Tók mig loksins til og bónaði elskuna mína á sunnudaginn, svo að þá kom loksins kjörið tækifæri að taka myndir af henni
Bíllinn er mjög heillegur miðað við aldur og keyrður frekar lítið (145þús km). Eina slæma ryðið á honum er á einum sílsinum og er komið gat. Restin af ryðinu er bara yfirborðsryð sem má massa í burtu. Botninn er stráheill og alveg laus við ryð. Bíllinn hefur haft mjög fáa eigendur, en ég er 3. eða 4. eigandinn frá upphafi (man ekki hvort í bili

) og hefur hann alltaf verið í eigu gamals fólks sem hugsaði mjög vel um hann

Þess má geta að þegar ég keypti hann fyrir nokkrum mánuðum síðan þá var hann nýkominn úr viðgerðum og viðhaldi uppá rúman 300þús kall og gæti ég ekki verið meira sáttur miðað við verðmiðann sem ég keypti hann á
Hann er með M40b16 vél og framleiðir hún heil 102 hestöfl
Ef forvitnir vilja fá að vita, þá er hann með endurskoðun út á ljósarofann (búið að laga), hægri framluktin er full af raka og honum vantar ljósastillingu.
Ég kem til með að pósta fleiri myndum þar sem ég hef planað að gera hitt og þetta fyrir bílinn
Og ef þið hafið einhverjar hugmyndir um hvað mætti gera til að gera hann betri þá megið þið alveg tjá ykkur (nema þið ætlið að stinga upp á felgum, þá veit ég það nú þegar

)
_________________
Ragnar Halldórsson.
M. Benz 320CE '93 - My precious
BMW E30 316i '90 - Bíter
M. Benz 260e '87 - Seldur
Nissan Sunny

- Pressaður
