bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

540iA Der Autosturmbahnführer Kominn á Ísl. númer,, NH 881
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=2457
Page 1 of 6

Author:  Alpina [ Thu 28. Aug 2003 22:31 ]
Post subject:  540iA Der Autosturmbahnführer Kominn á Ísl. númer,, NH 881

Sælir ágætu meðlimir hér er bíllinn minn og óska ég eftir
allskonar ,,comment,, jákvætt eða neikvætt

VOILA...... http://solpallar.com/bmw/

Sv.H

Author:  GHR [ Thu 28. Aug 2003 22:39 ]
Post subject: 

Váá þetta er sjúk græja!!!!!
Öfunda þig ekkert smá :angel:

Klikkað fallegur :shock:

Author:  Logi [ Thu 28. Aug 2003 22:39 ]
Post subject: 

Vááá, þetta er sjúklega fallegur bíll og örugglega bara fullkominn. Og þessar felgur maður, uss uss uss, pottþéttar. Innilega til hamingju með gripinn!!!!

Author:  ta [ Thu 28. Aug 2003 22:42 ]
Post subject: 

mjög flottur og eigulegur gripur.
eru breytingar eru á dagskrá?
hvít stefnuljós eða viljum við hafa þetta 100% orginal?

Author:  Svezel [ Thu 28. Aug 2003 22:42 ]
Post subject: 

Ég get ekki annað sagt sem fyrrverandi E39 eigandi(eða bara bílaáhugamaður yfir höfuð) að þetta er sjúklega laglegur bíll og það eina sem ég myndi gera eru hvít stefnuljós. Þá er hann líka fullkominn.

Eftir að hafa lesið þennan pistil frá þér og svo skoðað myndirnar þá er ég nú 100% ákveðinn; E39 540 verður minn næsti bíll!

Author:  Alpina [ Thu 28. Aug 2003 22:58 ]
Post subject: 

Takk kærlega fyrir hlý ummæli...
já það sem verður gert er þetta:http://www.bmwspecialisten.dk/e39/e39_lygter.htm#Forlygteglas, forkromet m. hvide blink

og þetta http://www.bmwspecialisten.dk/e39/e39_lygter.htm#Røde og hvide lygter

og ÞETTA http://www.bmwspecialisten.dk/e39/e39_tuning.htm#Side by Side sportsudstødnings-systemer i M5 look

Sv.H

Author:  Gunni [ Thu 28. Aug 2003 23:06 ]
Post subject: 

Innilega til hamingju Sveinbjörn. Þetta er yndislega fallegur bíll, litasamsetningin (blár/hvítur) samsetningin er líka frábær, ég elska þennan bláa lit! Líka geðveikar felgur, en eru þetta ekki eins felgur og þú varst með á e34 530 bílnum ?

Author:  Haffi [ Thu 28. Aug 2003 23:08 ]
Post subject: 

Bjútífúl í alla staði !!!

Author:  Alpina [ Thu 28. Aug 2003 23:12 ]
Post subject: 

Það er rétt hjá þér Gunni...... Sömu felgur

Radialstyling 32

Sv.H

Author:  Djofullinn [ Thu 28. Aug 2003 23:21 ]
Post subject: 

Glæsilegur bíll ;)

Author:  iar [ Thu 28. Aug 2003 23:47 ]
Post subject: 

Alpina wrote:
Ég skora á alla sem hafa ráð eða efni á að komast í þá aðstöðu að geta keypt svona bíla (( M5 540 AMG Audi RS osfrv....)) að láta drauminn rætast,,,,,,,,,,,


Koma tímar koma ráð! ;-) Gadem flott græja! Innilega til lukku með kaggann!

Djö sem mér líkar listarnir í innréttingunni svona heldur en með viðaráferð. Þó vissulega sé það klassískt, sérstaklega ef það er ekta viður en ég er miklu hrifnari af svona listum. Ætli þeir séu nokkuð til aðeins ljósari? Það myndi reyndar ekki gera neitt gott á þessum en eflaust flott ef innrétting er alsvört.

Varðandi breytingar þá held ég það sé lítið hægt að gera við hann nema etv að setja 2000 facelift fram- og afturljósin á hann. Þá verður hann Wunderbar! :-)

Skemmtilegt hvað hann gleypir 18" felgurnar eins og ekkert sé og samsvarar sér alveg ótrúlega á þeim.

Enn og aftur til lukku!

PS: Hvenær kemur kagginn svo til landsins og á SAMKOMU??

Author:  saemi [ Thu 28. Aug 2003 23:50 ]
Post subject: 

Ufff ufff ufff.. ég verð bara veikur.

Það er sko ekki spurning að maður þarf að fá sér svona vagn. OG ÞAÐ SEM FYRST!

Alveg frábærlega fallegur gripur. Eina sem ég gæti beðið um í viðbót eru nokkur naut í innréttinguna og BBS crossspoke felgur!

Verst að maður er að láta skynsemina trufla sig aðeins og reyna að bíða örlítið...

Sæmi

Author:  Gunni [ Thu 28. Aug 2003 23:52 ]
Post subject: 

saemi wrote:
Ufff ufff ufff.. ég verð bara veikur.

Það er sko ekki spurning að maður þarf að fá sér svona vagn. OG ÞAÐ SEM FYRST!

Alveg frábærlega fallegur gripur. Eina sem ég gæti beðið um í viðbót eru nokkur naut í innréttinguna og BBS crossspoke felgur!

Verst að maður er að láta skynsemina trufla sig aðeins og reyna að bíða örlítið...

Sæmi


En eru ekki mumu á sætunum ??

Author:  iar [ Thu 28. Aug 2003 23:53 ]
Post subject: 

saemi wrote:
Ufff ufff ufff.. ég verð bara veikur.

Það er sko ekki spurning að maður þarf að fá sér svona vagn. OG ÞAÐ SEM FYRST!

Alveg frábærlega fallegur gripur. Eina sem ég gæti beðið um í viðbót eru nokkur naut í innréttinguna og BBS crossspoke felgur!

Verst að maður er að láta skynsemina trufla sig aðeins og reyna að bíða örlítið...

Sæmi


Neinei!! Skynsemi Smynsemi! Group-buy sem fyrst! ;-) Fáum magnafslátt! :-D

Author:  saemi [ Thu 28. Aug 2003 23:59 ]
Post subject: 

Hehe, group buy á 540i.... hehe góð hugmynd !

Nei það er ekki mumu á sætunum.

Page 1 of 6 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/