bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
E46 318i '00 SHADOWLINE>> Áður óséðar myndir https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=23433 |
Page 1 of 2 |
Author: | ömmudriver [ Sun 29. Jul 2007 18:48 ] |
Post subject: | E46 318i '00 SHADOWLINE>> Áður óséðar myndir |
Eins og glöggir sáu í hóprúntinum í gær þá er ég kominn á annan bíl, en um er að ræða mjög þægilegan og fallegan A-B bíl(og rúmlega það) sem fluttur var til landsins 2003 og er aðeins ekinn 126.000 km. Ég sló til og keypti þennan í þar síðustu viku en hannn er lítt búinn aukabúnaði og þó ríkur staðalbúnaði og ber þar að nefna; fjarstýrðar samlæsingar og opnun á skotti, ljóskastarar, rafmagn í framrúðum með auto, rafdrifnir speglar, spólvörn, rafdrifin glertopplúga, ógeðslegur aftermarket CD spilari en þó eru hljómgæðin mjög góð og þétt, og svo eru einkar ófagrar álfelgur undir bílnum en ég hugga mig við það að hafa séð verri felgur ![]() Svo var bíllinn tekinn og bónaður og þrifinn að innan hátt og lágt en hann hefði ekki séð bón um þónokkurt skeið þegar ég eignaðist hann (enda var bíllinn orðinn grár ![]() ![]() Bíllinn hefur einnig verið moddaður að hætti kraftsmanna en ber þar að nefna svört nýru og aukningu á loftflæði ![]() ![]() Hér koma svo nokkrar myndir bílnum þegar ég og Danni tókum hann í gegn og svo nokkrar pósur ![]() Hér er svo uppáhalds myndin mín ![]() Meistari Danni á heiðurinn af þessum myndum ![]() |
Author: | X-ray [ Sun 29. Jul 2007 18:53 ] |
Post subject: | |
Sá þennan í nótt, hjá honum Arnari... og vitna ég í crhomið--- "djöfull er hann smekklegur hjá honum" Mega flottur A-B og svo C bíll ![]() |
Author: | JonHrafn [ Sun 29. Jul 2007 18:55 ] |
Post subject: | |
snyrtilegur þessi, myndirnar geggjaðar :þ |
Author: | moog [ Sun 29. Jul 2007 19:16 ] |
Post subject: | |
Fínir þessir 318i bílar. Til hamingju. |
Author: | Einarsss [ Sun 29. Jul 2007 20:05 ] |
Post subject: | |
I like it ![]() |
Author: | srr [ Sun 29. Jul 2007 20:16 ] |
Post subject: | |
Þessi lítur þokkalega vel út. Samt ekki hrifinn af þessum AEZ felgum..... Ekki veitir af að eiga auka BMW'a þegar menn eru að smíða E32 upp á nýtt ![]() |
Author: | ömmudriver [ Sun 29. Jul 2007 22:33 ] |
Post subject: | |
srr wrote: Þessi lítur þokkalega vel út.
Samt ekki hrifinn af þessum AEZ felgum..... Ekki veitir af að eiga auka BMW'a þegar menn eru að smíða E32 upp á nýtt ![]() Segðu ![]() |
Author: | Danni [ Mon 30. Jul 2007 14:25 ] |
Post subject: | |
Flottur bíll ![]() http://picasaweb.google.com/Daniel.Runar/ArnarE46 hér eru fleiri myndir og þessar stærri. Svo er hér að gamni mynd af mismuninum fyrir og eftir bón. |
Author: | Bandit79 [ Mon 30. Jul 2007 18:11 ] |
Post subject: | |
Glæsilegur ![]() Er þetta UO-753 sem er spegilmynd af þarna á hliðinni ? |
Author: | ömmudriver [ Mon 30. Jul 2007 20:06 ] |
Post subject: | |
Bandit79 wrote: Glæsilegur
![]() Er þetta UO-753 sem er spegilmynd af þarna á hliðinni ? Jújú mikið rétt, litli bróðir hans Danna á hann í dag og er hann þekktur sem service mobil hér á bæ ![]() |
Author: | ömmudriver [ Wed 01. Aug 2007 00:36 ] |
Post subject: | |
Össssssss, það var skipt um loftflæðiskynjaran í þessum í dag hann bara spýtist áfram eins og raketta(eða svona næstum því) ![]() Svo er planið að skipta um bremsuklossa að framan og aftan, handbremsuborða og svo þessa einu reim þarna framan á vélinni(ég veit ekkert hvað ég á að kalla hana ![]() |
Author: | sh4rk [ Wed 01. Aug 2007 00:42 ] |
Post subject: | |
Huggulegur, til hamingju með bílinn |
Author: | ömmudriver [ Sat 11. Aug 2007 22:21 ] |
Post subject: | |
Ég keyrði hringinn á þessum um versló: Keflavík-Neskaupstaður-Siglufjörður-Keflavík og verð ég að segja að hann stóð sig bara með eindæmum vel með þrjá fullorðna menn ásamt troðið skott af farangri og rúmlega það. Miðið við vélarstærð þá er hann að toga alveg flennivel en eitthvað fannst mér bogið við eyðsluna en hún var 12 -13L/100km. Eitthvað gekk nú á hjá okkur félögunum en brottförin var upprennanlega á föstudagskvöldinu en þar sem allur föstudagurinn fór í að kaupa dekk undir bílinn og skipta út vitlaust afgreiddum varahlutum að þá fór allt helv..... kvöldið í að setja nýju klossana og hanbremsu borðana í en bara til þess að hlusta svo á allt handbremsudraslið gefa sig þegar allt var komið saman ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() Eftir þetta var ákveðið að þetta verður endurtekið næstu versló en þó í breyttri mynd og á kraftmeiri og rúmbetri bíl ![]() ![]() |
Author: | Danni [ Sat 11. Aug 2007 22:55 ] |
Post subject: | |
Þetta var snilldar ferð sem hefði að vísu mátt vera betri fyrir ökumann ![]() En hér til heimildar er hinn frægi og góði "Aumingi sem gat": Og hérna er Dunlop dekkið sem gat ekki. |
Author: | iar [ Sun 12. Aug 2007 03:34 ] |
Post subject: | |
Danni wrote: Þetta var snilldar ferð sem hefði að vísu mátt vera betri fyrir ökumann
![]() En hér til heimildar er hinn frægi og góði "Aumingi sem gat": Frábær mynd! ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |