  Aron Andrew [ Sun 30. Dec 2007 18:12 ]
Post subject: 

Æðislegur bíll, liturinn, felgurnar og nýju ljósin = 8) 8) 8)

Author:  iar [ Sun 30. Dec 2007 18:16 ]
Post subject: 

Schweet bíll!! =P~

Author:  Alpina [ Sun 30. Dec 2007 18:22 ]
Post subject: 

IMOLA og hvítt á E39 er hreint út sagt :loveit: :loveit:

Author:  basten [ Sun 30. Dec 2007 18:23 ]
Post subject:  Re: BMW M5 E39 Imolarot

saemi wrote:
Bíllinn er E39 M5, fyrst skráður 06.12.1999.

Svona leit hann út þegar ég náði í hann til Wunsiedel haustið 1996

Ég keypti mér E34 M5 leiktæki sumarið 1996 og ætlaði að láta það nægja. Nokkrum dögum seinna var ég að ráfa inni á mobile.de og sá þá þennan.


Þú ert væntanlega að meina 2006 :D

Author:  ömmudriver [ Sun 30. Dec 2007 18:27 ]
Post subject: 

Til hamingju með þennan gríðarlega smekklega ///M5 Sæmi =D>

Þessi litasamsetning er BARA svo fullkominn að ég á ekki til orð =P~

Author:  Bjarki [ Sun 30. Dec 2007 18:30 ]
Post subject: 

Virkilega svalur bíll...
...þetta var mjög skemmtileg ferð þegar við fórum að sækja bílinn!
Ég náttúrlega í rauðri peysu!
þvílíkt run sem við tókum svo eftir að við sóttum græna bílinn, þegar video'in eru tekin.
held að þar hafi löggildir 18 bláir verið staðnir.
....svo var ég búinn að gleyma merkingunum á græna bílnum :lol:

Author:  Henbjon [ Sun 30. Dec 2007 18:39 ]
Post subject: 

ótrúlega fallegur bíll!

Author:  bebecar [ Sun 30. Dec 2007 18:42 ]
Post subject: 

Ég reyndi mikið að sannfæra Svein um að rautt væri málið þegar hann keypti sinn E39 M5 - og sé núna að ég hafði augljóslega rétt fyrir mér :lol:

Virkilega flottur E39 M5 og klárlega að mínu mati flottasti liturinn fyrir E39 M5 (er líka alveg að fíla innréttinguna).

Author:  saemi [ Sun 30. Dec 2007 18:45 ]
Post subject:  Re: BMW M5 E39 Imolarot

basten wrote:
saemi wrote:
Bíllinn er E39 M5, fyrst skráður 06.12.1999.

Svona leit hann út þegar ég náði í hann til Wunsiedel haustið 1996

Ég keypti mér E34 M5 leiktæki sumarið 1996 og ætlaði að láta það nægja. Nokkrum dögum seinna var ég að ráfa inni á mobile.de og sá þá þennan.


Þú ert væntanlega að meina 2006 :D


Jú .. mér líður þannig..... takk :)

Author:  Mánisnær [ Sun 30. Dec 2007 18:55 ]
Post subject: 

Þetta er flottasti e39 á klakanum

Author:  bimmer [ Sun 30. Dec 2007 19:11 ]
Post subject:  Re: BMW M5 E39 Imolarot

saemi wrote:
basten wrote:
saemi wrote:
Bíllinn er E39 M5, fyrst skráður 06.12.1999.

Svona leit hann út þegar ég náði í hann til Wunsiedel haustið 1996

Ég keypti mér E34 M5 leiktæki sumarið 1996 og ætlaði að láta það nægja. Nokkrum dögum seinna var ég að ráfa inni á mobile.de og sá þá þennan.


Þú ert væntanlega að meina 2006 :D


Jú .. mér líður þannig..... takk :)


Hitt hefði verið magnað!!! :lol:

Hér er video frá SPA þar sem sá rauði er anzi mikið sideways:
http://www.onno.is/thordur/almennt/euro ... 290507.wmv

Rauður fer E39 M5 rosalega vel!!!

Author:  srr [ Sun 30. Dec 2007 19:14 ]
Post subject:  Re: BMW M5 E39 Imolarot

saemi wrote:
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5 & 518i, E34 "M5", E39 M5, E34 5??, E53 4.6is

Kominn á X5 ? 8)

Author:  saemi [ Sun 30. Dec 2007 19:37 ]
Post subject:  Re: BMW M5 E39 Imolarot

srr wrote:
saemi wrote:
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5 & 518i, E34 "M5", E39 M5, E34 5??, E53 4.6is

Kominn á X5 ? 8)


The imola duo :wink:

Image

Næsti bíll í bílar meðlima hjá mér :lol:

Author:  fart [ Sun 30. Dec 2007 19:38 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
Ég reyndi mikið að sannfæra Svein um að rautt væri málið þegar hann keypti sinn E39 M5 - og sé núna að ég hafði augljóslega rétt fyrir mér :lol:

Virkilega flottur E39 M5 og klárlega að mínu mati flottasti liturinn fyrir E39 M5 (er líka alveg að fíla innréttinguna).



Þá hefði ég líklega ekki látið vaða, því það var langauðveldast að fá gott eintak af E39M5 í CarbonSörtu.

En ég hef séð þennan dansa listhlaup á "skautum" á slaufunni og það var BARA SVALT!

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/