bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E46 318i '00 SHADOWLINE>> Áður óséðar myndir
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=23433
Page 1 of 2

Author:  ömmudriver [ Sun 29. Jul 2007 18:48 ]
Post subject:  E46 318i '00 SHADOWLINE>> Áður óséðar myndir

Eins og glöggir sáu í hóprúntinum í gær þá er ég kominn á annan bíl, en um er að ræða mjög þægilegan og fallegan A-B bíl(og rúmlega það) sem fluttur var til landsins 2003 og er aðeins ekinn 126.000 km. Ég sló til og keypti þennan í þar síðustu viku en hannn er lítt búinn aukabúnaði og þó ríkur staðalbúnaði og ber þar að nefna; fjarstýrðar samlæsingar og opnun á skotti, ljóskastarar, rafmagn í framrúðum með auto, rafdrifnir speglar, spólvörn, rafdrifin glertopplúga, ógeðslegur aftermarket CD spilari en þó eru hljómgæðin mjög góð og þétt, og svo eru einkar ófagrar álfelgur undir bílnum en ég hugga mig við það að hafa séð verri felgur :lol:
Svo var bíllinn tekinn og bónaður og þrifinn að innan hátt og lágt en hann hefði ekki séð bón um þónokkurt skeið þegar ég eignaðist hann (enda var bíllinn orðinn grár :shock:). Svo fundust ýmsir hlutir inní bílnum þegar hann var þrifinn og ber þar að nefna: svitaeyðir, hanska, sokk, augnhárs gaur, BIC kveikjari, spöng af headphone'um og slatta af klinki en ekkert af þessu var í hanska hólfinu :lol:
Bíllinn hefur einnig verið moddaður að hætti kraftsmanna en ber þar að nefna svört nýru og aukningu á loftflæði 8) :lol:

Hér koma svo nokkrar myndir bílnum þegar ég og Danni tókum hann í gegn og svo nokkrar pósur :wink:

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Hér er svo uppáhalds myndin mín 8)

Image

Meistari Danni á heiðurinn af þessum myndum :wink:

Author:  X-ray [ Sun 29. Jul 2007 18:53 ]
Post subject: 

Sá þennan í nótt, hjá honum Arnari... og vitna ég í crhomið--- "djöfull er hann smekklegur hjá honum"

Mega flottur A-B og svo C bíll 8)

Author:  JonHrafn [ Sun 29. Jul 2007 18:55 ]
Post subject: 

snyrtilegur þessi, myndirnar geggjaðar :þ

Author:  moog [ Sun 29. Jul 2007 19:16 ]
Post subject: 

Fínir þessir 318i bílar.

Til hamingju.

Author:  Einarsss [ Sun 29. Jul 2007 20:05 ]
Post subject: 

I like it 8)

Author:  srr [ Sun 29. Jul 2007 20:16 ]
Post subject: 

Þessi lítur þokkalega vel út.
Samt ekki hrifinn af þessum AEZ felgum.....

Ekki veitir af að eiga auka BMW'a þegar menn eru að smíða E32 upp á nýtt :wink:

Author:  ömmudriver [ Sun 29. Jul 2007 22:33 ]
Post subject: 

srr wrote:
Þessi lítur þokkalega vel út.
Samt ekki hrifinn af þessum AEZ felgum.....

Ekki veitir af að eiga auka BMW'a þegar menn eru að smíða E32 upp á nýtt :wink:


Segðu :oops:

Author:  Danni [ Mon 30. Jul 2007 14:25 ]
Post subject: 

Flottur bíll 8)

http://picasaweb.google.com/Daniel.Runar/ArnarE46 hér eru fleiri myndir og þessar stærri.

Svo er hér að gamni mynd af mismuninum fyrir og eftir bón.
Image

Author:  Bandit79 [ Mon 30. Jul 2007 18:11 ]
Post subject: 

Glæsilegur :)

Er þetta UO-753 sem er spegilmynd af þarna á hliðinni ?

Author:  ömmudriver [ Mon 30. Jul 2007 20:06 ]
Post subject: 

Bandit79 wrote:
Glæsilegur :)

Er þetta UO-753 sem er spegilmynd af þarna á hliðinni ?


Jújú mikið rétt, litli bróðir hans Danna á hann í dag og er hann þekktur sem service mobil hér á bæ :mrgreen:

Author:  ömmudriver [ Wed 01. Aug 2007 00:36 ]
Post subject: 

Össssssss, það var skipt um loftflæðiskynjaran í þessum í dag hann bara spýtist áfram eins og raketta(eða svona næstum því) :lol:

Svo er planið að skipta um bremsuklossa að framan og aftan, handbremsuborða og svo þessa einu reim þarna framan á vélinni(ég veit ekkert hvað ég á að kalla hana :lol: ) á morgun.

