bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW 530 Disel - MR.X edition - 1/8 mílu tími kominn https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=25632 |
Page 1 of 1 |
Author: | Jón Bjarni [ Mon 12. Nov 2007 22:09 ] |
Post subject: | BMW 530 Disel - MR.X edition - 1/8 mílu tími kominn |
Jæja kraftsmenn og konur Loksins lætur maður verða af því að gera smá þráð um bílinn ![]() Þetta er sem sagt E-39 530DA sem kom frá BMW 07/10/2002 og var ekinn um 132000 km þegar ég fékk hann en núna er hann kominn rétt yfir 143000 km Billinn er semsagt svartur með gráu leðri og mér finnst það með flottari lita comboi sem ég hef séð á E-39. Það er eitt og annað sem ég er búinn að gera fyrir bílinn síðan ég fékk hann, en skemmtilegasta moddið er líklega það að láta hr. X breyta mappinu á bílnum, bara sú breyting gaf miklu meiri kraft en ég hafði vonast til. Hann er þokkalega hlaðinn búnaði Hér er pöntunarlistinn ORDER OPTIONS No. Description 210 DYNAMIC STABILITY CONTROL (DSC) 249 MUTLI-FUNCTION FOR STEERING WHEEL 302 ALARM SYSTEM 403 GLAS ROOF, ELECTRIC 423 FLOOR MATS, VELOUR 428 WARNING TRIANGLE 459 SEAT ADJUSTM., ELECTR. W MEMORY F DRIVER 465 THROUGH-LOAD SYSTEM 494 SEAT HEATING F DRIVER/FRONT PASSANGER 508 PARK DISTANCE CONTROL (PDC) 534 AUTOMATIC AIR CONDITIONING 601 TV FUCTION 609 NAVIGATION SYSTEM PROFESSIONAL 644 PREP. FOR. MOB. PH. BLUET. INTERF. 676 HIFI LOUDSPEAKER SYSTEM 801 GERMANY VERSION 863 EUROPE/DEALER DIRECTORY 879 GERMAN/OWNERS HANDBOOK/SERVICE BOOKLET 915 BODY SKIN CONSERVATION, DELETION 934 WINTER TYRES ON LT/ALY WHEELS SERIES OPTION No. Descripion 202 STEPTRONIC 266 LT/ALY WHEELS RADIAL SPOKE 48 520 FOGLIGHTS 548 SPEEDOMETER WITH KILOMETER READING 851 LANGUAGE VERSION GERMAN INFORMATION No. Description 464 SKIBAG 473 ARMREST, FRONT 555 ON-BOARD COMPUTER En sem sagt ég fékk þennan bíl í hendurnar 16 júní, og er aðeins búinn að breyta honum. #1. Það fyrsta sem ég gerði var að setja glær stefnuljós #2. Stuttu síðar keypti ég 18'' felgur á hann. #3. Þótt að kraftur væri ekkert til að vera óánægður með þá talaði ég við þórð og fyrir milligöngu hans var tölvan úr bílnum send út til Hr. X og hann breytti henni aðeins og jók hestöflin úr 193 í sirka 250 og togið fór frá 400 Nm uppí 500 Nm+ #4. Síðan eftir að þetta var búið keypti ég ný ljós á hann sem ég er mjög ánægður með. #5. Þar sem að það var ekki magasín í honum þá ákvað ég frekar að láta Ipod tengi í hann, það fékk ég í nesradíó og ákvað að taka frekar aðeins dýrar týpu til að geta haft ipodinn inní í hanskahólfi en ekki í standi á innréttingunni Það er enn nokkrir hlutir sem mig langar að gera og eru á stefnuskránni þegar peningar leyfa. Það er: Læst drif Dekkja rúður með filmu að aftan og láta dökkt gler að framan Ný afturljós Þegar ég byrjaði að skrifa þetta taldi ég að ég ætti aðeins fleiri myndir af honum en svo kom á daginn að ég hef ekki verið of duglegur að taka myndir af mínum eigin bíl, en það verður lagað þegar ég fæ þokkalegt veður í myndatökur. en hérna eru nokkrar myndir af honum eins og hann var í þýskalandi: ![]() ![]() Síðan eru nokkrar myndir sem ég hef tekið af honum hérna heima ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() Síðan er ein hérna sem Danni tók á samkomu fyrir stuttu síðan ![]() Ég get allaveganna sagt að þetta er hrikalega skemmtilegur bíll og ég sé ekki eftir því að hafa keypt hann, Þrátt fyrir að fólk hafi verið svona svartsýnt á díselinn, en ég get sagt að það er indi að eiga bíl með þessum krafi sem eyðir ~10 innanbæjar og 6 eða 7 á langkeyrslu er hreinn draumur ![]() |
Author: | aronjarl [ Mon 12. Nov 2007 23:35 ] |
Post subject: | |
var ég ekki að gefa við þig á Benzanum minum um helgina ? 530d bara fínir bílar.! til hamingju. |
Author: | Jón Bjarni [ Mon 12. Nov 2007 23:42 ] |
Post subject: | |
aronjarl wrote: var ég ekki að gefa við þig á Benzanum minum um helgina ?
