bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E30 316i 1990
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=25796
Page 1 of 1

Author:  flatbeat [ Wed 21. Nov 2007 13:17 ]
Post subject:  E30 316i 1990

Tók mig loksins til og bónaði elskuna mína á sunnudaginn, svo að þá kom loksins kjörið tækifæri að taka myndir af henni 8)

Bíllinn er mjög heillegur miðað við aldur og keyrður frekar lítið (145þús km). Eina slæma ryðið á honum er á einum sílsinum og er komið gat. Restin af ryðinu er bara yfirborðsryð sem má massa í burtu. Botninn er stráheill og alveg laus við ryð. Bíllinn hefur haft mjög fáa eigendur, en ég er 3. eða 4. eigandinn frá upphafi (man ekki hvort í bili :oops:) og hefur hann alltaf verið í eigu gamals fólks sem hugsaði mjög vel um hann :D Þess má geta að þegar ég keypti hann fyrir nokkrum mánuðum síðan þá var hann nýkominn úr viðgerðum og viðhaldi uppá rúman 300þús kall og gæti ég ekki verið meira sáttur miðað við verðmiðann sem ég keypti hann á :D

Hann er með M40b16 vél og framleiðir hún heil 102 hestöfl :lol:

Ef forvitnir vilja fá að vita, þá er hann með endurskoðun út á ljósarofann (búið að laga), hægri framluktin er full af raka og honum vantar ljósastillingu.

Image

Image

Image

Ég kem til með að pósta fleiri myndum þar sem ég hef planað að gera hitt og þetta fyrir bílinn :)

Og ef þið hafið einhverjar hugmyndir um hvað mætti gera til að gera hann betri þá megið þið alveg tjá ykkur (nema þið ætlið að stinga upp á felgum, þá veit ég það nú þegar :lol: )

Author:  jens [ Wed 21. Nov 2007 14:07 ]
Post subject: 

Flottur bíll og heillegur að sjá, láttu laga sílsann sem fyrst. Það þarf lítið till að gera hann svalann því hann er shadowline. Samlita spegla, felgur, lækkun og þokuljós og hann stein liggur.

Author:  Einarsss [ Wed 21. Nov 2007 14:27 ]
Post subject: 

jens wrote:
Flottur bíll og heillegur að sjá, láttu laga sílsann sem fyrst. Það þarf lítið till að gera hann svalann því hann er shadowline. Samlita spegla, felgur, lækkun og þokuljós og hann stein liggur.



get ekki séð það ;)


en eins og jens segir, samlita spegla og stuðara (samt ekki listann sem er stuðaranum) felgur, 60/40 lækkun, hella svört ljós+kastara... m tech I afturspoiler, xenon

innviðismodd væru til að byrja með Meira afl, swaybar kit, góða fjöðrun, strutbrace í húddið, sportsæti(venjulegu sætin eru ekki að gera sig)

Verður gaman að fylgjast með ef þú ætlar þér að breyta honum eitthvað af viti 8)

Author:  flatbeat [ Wed 21. Nov 2007 14:35 ]
Post subject: 

Ætlaði mér nú ekki að fara út í neinar trackgræju breytingar, en það mun eitthvað verða gert :)

Það sem ég hef planað so far eru kastarar, lækkun og samlitun, það er það sem ég er búinn að ákveða fyrir víst og mun gerast fyrst af öllu, en fyrst ég er fátækur námsmaður þá mun það ekki gerast allt í einu :(

Svo er líka spurning um að safna upp í heilsprautun, og verður þá litavalið áreiðanlega svartur eða steingrár. Finnst ég bara vera eitthvað svo mikið út úr að vera á ljósbláum E30 :lol:

Author:  bjahja [ Wed 21. Nov 2007 15:05 ]
Post subject: 

Fyrsta sem þú ættir að gera er að fá þér nýja númeraplötu, þessi gerir bílinn bara subbulegan.
Síðan er það spurning hvort það sé eitthvað vit í því að eyða pening í hann, ekki nema þú sért að plana swap í framtíðinni :wink:

Author:  Einarsss [ Wed 21. Nov 2007 15:17 ]
Post subject: 

persónulega þá myndi ég ekki fara eyða of mikið í hann nema að vera harðákveðinn í að eiga hann til lengri tíma og laga aflið .... 100hp verða hálfleiðinleg eftir mjög stuttan tíma

170hp er alveg í lagi en eftir að hafa keyrt m5 í einhverja mánuði í sumar virðist eiginlega allt vera kraftlaust... og þess vegna ákvað ég að fara í turbo og fá fleiri hö per KG miðað við e39 m5 :P

Author:  flatbeat [ Wed 21. Nov 2007 16:41 ]
Post subject: 

Það verður kannski swappað í framtíðinni, en ég hef einmitt hugsað mér að eiga þennan bara eiginlega þangað til hann deyr, eða amk stefna að því :wink:

Síðan veit ég ekki hve mikið ég á eftir að eyða í aflið, er að spá að setja kn síu uppá aðeins flottara hljóð en þá eiginlega bara er það komið. Ég er að hugsa meira út í útlitið og er að spá að hafa hann bara snyrtilegan og fínan frekar en race 8)

Author:  Axel Jóhann [ Wed 21. Nov 2007 17:41 ]
Post subject: 

Öss tilllukku með kaggann, er hann ssk eða bsk, ssk bílarnir mökkvirka alveg!


























:lol:

Author:  Alpina [ Wed 21. Nov 2007 19:29 ]
Post subject: 

Axel Jóhann wrote:
Öss tilllukku með kaggann, er hann ssk eða bsk, ssk bílarnir mökkvirka alveg!


:argh: :rollinglaugh: :rollinglaugh:

























:lol:

Author:  Uvels [ Wed 21. Nov 2007 21:39 ]
Post subject: 

ewerything for swap is ready m20b25 with gearbox,ECU,exaust,altenator,front brakes,rear brakes,drive shaft,driff, and all other stuff just for 150k!!
PM :wink:

Author:  flatbeat [ Wed 21. Nov 2007 22:00 ]
Post subject: 

Hann er náttúrulega bsk, eina vandamálið með það er að ssk bílarnir eru alveg að smóka mig hægri vinstri :shock: :shock: :shock: :lol:

Author:  Axel Jóhann [ Wed 21. Nov 2007 23:43 ]
Post subject: 

flatbeat wrote:
Hann er náttúrulega bsk, eina vandamálið með það er að ssk bílarnir eru alveg að smóka mig hægri vinstri :shock: :shock: :shock: :lol:




Really? :lol:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/