Daginn/kvöldið. Ragnar heiti ég og ætla svona að reyna einhvernveginn að koma þessu á netið. Ég lofa engu meistaraverki en geri mitt besta
Þetta er semsagt bmw e34 540ia 1993 árgerð að slá í 190.000km. Bílinn er á einkanúmerum [FUBAR] en fast númer er TMK-79
Það er allt í þessum bíl sem hægt er að óska sér fyrir utan dvd og ískáp.
Ég ætla að svindla aðeins og fá smá upplýsingar frá meðlimi hér að nafni Einsi. Ef það er eitthvað sem hann er ekki sáttur með þá laga ég það.
Bíllinn er ríkulega búinn af aukabúnaði og ætla ég mér að reyna að muna allann pakkann:
Svart buffalóleður á sætum
Sportsæti
Rafmagn í framsætum
Hiti í framsætum
Minni í bílstjórasæti og hliðarspeiglum
Leðraður miðjustokkur og hurðarspjöld
Sólgardína í afturglugga rafdrifin
sólgardínur í hliðargluggum afturí, líka litlu gluggunum
Hifi hljóðkerfi og geyslaspilari, (magasín í skotti en ótengt)
Spólvörn
Skriðvörn
Krúskontrol
Check control
Aksturstölva
dráttarkrókur sem hægt er að taka undan bílnum
Tvívirk sjálfvirk miðstöð
Frjókornasía og "loftgæðaskynjaradæmi eitthvað sem stýrir sjálft hringrásinni )
Loftkæling
Fjarstýrðar samlæsingar
Rafdrifin topplúga
Rafdrifnar rúður og speiglar
Sjálfdekkjandi baksýnisspegill
Velour mottur
Park ventilation (loftfrískunar búnaður ef bíllinn stendur í sól og er þá komið ferskt loft í hann á fyrirframm stilltum tíma)
M-Sport fjöðrun orginal frá BMW
Það er svona hitt og þetta smáeiginlegt sem er að hrjá bílinn. En það kemur fram í tæknilegum umræðum.
Þá eru það myndir, enginn meistaraverk. Fyrst frá Einsa svo mér.
http://memimage.cardomain.com/ride_imag ... 022813-328
http://memimage.cardomain.com/ride_imag ... 022813-328
http://memimage.cardomain.com/ride_imag ... 022813-328
http://memimage.cardomain.com/ride_imag ... 022813-328
http://memimage.cardomain.com/ride_imag ... 022813-328
http://memimage.cardomain.com/ride_imag ... 022813-328
http://memimage.cardomain.com/ride_imag ... 022813-328
http://memimage.cardomain.com/ride_imag ... 022813-328
http://memimage.cardomain.com/ride_imag ... 022813-328
http://memimage.cardomain.com/ride_imag ... 022813-328
Ég fæ ekki myndirnar til að virka öðruvísi. Öll hjálp vel þeginn.
Ég hef enginn sérstök plön. Líklegast Xenon bæði í aðalljós og kastara ef hægt er. Gott gúmmí, finna varadekk á felgu. Og já bílskúr.
Ég skammast mín eiginlega fyrir að hafa keypt hann. Vegna þess að ég hef enga reynslu eða þekkingu við að halda svona bíl við. Ekki há greindarvísi tala

Ég hef ekki einu sinni bílskúr. Svo er ég ekki hinn mesti snyrtipinni. En ég er að taka mig á í þessum málum. Mörgum ykkar finnst kannski skrítið afhvjeru ég er að skrifa þetta? En mér finnst þetta eigi að koma fram.
Að lokum vil ég þakka gott hljóð og vona að þetta hafi verið til einhverar skemmtunar og fróðleiks.
Góðar stundir.
Ragnar