Author:  sh4rk [ Wed 01. Aug 2007 00:42 ]
Post subject: 

Huggulegur, til hamingju með bílinn

Author:  ömmudriver [ Sat 11. Aug 2007 22:21 ]
Post subject: 

Ég keyrði hringinn á þessum um versló: Keflavík-Neskaupstaður-Siglufjörður-Keflavík og verð ég að segja að hann stóð sig bara með eindæmum vel með þrjá fullorðna menn ásamt troðið skott af farangri og rúmlega það. Miðið við vélarstærð þá er hann að toga alveg flennivel en eitthvað fannst mér bogið við eyðsluna en hún var 12 -13L/100km.
Eitthvað gekk nú á hjá okkur félögunum en brottförin var upprennanlega á föstudagskvöldinu en þar sem allur föstudagurinn fór í að kaupa dekk undir bílinn og skipta út vitlaust afgreiddum varahlutum að þá fór allt helv..... kvöldið í að setja nýju klossana og hanbremsu borðana í en bara til þess að hlusta svo á allt handbremsudraslið gefa sig þegar allt var komið saman :evil: En ástæðan fyrir því að það gaf sig er sú að bakplöturnar sem að borðarnir eru festir á voru ryðgaðar í buff og hreinlega héldu engu :shock: :?: Þannig að hendbremsudótið var rifið úr, en lagt var af stað rétt eftir hádegi á laugardeginum og stefnan sett á Neistaflug. Ferðin gekk alveg áfallalaust fyrir austur með stoppum hér og þar en eitthvað vorum við nú seinir á ferðinni og komum akkúrat þegar ballið kláraðist :lol: :x Fengum við nú hjálp við að tjalda frá ölvuðum neistara og var svo kveikt uppí gashitaranum og fengið sér þónokkra kalda með snakkinu :drunk: Lagt var síðan af stað þegar menn voru komnir í form til þess en stefnan var þar sett á Síldarævintýrið, eitthvernveginn mátti það ekki ganga vel en þegar við stoppuðum á Eskifyrði til þess að snæða morgunverð þá var eitthvað lítið af lofti í öðru afturdekkinu en þá hafði borskrúfa ratað í flotta dekkið :( Þar sem ekki var til Tire weld á þessum bænum var sett meira loft í dekkið og brunað á Reyðarfjörð þar sem borðað var og splæst í tire weld en tekið skal fram að skottið var stappað af farangri þannig að undirritaður nennti BARA ekki að taka allt úr skottinu til þess að ná í aumingjan. Allt kom fyrir ekki þótt leiðbeiningunum hafi verið fylgt eftir og varð innrabrettið ásamt dágóðum vegspotta hvítt eftir froðuna :lol: þannig að aumingjanum var skellt undir en með því fylgdist heil fjölskylda af miklum áhuga(mínus pabbinn sem var að þrífa bíl og vagn) og svo var brunað af stað alveg alla leið uppí 80 km/h. :squint: En hraðinn var ca. 80 - 95 km/h mest alla leðina þangað til að nær fór að draga þá var ferðin aukin í beinu hlutfalli við óþolinmæði ökumannsins :lol: Tjaldbúðunum var skellt upp í rokinu á áfangastað og skelltu menn sér á djammið og tóku run á meðan ökumaðurinn brotlenti á vindsænginni í tjaldinu sem er ekkert nema refsivert þegar svona mikið gengur á :roll: En svo gekk ferðin til baka frá Sigló mjög vel fyrir sig í líka þessari bongó blíðu alla leiðina 8) En eftir ferðina var auminginn kallaður: Auminginn sem gat en heimferðin var keyrð frekar greitt enda var ökumaðurinn veel sofinn :biggrin: (og kannski smá pirraður á rönn sögum.........)

Eftir þetta var ákveðið að þetta verður endurtekið næstu versló en þó í breyttri mynd og á kraftmeiri og rúmbetri bíl :lol: 8)

Author:  Danni [ Sat 11. Aug 2007 22:55 ]
Post subject: 

Þetta var snilldar ferð sem hefði að vísu mátt vera betri fyrir ökumann :mrgreen:

En hér til heimildar er hinn frægi og góði "Aumingi sem gat":
Image
Image

Og hérna er Dunlop dekkið sem gat ekki.
Image
Image

Author:  iar [ Sun 12. Aug 2007 03:34 ]
Post subject: 

Danni wrote:
Þetta var snilldar ferð sem hefði að vísu mátt vera betri fyrir ökumann :mrgreen:

En hér til heimildar er hinn frægi og góði "Aumingi sem gat":
Image



Frábær mynd! :lol: Greinilega góð ferð!

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/