Já þá kom að því að ég seldi 540 og keypti mér peninga-sparara.
Um er að ræða 2001 árgerðina af 330d Touring. Ósköp venjulegur bara. Væntanlega ekki langur aukahlutalisti á fæðingarvottorðinu. Það helsta er bara rafmagn í öllum rúðum en ekki bara frammí og sportsæti. Held að rest sé bara staðalbúnaður en er ekki viss.
Læt myndirnar sjá um að tala sínu máli.
Næturmyndirnar eru teknar eftir að ég tók hann í gegn með 3 þrepa bóninu frá Meguars sem fæst í B&L. Það tók svo langan tíma að það var bara komið myrkur þegar ég loksins kláraði

Reyndar tók ég hann í gegn að innan líka. Myndar innanúr koma seinna þegar það hættir að rigna.
Ég er mjög sáttur með hann þó að hann er enganvegin nálægt því að vera eins skemmtilegur og E39 540iA en sá bíll var búinn að plata nógu mikið af peningum úr buddunni minni. Núna er það bara fresh start! Ætla væntanlega að byrja á að kaupa önnur ljós, hvítt allstaðar og svo shadowline lista og grill. En það á eftir að líða einhver tími þar til það gerist. Fyrst fer hann allavega til B&L þar sem settur verður nýr stuðari á hann og allar hlífar undir ásamt nýjum kastara. Hann lenti í smávegis hnjaski hjá fyrrverandi eiganda og er það ástæðan fyrir því að þokuljósaperan hangir neðan úr framstuðaranum hægra megin.