bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

"Nýji" bíllinn: BMW 320I E36
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=24521
Page 1 of 1

Author:  Doror [ Mon 24. Sep 2007 19:46 ]
Post subject:  "Nýji" bíllinn: BMW 320I E36

Þar sem að ég seldi 330 bílinn um daginn þá þurfti ég að fá mér eitthvað ódýrt og þægilegt til þess að vera á í vetur. Fór á stúfana að leita að BMW/Benz á temmilegu verði og fann þennan gullfallega E36 hérna á kraftinum. Ótrúlega heill og vel með farinn bíll.

Þetta er semsagt 1997 árgerðin af 320Ia með 6cyl vélinni. Hann er frekar plain en hefur þó topplúgu og kastara sem setja ágætis svip á bílinn. Eins er hann með rosalega fínt fendergap að framan sem virðist vera algengt í E36. Ég keypti strax undir hann 16" felgur hérna í gegnum kraftinn og það gerði algjörlega gæfumuninn fyrir útlitið á þessum bíl.

Í samanburði við 330 bílinn er þetta ekkert mjög spennandi en ósköp þægilegur og myndarlegur bíll. Sérstaklega finnst mér innréttingin í þessum bílum falleg og þá sérstaklega miðað við árgerð.
Vinnslan er líka merkilega góð semog 6cyl hljóðið. En eyðslan sýnist mér vera jafnvel aðeins meiri en var í 330 bílnum :shock:

Mynd á gömlu felgunum:
Image

En svona er hann núna:

Image
Image
Image
Image
Image

Author:  Aron Andrew [ Mon 24. Sep 2007 19:47 ]
Post subject: 

Þú ert að vinna þig hægt í átt að E30 8)

:lol:

Author:  jens [ Mon 24. Sep 2007 19:47 ]
Post subject: 

Til lukku, fallegur bíll.

Author:  Einarsss [ Mon 24. Sep 2007 19:48 ]
Post subject: 

helvíti fínn beater!

Ekkert smá hvað felgurnar gera mikið fyrir bílinn.

Author:  HPH [ Mon 24. Sep 2007 19:55 ]
Post subject: 

snirtilegur bíll, átti Fannar í B&L ekki þennan?

Author:  Angelic0- [ Mon 24. Sep 2007 23:48 ]
Post subject: 

samlitun, og eyðing á fendergap.... (lækkun) og þá er þessi bíll SOLID ;)

Author:  BrynjarÖgm [ Tue 25. Sep 2007 00:59 ]
Post subject: 

HPH wrote:
snirtilegur bíll, átti Fannar í B&L ekki þennan?


þetta er hann reykkna ég með... bara heill bíll 8)

Author:  Doror [ Tue 25. Sep 2007 01:01 ]
Post subject: 

HPH wrote:
snirtilegur bíll, átti Fannar í B&L ekki þennan?


Jú það passar, hann var búin að eiga hann lengi og fara vel með hann.

Author:  skaripuki [ Tue 25. Sep 2007 08:35 ]
Post subject: 

hver er eyðslan á honum :idea: :?:

Author:  moog [ Tue 25. Sep 2007 10:23 ]
Post subject: 

Sá bílinn hjá þér í gær.

Snyrtilegasti fákur.

Til hamingju :)

Author:  Doror [ Tue 25. Sep 2007 10:44 ]
Post subject: 

moog wrote:
Sá bílinn hjá þér í gær.

Snyrtilegasti fákur.

Til hamingju :)


Takk kærlega, ég hef ekki mælt eyðsluna en veskis mælirinn segir ekki undir 12 á hundraði.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/