bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 518 e28 '82 - Antikmobile - Orðinn SOLID 518i
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=24184
Page 1 of 7

Author:  srr [ Sat 08. Sep 2007 22:18 ]
Post subject:  BMW 518 e28 '82 - Antikmobile - Orðinn SOLID 518i

"Nýjasti" bíllinn í safninu mínu 8)

BMW 518 E28

Þennan bíl fann ég út frá auglýsingu sem Elli hérna á spjallinu benti okkur kraftsmeðlimum á.
Hann er búinn að vera í eigu sama eiganda frá upphafi :shock:
Frá árinu 1982 til 2001 bar hann skráningarnúmerið A-2050, og var í þokkabót með kross á númeraplötunni helvíti lengi.
Það er vegna þess að eigandinn var læknir á Akureyri og var þetta því læknabíll.
Bílnum hefur alltaf verið haldið í toppstandi eins og má sjá á smurbók og reikningum sem fylgdu gripnum.
Gamli læknirinn hætti svo að nota bílinn um árið 2001 og var hann tekinn af númerum á því ári.
Bíllinn stóð inni á Akureyri frá 2001 til 2004, en þá ók sonur eigandans bílnum norður í Fnjóskadal og kom honum fyrir í geymslu þar.
Svo var það ekki fyrr en núna í síðasta mánuði þegar ég sæki bílinn að hann var gangsettur aftur :wink:

Helstu spekkar......

Nýskráður 16.06.1982 á Íslandi.
Framleiddur í Janúar 1982 samkvæmt BMW
M10B18 mótor með blöndung
Ekinn 151.079 km
4 gíra beinskiptur
Alpinweiss litur, hvítur

Aukabúnaður:
Enginn :lol:

Svo eru hérna myndir frá því ég sótti bílinn þann 18. ágúst síðastliðinn.
Ferðin hófst árla morguns í Keflavík og var henni heitið norður í Draflastaði í Fnjóskadal. Með mér í för var Gunni bróðir að sjálfsögðu 8)

Fékk lánaðan þennan Musso jeppa hjá félaga mínum þar sem báðir bílarnir mínir með krók voru out-of-order :lol:
Image

Svo var brunað í Reykjavík og sótt kerru. Við fundum eina góða hjá Húsasmiðjunni í Grafarvogi.
Image

Ekkert verið að slóra, bara húkkað í og brunað norður.
Auðvitað var fyrsti viðkomustaðurinn á leiðinni Vínbúðin á Akureyri, þar sem þetta var á "menningarnótt" og
Gunni bróðir ætlaði að djamma í Reykjavík þegar við kæmum aftur til höfuðborgarinnar um kvöldið.
Þarna fyrir utan Vínbúðina hittum við líka hann gunnar á E30 M52B28.
Image

Ferðalangurinn var ekkert nema sáttur við þetta road trip :wink:
Image
Image

20 mínútum eftir brottför frá Akureyri vorum við komnir yfir Víkurskarð og næstum komnir á leiðarenda......
Image
Image

Svo fór að glitta í bæinn Draflastaði þar sem bíllinn hafði verið geymdur síðan 2004.....
Húsbóndinn á Draflastöðum var búinn að kippa bílnum út fyrir okkur deginum áður svo hann blasti bara við okkur úti á túni.
Image
Image
Image
Image
Image

Ekkert verið að tvínóna við hlutina og bíllinn opnaður á alla kanta og skoðaður.
Image
Image
Purolator að sjálfsögðu í húddinu :lol:
Image

Þar sem bíllinn hefur eflaust þurft að keyra í gegnum erfiða snjóavetur á árum áður, hafði verið sett í hann 1" upphækkunarklossa allan hringinn
Image

Og fendergapið að framan út af klossunum, er ALLSVAKALEGT eins og sést í samanburði við síma :lol:
Image

Að innan....
Image
Image
Image

Stærstu höfuðpúðar sem ég hef séð á ævinni :shock:
Image
Image

4 speed alla leið :lol:
Image

Hljómtækin eins og þau gerðust best á sínum tíma....
Image

Greinilega tjónlaus bíll þar sem tjónaskýrslan er útgefin af Brunabótafélagi Íslands :lol:
Image

Smurbókin er upprunaleg :shock:
Þjónustubókin var einnig stimpluð á alla kanta, Inspection I og II oft í gegnum árin.
Image
Image

Við bjuggumst auðvitað við því að þurfa draga bílinn upp á kerruna með spilinu en nei nei......
Settum í hann fullhlaðinn rafgeymir og hann fór í gang í annarri tilraun 8) 8)
Image

Þá var auðvitað ekkert annað í stöðunni en að brumma bílnum upp á kerruna.....
Image
Image
Image
Image
Image

