Jæja góðir kraftsmenn, hef lengi ætlað að gera þráð um bílinn. En svo hefur það alltaf dregist á langinn..
Ég semsagt keypti E36 328iA síðastliðinn mars, og hefur það ekki verið alltaf dans á rósum. Byrjaði nátturlega að ætla koma á hann m50b25 soggrein, og fór og keypti mér slíka, og þá koma það í ljós að ég hefði verin látinn fá b20 soggrein, þannig það þurfti að fara skila henni og finna aðra b25.
Að lokum fanst hún og var henni komið á, eftir langar pælingar og mikið þras, þá loksins komst þetta saman eftir að hafa keypt fullt af beygjum, T stykkjum, hosum og þess háttar.
En svo var pælingin alltaf að breyta honum í bsk, og var pælingin að gera það yfir veturinn meðan hann væri í dvala. En svo lenti ég í því skemmtilega atviki að slíta skiptibarkann, og ekki var ég að fara kaupa nýjann barka þar sem ég fann hvergi barka. Þannig það var bara vaðið í það að finna gírkassa, og partabíl til að rífa pedalasettið, þrælana og slöngurnar á milli.
Svo lenti ég í því leiðindar atviki í sumar vikuna fyrir bíladaga að fara á kant og beygja stífu og brjóta felgu.
Og viti menn, bíllinn aftur inn í skúr og afturhjólastellið undan eins og það lagði sig og tankurinn úr því ég þurfti að skipta um bremsurörið sem kemur yfir tankinn.
Svo loks í síðustu viku komu hlutirnir sem ég pantaði frá schmiedmann, og fer maður nú í það á næstu dögum að raða saman svo maður geti farið að láta bílinn standa í hjólin.
En á hér nokkrar myndir af bílnum, reyndar áður en ég tók og filmaði hann.



BMW E36 328iA
Með 2,8L. Línu 6
Beinskiptur
Rally Art frammstólar.
Pluss æklæði afturí
Árgerð 1995
Rafmagn í rúðum, speglum og topplúgu
Þjófavörn
Bíllinn var fluttur inn af Georg (oft kenndur við Uranus) og kom bíllinn á götuna hérna 22. ágúst 2003 þá ekinn 113.360 km.
Búið er að breyta ýmsu í bílnum og er það eftirfarandi:
Complete fjöðrunarkerfi.
Stillanlegur camber framan og aftan.
Tvöfalt 2,5” DTM púst er á honum (m3 endakútur.)
Hvít stefnuljós eru á honum að framan og rauð og hvít að aftan (In-Pro) Ásamt LED (díóðu) stefnuljósum á hliðum (In-Pro)
Búið er að setja Superchip í bílinn (þrælvirkar)
Viper responder (2 way) þjófavörn.
Þá er ég búinn að setja glasahöldur í miðjustokkinn við handbremsuna.
Bíllinn kom af framleiðslulínunni 23.02.1995 og voru tveir eigendur að bílnum í Þýskalandi.
Útbúnaður í bílnum er eftirfarandi.
Order options
No. Lýsing
240 Leðurstýri
243 Líknarbelgur fyrir farþega
314 Hitaðir rúðusprautustútar
320 Ekkert 328 merki aftan á honum
401 Tvívirk rafmagnstopplúga
411 Rafmagn í rúðum
423 Velúr gólfmottur
451 Hæðarstillanlegt farþegasæti (frammí)
465 Niðurfellanlega aftursæti
473 Armpúði frammí
488 Mjóbaksstuðningur frammí
494 Hiti í framsætum
498 Höfuðpúðar afturí
508 Bakkskynjarar aftan (PDC)
510 Rafdrifin hæðarstilling á aðalljósum
530 Loftkæling (Air conditioning)
556 Útihitamælir
669 RADIO BMW BUSINESS RDS (Alpine MP3 spilar)
690 CASSETTE HOLDER (glasahöldur núna).
En svo er eftirfarandi það sem maður vill breyta, og þar sem að eftir tjónið skemmdi ég frammstuðarann, var ekki annað tekið í mál en að fá sér M stuðara, og ætla ég mér að reyna redda mér öllu M kitinu á hann -spegla. En svo eru nokkrar breytingar sem maður vill fara út í;
-M frammstuðari.
-M afturstuðari.
-M sílsar.
-M hurðalistar.
-LSD.
-Strut brace framan og aftan.
-X brace.
-Lip á skottlok.
-Efri spoiler.
-Sportstýri þriggja arma.
-Facelift frammstykki.
-Staggered felgur.
En svo þarf ég að koma með myndir næstu daga að því sem að er að gerast í skúrnum, en þar er ég búin að taka allt hjólastellið eins og það leggur sig undan að aftan, og bensíntankinn, því ég þarf að skipta um bremsurörið sem liggur yfir tankinn, en ákvað það líka að skipta um allar fóðringar í afturhjólastelli og setja poly í stólinn, og þá var ekki annað tekið í mál en að sprauta grjótkvoðu yfir allan undirvagninn að aftan.
Þannig það þurfti að fara pússa í burtu ryð og drullu sem var þar fyrir.
Jæja smá update, læt myndirnar tala;











