Smá info og myndir af bílnum.
Vagninn er semsagt BMW 318i '01. Keyptur nýr í umboði (gamall draumur varð að veruleika, þá er það afgreitt, jay!

).
Bíllinn er nokkuð hóflega búinn aukabúnaði/staðalbúnaði: sjálfskiptur, 16" felgur, geislaspilari, sportstýri (nýja týpan
*), armpúði á milli framsæta, samlituð hurðahandföng, shadowline, spólvörn, 6 öryggispúðar og kannski eitthvað smáræði í viðbót sem ég kann ekki að nefna.
Þessi bíll er að mínu mati alveg frábær og mjög skemmtilegur að keyra þó vélin sé ekki stærri en þetta (1.9l 118hö). E46 bíllinn er ótrúlega solid bíll, liggur vel, hljóðlátur, fjöðrunin passleg, ekki of stíf og ekki of mjúk. Eina sem hefur bilað í bílnum er einn ABS skynjari sem þurfti að skipta út (hann lét auðvitað vita af því sjálfur og á meðan var ABS og spólvörnin óvirk). Fyrir utan ABS skynjarann hefur hann ekki slegið feilpúst!
* Þetta er væntanlega MY2001 bíll þar sem stýrið er nýja týpan og í MY2001 kom líka klukka í útvarpið. Eflaust er eitthvað meira smálegt sem kom í MY2001 sem ég veit ekki um.
Hér eru myndir:
PS: Svo eru líka myndir af
"my ex" E36 316i á heimasíðunni. Og slatti af myndum og meira info um E46inn.