bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW E46 330d Touring - bls. 3
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=24934
Page 1 of 4

Author:  Danni [ Sat 13. Oct 2007 06:23 ]
Post subject:  BMW E46 330d Touring - bls. 3

Já þá kom að því að ég seldi 540 og keypti mér peninga-sparara.

Um er að ræða 2001 árgerðina af 330d Touring. Ósköp venjulegur bara. Væntanlega ekki langur aukahlutalisti á fæðingarvottorðinu. Það helsta er bara rafmagn í öllum rúðum en ekki bara frammí og sportsæti. Held að rest sé bara staðalbúnaður en er ekki viss.

Læt myndirnar sjá um að tala sínu máli.
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Næturmyndirnar eru teknar eftir að ég tók hann í gegn með 3 þrepa bóninu frá Meguars sem fæst í B&L. Það tók svo langan tíma að það var bara komið myrkur þegar ég loksins kláraði :shock: Reyndar tók ég hann í gegn að innan líka. Myndar innanúr koma seinna þegar það hættir að rigna.

Ég er mjög sáttur með hann þó að hann er enganvegin nálægt því að vera eins skemmtilegur og E39 540iA en sá bíll var búinn að plata nógu mikið af peningum úr buddunni minni. Núna er það bara fresh start! Ætla væntanlega að byrja á að kaupa önnur ljós, hvítt allstaðar og svo shadowline lista og grill. En það á eftir að líða einhver tími þar til það gerist. Fyrst fer hann allavega til B&L þar sem settur verður nýr stuðari á hann og allar hlífar undir ásamt nýjum kastara. Hann lenti í smávegis hnjaski hjá fyrrverandi eiganda og er það ástæðan fyrir því að þokuljósaperan hangir neðan úr framstuðaranum hægra megin.

Author:  Alpina [ Sat 13. Oct 2007 07:54 ]
Post subject: 

uuuu.. afhverju 540---330d

til hamingju engu að síður með bílinn

Author:  Danni [ Sat 13. Oct 2007 08:17 ]
Post subject: 

Takk fyrir.


Langaði að yngja upp og minnka við mánaðargreiðslur bæði í afborgunum og eldsneytiskostnaði. 330d gerir bæði. Ég á hálfan tank eftir og ég er búinn að keyra svo mikið að ljósið væri komið á 540.

Author:  Alpina [ Sat 13. Oct 2007 08:33 ]
Post subject: 

Danni wrote:
Takk fyrir.


Langaði að yngja upp og minnka við mánaðargreiðslur bæði í afborgunum og eldsneytiskostnaði. 330d gerir bæði. Ég á hálfan tank eftir og ég er búinn að keyra svo mikið að ljósið væri komið á 540.


AFL + vinnsla ????? nákvæm og heiðarleg

Author:  Zeus [ Sat 13. Oct 2007 11:25 ]
Post subject: 

Til hamingju með bílinn!

Author:  Aron Fridrik [ Sun 14. Oct 2007 22:06 ]
Post subject: 

helsvalur bíll..



þó að hann sé fjölskyldulegur :lol: 8)

Author:  Ingvar..! [ Mon 15. Oct 2007 02:13 ]
Post subject: 

Alpina wrote:
Danni wrote:
Takk fyrir.


Langaði að yngja upp og minnka við mánaðargreiðslur bæði í afborgunum og eldsneytiskostnaði. 330d gerir bæði. Ég á hálfan tank eftir og ég er búinn að keyra svo mikið að ljósið væri komið á 540.


AFL + vinnsla ????? nákvæm og heiðarleg


Ha ? þú bullar bara endalaust !

Flottur bíll !

Author:  Angelic0- [ Mon 15. Oct 2007 02:15 ]
Post subject: 

Ingvar..! wrote:
Alpina wrote:
Danni wrote:
Takk fyrir.


Langaði að yngja upp og minnka við mánaðargreiðslur bæði í afborgunum og eldsneytiskostnaði. 330d gerir bæði. Ég á hálfan tank eftir og ég er búinn að keyra svo mikið að ljósið væri komið á 540.


AFL + vinnsla ????? nákvæm og heiðarleg


Ha ? þú bullar bara endalaust !

Flottur bíll !


Ég skildi þetta svo;

"Geturu tjáð þig um aflið og vinnsluna í bílnum.. nákvæmt og heiðarlegt svar væri æskilegt."