530d bara fínir bílar.! til hamingju. Jújú það passar.. það er einginn smá kraftur í þessum bíl hjá þér ![]() |
Author: | Tommi Camaro [ Mon 12. Nov 2007 23:50 ] |
Post subject: | |
Flappinn wrote: aronjarl wrote: var ég ekki að gefa við þig á Benzanum minum um helgina ? 530d bara fínir bílar.! til hamingju. Jújú það passar.. það er einginn smá kraftur í þessum bíl hjá þér ![]() ![]() |
Author: | Tommi Camaro [ Mon 12. Nov 2007 23:52 ] |
Post subject: | |
væri ekkert smá til í svona 530 bíll setja í hann m5 drifið mitt m5 púst kút oðrum megin fá svona 00 look á hann síðan bremsurnar og fjöðrun það væri svalt combo |
Author: | Alpina [ Tue 13. Nov 2007 00:00 ] |
Post subject: | |
Tommi Camaro wrote: væri ekkert smá til í svona 530 bíll setja í hann m5 drifið mitt m5 púst kút oðrum megin fá svona 00 look á hann síðan bremsurnar og fjöðrun
það væri svalt combo og svo ,,,,BYRJA ![]() ![]() |
Author: | Kwóti [ Tue 13. Nov 2007 00:05 ] |
Post subject: | |
mjög fallegur bíll hjá þér til lukku með gripinn annars á ég alveg eftir að keyra/sitja uppí dísel bimmum, með fullri viriðingu myndi ég taka bensín anyday en maður vill náttúrulega bara það sem maður þekkir |
Author: | Einarsss [ Tue 13. Nov 2007 08:38 ] |
Post subject: | |
get vottað að diesel er helvíti skemmtilegt. Ef ég væri að leita að öðrum DD þá væri hakað við diesel í leitina ![]() En ef um væri að ræða bíl til að leika sér á þá yrði bensín fyrir valinu. Mjög flottur bill annars ![]() |
Author: | Svezel [ Tue 13. Nov 2007 09:11 ] |
Post subject: | |
diesel powah! ![]() Áttu engar myndir af 18"? |
Author: | Jón Bjarni [ Tue 13. Nov 2007 09:34 ] |
Post subject: | |
Svezel wrote: diesel powah!
![]() Áttu engar myndir af 18"? Nei ég var eitthvað latur með myndavélina í sumar... ég skelli þeim undir og tek nokkrar myndir við tækifæri |
Author: | ///MR HUNG [ Tue 13. Nov 2007 11:57 ] |
Post subject: | |
Kwóti wrote: mjög fallegur bíll hjá þér til lukku með gripinn Þú átt mikið eftir ólært minn kæri annars á ég alveg eftir að keyra/sitja uppí dísel bimmum, með fullri viriðingu myndi ég taka bensín anyday en maður vill náttúrulega bara það sem maður þekkir ![]() |
Author: | Jón Bjarni [ Tue 17. Jun 2008 22:03 ] |
Post subject: | |
Svolítið langt síðan ég póstaði eitthvað í þennan þráð... en hér kemur smá update. Nú var maður að lenda heima eftir skemmtilega helgi og ég get ekki sagt annað en að ég sé alltaf að verða ánægðari og ánægðari að eiga þennan bíl. Ég keyrði 1282 km þessa 5 daga og tók þátt í götuspyrunni og eyðslan var ekki að svíkja mann.. 102,6 lítrar eða rétt um 8 lítrar á hundraði. Ekki slæmt fyrir bíl sem er 250 hestöfl. Ég spyrnti í fyrsta sinn við 540 bimma, Nánar til tekið E-34 touring 6 gíra beinskiptan bílinn hans bjarkah hérna á spjallinu. Þar kom í ljós að MR.X var allveg að kunna að vinna vinnuna sína og hafði dísellinn 540 bimmann ![]() Götuspyrnan var líka á dagskrá þessa helgi og ég var með. 6 sílendra flokkurinn samanstóð af 10 bílum 1. BMW 530D 2. BMW Z3 með 75 hestafla nítrói 3. Nissan 350Z með superchrager 4. Nissan Skyline R33 GTS-T 5. Toyota Supra 6. BMW 535i Jón mar á þennan 7. BMW 325i lulex minnir mig að eigi þennan 8. BMW 535 srr á þennan 9. BMW 325 túrbó stefan á þennan 10. porsche sem haukur racer á Ég tók þátt í þessu uppá gamanið en auðvitað hefði verið gaman að komast lengra en ég komst Í tímatöku rönninu lenti ég við hliðina á skyline og hann rétt hafði mig, enda var ég í 3 skipti að keyra eftir ljósum. Ég veit ekki hvaða tíma ég fékk úr tímatökunni en hann var allaveganna það slakur að ég lenti á móti suprunni. Það vori 2 skemmtileg rönn sem ég fékk að horfa á supruna stinga mig af, en tíminn sem ég náði var ekki svo arfaslakur, 9,06 var besti tíminn hjá mér og ég var virkilega sáttur við þennan tíma. svona voru bíladagar hjá mér.. Nú bíð ég eftir að kvartmílan opni svo ég geti séð hvað bíllinn er sneggri eftir MR.X tjúnið... fyrir það var tíminn 15,2 og ég vona að ég geti náð honum niður í 14,0 eða neðar ein mynd eftir smá þrif áðan ![]() KV Jón Bjarni |
Author: | Mánisnær [ Tue 17. Jun 2008 23:17 ] |
Post subject: | |
Leiðinlegt að sjá þessu sjoppulegu ljós á annars gullfallegum bimma. En jú chipped 530d eru rosalegir vagnar, hvaða tíma tekur e39 540? |
Author: | Jón Bjarni [ Thu 19. Jun 2008 11:52 ] |
Post subject: | |
Mánisnær wrote: Leiðinlegt að sjá þessu sjoppulegu ljós á annars gullfallegum bimma.
En jú chipped 530d eru rosalegir vagnar, hvaða tíma tekur e39 540? ![]() ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |