bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 628 CSI
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=24409
Page 1 of 4

Author:  hjaltib [ Tue 18. Sep 2007 14:37 ]
Post subject:  BMW 628 CSI

jæja loksins keypti maður sér bmw, búinn að vera að leita að rétta bmwinum í langann tíma og varð fyrir valinu 628csi (MA-3xx).

Hann hefur staðið úti í mest allt sumar hann er 81' árgerð (fornbíll), hvítur á litinn hefur verið dökblár þar sem vélarsalurinn er dökkblár, einnig er komið ryð í hann ekkert alvarlegt samt, brúnt leður sem lítur vel út miða við aldur bílsins og er öll innréttingin sæmileg fyrir utan toppinn og fúa lykt þar sem mikill raki er í bílnum, hann er ekinn 142,xxx sem er ekki mikið finnst mér en svo er alltaf spurningin hvort þetta sé orginal vél, svo er handvirk topplúga sem ég hef ekki enn þorað að opna þar sem hún gæti verið nokkuð föst og gæti jafnvel fests.

Þar sem ég veit voða lítið um sögu hans, þá endilega komið með comment um bílinn ef þið vitið eitthvað um hann.

En ég er 17 eigandi á landinu bíllinn er ekki á númerum og fer ekki í gang, en ég tel mig vera búinn að finna sökudólginn og það er bensíndæla þar sem ekkert bensín kemur að vél en ég á eftir að kíkja á það en þar sem ég verð í vinnu allan dag þá verður það aldrei fyrr en á morgun. Væri fínt ef einhver ætti dælu í hann þá endilega senda einkapóst á mig.

En hann er með endurskoðun útá ljósum (stillingu og fleira) og gírbúnaði líklegast fóðringar í gírstöng þar sem hún er dálítið funky, en það er nátúrulega endurskoðun síðan 2005 svo það gæti verið einhvað meira að honum.

Hann er tiltölulega heill að framan þar sem hann hefur verið sprautaður eftir tjón sem fyrrverandi eigandi lenti í, en það hefur greinilega verið gert við það almennilega þar sem engin litamismunur var á bílnum.

En þetta er svona það mesta sem ég hef um bílinn að segja kem með myndir af honum eins og hann er í dag seinna, þar sem ég er ekki með myndavélina mína hérna í bænum en læt eina gamla mynd sem er líklega tekin í eyjum.

ég sé að það vantar kastaranna

Image

Author:  Angelic0- [ Tue 18. Sep 2007 18:26 ]
Post subject: 

getur verið að þessi standi framstuðaralaus í "götunni minni" :?:

Author:  SUBARUWRX [ Tue 18. Sep 2007 18:28 ]
Post subject: 

Þetta er allavega 3 eða 4 ára gömul mynd sem að ég tók og eg ati bláa bilinn og vinur min áttiþessa sexu..

Author:  Húni [ Tue 18. Sep 2007 19:30 ]
Post subject: 

flottur bíll hjalti loksins kominn á alvöru bíl :D

Author:  SteiniDJ [ Tue 18. Sep 2007 21:03 ]
Post subject: 

Þessi er smekklegur! 628 bílarnir eru alveg gullfallegir.

Author:  hjaltib [ Tue 18. Sep 2007 23:37 ]
Post subject: 

Angelic0- wrote:
getur verið að þessi standi framstuðaralaus í "götunni minni" :?:


minn er framstuðaralaus ja og númerslaus, en ef þú býrð í keflavík þá nei þar sem ég er með hann í bænum.

Author:  Angelic0- [ Tue 18. Sep 2007 23:45 ]
Post subject: 

hjaltib wrote:
Angelic0- wrote:
getur verið að þessi standi framstuðaralaus í "götunni minni" :?:


minn er framstuðaralaus ja og númerslaus, en ef þú býrð í keflavík þá nei þar sem ég er með hann í bænum.


Ég er á vernd... laugarteig.... ég á E38 blá-a bílinn þarna...

Author:  hjaltib [ Wed 19. Sep 2007 00:04 ]
Post subject: 

ja passar þá er þetta minn. tók stuðarann af þegar við drógum hann heim svo spotinn myndi ekki rústa stuðarannum.

Author:  hjaltib [ Thu 20. Sep 2007 14:28 ]
Post subject: 

jæja hann er kominn í gang, það var slangan á milli tanks og dælu sem var með sprungur í og tók bara loft þar inn en það er komin ný í,
en svo þegar ég byrjaði að keyra hann heyrðist eitthvað skrítið hljóð, ég hélt að þetta kæmi úr gírkassanum þar sem hljóðið kom þegar ég gíraði niður eða fór yfir ákveðinn snúning en fanst samt kassinn vera í lagi,
svo ég fór og skoðaði þetta og þá kom í ljós að viftan er laus og var að rekast í hlífarnnar og vatnskassann,
hvernig herðir maður upp á henni sá einn bolta þarna í miðjunni og svo fjóra á kælibörðum sem eru föst við viftuspaðanna?

Author:  saemi [ Thu 20. Sep 2007 14:50 ]
Post subject: 

Ef viftuspaðinn er laus og fjórir boltarnir fastir, þá er viftukúplingin ónýt og ekkert annað en að skipta um hana

Author:  Geirinn [ Thu 20. Sep 2007 15:06 ]
Post subject: 

Ónýtir mótorpúðar ?

Author:  hjaltib [ Thu 20. Sep 2007 15:23 ]
Post subject: 

Geirinn wrote:
Ónýtir mótorpúðar ?


nei þeir eru í fínu standi

Author:  Þórður Helgason [ Thu 20. Sep 2007 22:51 ]
Post subject:  310

Mikill dekurbíll á meðan hann var á Dalvík, hjá Sveini nokkrum.
ÞH

Author:  gunnar [ Thu 20. Sep 2007 22:57 ]
Post subject: 

Ég væri mikið til í svona bíl.

Hef oft velt því fyrir mér hvort maður hefði átt að fara í einhverja svona smíði í staðinn fyrir E30. Eina ástæðan er eiginlega að ég myndi aldrei þora að taka á svona bíl (eða þ.e.a.s ég hefði sjálfsagt ekki efni á því)

Author:  Ketill Gauti [ Sat 22. Sep 2007 20:21 ]
Post subject: 

Helvíti flottur hjá þér

loksins kominn á eitthvað almennilegt :wink: :wink:

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/