Author:  Ingvar..! [ Mon 15. Oct 2007 02:18 ]
Post subject: 

Maður þarf að hafa búið með munkum í tugi ára til að skilja þennan Alpina gæja.

Author:  Danni [ Mon 15. Oct 2007 03:01 ]
Post subject: 

Angelic0- wrote:
Ingvar..! wrote:
Alpina wrote:
Danni wrote:
Takk fyrir.


Langaði að yngja upp og minnka við mánaðargreiðslur bæði í afborgunum og eldsneytiskostnaði. 330d gerir bæði. Ég á hálfan tank eftir og ég er búinn að keyra svo mikið að ljósið væri komið á 540.


AFL + vinnsla ????? nákvæm og heiðarleg


Ha ? þú bullar bara endalaust !

Flottur bíll !


Ég skildi þetta svo;

"Geturu tjáð þig um aflið og vinnsluna í bílnum.. nákvæmt og heiðarlegt svar væri æskilegt."


Ef það er meiningin.

Þá er þetta sæmilegt afl. 184hp og 390nm. Hefði verið allt í lagi að vera með 204 hp og 410nm vélinni sem kom í 330d nokkrum mánuðum eftir að þessi rann út úr kúnni.

En virknin er sæmileg. Annars hef ég ekki reynt mikið á vinnsluna öðruvísi en að hann getur komið mér hratt á milli staða ef þess þarf (og ég skipulegg minn dag þannig að þess þarf ekki).

Ef ég væri að leita að bíl út af virkninni, þá myndi ég aldrei láta mér detta í hug að kaupa 330d. En ég er ekki að leita að þannig bíl. Núna er mitt markmið að vera bara á bíl sem er ódýr í rekstri og með lægri afborganir. Spara pening og halda áfram með skólann. Leitt að segja það en 540 er ekki bíll sem maður sparar pening á. Einsog þetta eru alveg stórglæsilegir bílar! Besti bíll sem ég hef átt en sumu verður maður bara að fórna!

Author:  Danni [ Mon 15. Oct 2007 04:17 ]
Post subject: 

Já og svo eru hér myndar að innan:

Image
Image
Image
Image

Author:  Bjorgvin [ Mon 15. Oct 2007 11:26 ]
Post subject: 

Verð nú samt að segja að mér fannst 330D miklu kvikari bíll en 540 :cry: Kannski er það að stríða mér að hvarfakútarnir eru ekki undir og þetta hroðalega prumphljóð í bílnum truflar mann endlaust og svo er náttúrulega ekki hægt að fara uppfyrir 60 km hraða á þessum helvítis felgum - :lol:

330 verður stórglæsilegur þegar búið verður að gera við tjónið sem kom á hann eftir spónaplötuna sem skautaði undir honum....

Kveðja

Author:  Angelic0- [ Mon 15. Oct 2007 13:15 ]
Post subject: 

Bjorgvin wrote:
Verð nú samt að segja að mér fannst 330D miklu kvikari bíll en 540 :cry: Kannski er það að stríða mér að hvarfakútarnir eru ekki undir og þetta hroðalega prumphljóð í bílnum truflar mann endlaust og svo er náttúrulega ekki hægt að fara uppfyrir 60 km hraða á þessum helvítis felgum - :lol:

330 verður stórglæsilegur þegar búið verður að gera við tjónið sem kom á hann eftir spónaplötuna sem skautaði undir honum....

Kveðja

Author:  Hannsi [ Mon 15. Oct 2007 17:44 ]
Post subject: 

Angelic0- wrote:
Bjorgvin wrote:
Verð nú samt að segja að mér fannst 330D miklu kvikari bíll en 540 :cry: Kannski er það að stríða mér að hvarfakútarnir eru ekki undir og þetta hroðalega prumphljóð í bílnum truflar mann endlaust og svo er náttúrulega ekki hægt að fara uppfyrir 60 km hraða á þessum helvítis felgum - :lol:

330 verður stórglæsilegur þegar búið verður að gera við tjónið sem kom á hann eftir spónaplötuna sem skautaði undir honum....

Kveðja


bara bæta við það sem Viktor gleymdi En þeirm eru í ;)

Author:  Angelic0- [ Mon 15. Oct 2007 18:03 ]
Post subject: 

Það sem að ég ætlaði að segja er að það er enginn reasonator, hvarfakútarnir eru í....

Ef að þú fílar ekki hljóðið.. þá er ég farinn að hallast að því að þú sért eitthvað hommskur !

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/