Tók einn hring í kringum bílinn og vá hvað hann er heillegur :shock: :shock:
Image
Image

Jebb.....enginn hægri spegill á þessum tíma :lol:
Image
Image
Image
Image
Image
Ef þetta er ekki mesta tilviljun sem ég hef lent í lengi.....
Myndirnar heita frá DSC00457.JPG og upp í DSC00540.JPG.....
Og þegar ég smellti af á 518 merkið þá var það DSC00518.JPG :lol: :lol:
Image

Þessi drullusokkur er nógu stór til að covera 295 dekk í breidd :lol:
Image
Image
Hann er sama sem ryðlaus :shock:
Image

Jæja, klukkan farin að ganga 16:00 og við fórum að halda heim á leið.
Festum bílinn með strekkiböndum svo við myndum nú ekki týna honum á leiðinni...hehe.
Image
Image
Image

Svo var lagt í hann heim á leið....
Image
Image

Stoppað nokkrum sinnum til að taka bensín á Mussoinn....
Hér var bensínstoppið á leiðinni heim á Blönduósi
Image

Svo henti ég Gunna út í Reykjavík um 22:00.
Stoppaði aðeins í bænum og var kominn heim í Keflavík um 0:00....
Image

The End.
Bara góður bíll 8)

Author:  Alpina [ Sat 08. Sep 2007 22:22 ]
Post subject: 

hrikalega heillegur :shock:

til hamingju

Author:  saemi [ Sat 08. Sep 2007 22:23 ]
Post subject: 

Frábært.

Gaman að því að fleiri séu með E28 veiki en ég :)

Author:  Alpina [ Sat 08. Sep 2007 22:33 ]
Post subject: 

saemi wrote:
Frábært.

Gaman að því að fleiri séu með E28 veiki en ég :)



:-k

Author:  ///MR HUNG [ Sat 08. Sep 2007 22:36 ]
Post subject: 

Og sóttur á Williams vagni 8)

Image

Getur verið að ég hafi mætt þessu pústlausu í hafn í vikunni?

Author:  srr [ Sat 08. Sep 2007 22:40 ]
Post subject: 

///MR HUNG wrote:
Getur verið að ég hafi mætt þessu pústlausu í hafn í vikunni?

Neibb,

Þetta er daily bíllinn minn og hann er sko ekki pústlaus. :wink:

Author:  srr [ Sat 08. Sep 2007 22:49 ]
Post subject: 

Svo strax á mánudeginum 19. ágúst sótti ég um hraðpöntun á nýjum númeraplötum, þar sem A-2050 plötunum hafði verið hent fyrir 5 árum :lol:
Fékk þær seinni part mánudagsins, og fór svo á bílnum í vinnuna daginn eftir.
Fór með hann beint í olíuskipti hjá N1 Réttarhálsi.

Tók nokkrar myndir af undirvagninum í leiðinni.....

Image
Image
Image
Image
Image
Image

Author:  Tommi Camaro [ Sun 09. Sep 2007 00:16 ]
Post subject: 

ég veit hver braut ljósið á bílakerrunni
:roll:

Author:  bjahja [ Sun 09. Sep 2007 13:14 ]
Post subject: 

Þetta er bara eins og nýtt :shock:
Til hamingju með þennan :D

Author:  SteiniDJ [ Sun 09. Sep 2007 13:37 ]
Post subject: 

Geggjaður bíll! :o

Ég kannast við þetta með hægri spegilinn, er með mözdu hérna heima sem er alveg eldgömul og í hana vantaði hægri spegil.. Og sætisbelti.. :P

Til hamingju með þetta

Author:  Fieldy [ Sun 09. Sep 2007 16:02 ]
Post subject: 

flottur þessi 8)

Til hamingju

Author:  ömmudriver [ Mon 10. Sep 2007 23:31 ]
Post subject: 

Djöfull keyrði ég næstum því á þegar ég sá þennan í Keflavík um daginn, bara eins og að ganga aftur í tíma að sjá þennan bíl :lol:

En til hamingju með þennan 8)

Author:  srr [ Sat 13. Oct 2007 18:33 ]
Post subject: 

Ég gaf mér loksins tíma til að henda undir Antikmobileinn skemmtilegri felgum og þvo kvikindið almennilega.
Á reyndar eftir að bóna, skúrinn er fullur af bílum og það rigndi :(

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Author:  srr [ Sat 13. Oct 2007 18:41 ]
Post subject: 

Dekraði aðeins við bílinn líka í dag....

Skipti um kerti, kertalok, hamar og alla kertaþræði.
Djöfull er hann orðinn sprækur 8) 8)

Author:  arnibjorn [ Sat 13. Oct 2007 18:43 ]
Post subject: 

Hann lúkkar aðeins betur núna! :P

En hvernig gengur með 535?? 8)

Page 1 of 7 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/