bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
E30 320i Touring - Með m20b25 og RD Flækjur... Video bls.25 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=24616 |
Page 1 of 26 |
Author: | Steini B [ Sat 29. Sep 2007 15:51 ] |
Post subject: | E30 320i Touring - Með m20b25 og RD Flækjur... Video bls.25 |
Jæja, nú er ég loksins aftur kominn með BMW ![]() Fór í bæinn í gærkvöldi og sótti bílinn, þurfti reyndar að draga hann þar sem það þarf aðeins að kíkja á vélina fyrst... En Haffi (Turbo-) og Kobbi (Lindemann) voru svo góðhjartaðir að bjóðast til þess að hjálpa mér... ![]() Takk strákar ![]() Ferðin gekk bara mjög vel miðað við leiðinlegt veður, og tók ekki nema sirka 1 og hálfann tíma... Ætlaði að taka einhverjar myndir, en var bara varla hægt vegna veðurs... En bíllinn sem um ræðir er BMW E30 320i Touring árgerð 1990 (gamli JOGA) Búnaður Topplúga 15" felgur M-tech I stýri M-tech gírhnúður Shadowline Kastarar Rauð afturljós Orginal hliðarkitt sem kom á betri gerðum Touring Diskar allan hringinn eins og Touring sæmir Rafmagn í framrúðum Hiti í speglum Það er búið að endurnýja helling og held að það fari ekkert að stoppa núna... ![]() En það sem þarf að gera svo hann geti farið að keyra er bara að skipta um rockerarm (fékk auka hedd með svo ég á fullt af auka örmum), og síðan er ég strax búinn að kaupa Tímareim sem ég ætla að skipta um í leiðinni, og fóðringu í gírstöngina ![]() Síðan er planið að breyta honum allmikið... ![]() En meira um það síðar... ![]() En nóg um blaður, hérna eru nokkrar myndir frá fyrri eiganda, tek nýjar um leið og ég mun kaupa mér nýja myndavél... ![]() ![]() ![]() ![]() |
Author: | Einarsss [ Sat 29. Sep 2007 15:59 ] |
Post subject: | |
til hamingju með þennan ![]() |
Author: | ///M [ Sat 29. Sep 2007 16:05 ] |
Post subject: | |
einarsss wrote: til hamingju með þennan
![]() lestu aftur |
Author: | JOGA [ Sat 29. Sep 2007 16:21 ] |
Post subject: | |
Til hamingju með vagninn. Verður gaman að fylgjast með þessu hjá þér. |
Author: | Uvels [ Sat 29. Sep 2007 16:39 ] |
Post subject: | |
nice car ![]() |
Author: | Lindemann [ Sat 29. Sep 2007 18:17 ] |
Post subject: | |
það var gaman að stýra þessum blindandi yfir hellisheiðina ![]() mæli með því fyrir alla |
Author: | gunnar [ Sat 29. Sep 2007 18:25 ] |
Post subject: | |
Er ekki kjörið að stækka frekar mótorinn heldur en að gera við þennan ? |
Author: | Steini B [ Sat 29. Sep 2007 18:38 ] |
Post subject: | |
Það er nú ekki mikið að gera við... En það verður farið út í eitthvað stærra seinna, hef bara hvorki tíma né pening í það núna... Þetta er alveg nóg til að byrja með. Ég meina, ekki það að bíllin á undan hafi verið einhver hrossaverksmiðja... ![]() |
Author: | Róbert-BMW [ Sat 29. Sep 2007 18:55 ] |
Post subject: | |
Til hamíngju með nýja bruman ![]() |
Author: | ömmudriver [ Sat 29. Sep 2007 23:15 ] |
Post subject: | |
Til hamingju með þennan Steini, hvað á annars að eiga hann lengi ![]() |
Author: | Steini B [ Sun 30. Sep 2007 11:42 ] |
Post subject: | |
Hahaha, vonandi að það verði lengur en allir hinir til samans... ![]() |
Author: | Misdo [ Sun 30. Sep 2007 19:58 ] |
Post subject: | |
uss til hamingju ![]() |
Author: | Steini B [ Sun 30. Sep 2007 23:54 ] |
Post subject: | |
*edit* Vitlaus þráður... ![]() |
Author: | IngóJP [ Sun 30. Sep 2007 23:55 ] |
Post subject: | |
Fullur? |
Author: | Steini B [ Mon 01. Oct 2007 00:29 ] |
Post subject: | |
Búinn að vera að dunda mér aðeins í dag að skrúfa í sundur... Svosem ekki búinn að gera mikið, byrjaði á því að taka lokið af heddinu til þess að skoða þennann arm... svona leit það út... ![]() Svo er ég búinn að tæma vatnskassann, en ég varð að búa mér til eitthvað til þess að láta leka í, ákvað að hafa þetta bara mjög einfalt... ![]() ![]() ![]() Svo tók ég loftsíuboxið og fullt af snúrum og slöngum í burtu og á bara eftir að ná einum helvítis bolta sem er á bak við eina slöngu til þess að losa soggreinina af... ![]() |
Page 1 of 26 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |