bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW E46 318i Nýliði
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=22392
Page 1 of 1

Author:  slapi [ Wed 30. May 2007 20:39 ]
Post subject:  BMW E46 318i Nýliði

Ég ákvað að hætta þessu rugli og fyrir 2 vikum síðan ákvað ég að fá mér BÍL þar sem að eignalistinn síðustu ár er ekki að gera sig, Getz dísel , Elantra , Legacy.
Þannig að ég fjárfesti í þessum 2003 módelinu af E46 318i er að detta í 50.000 km en eins og með alla mola þarf alltaf eitthvað að ditta og datta.
Skemmd í farþegahurð kallar á sprautun , langar að láta massa hann allan vegna að fínar rispur leynast hér og þar.Ballansstangarendar að framan (suprise suprise) og síðan hefur komið einu sinni væg gangtruflun í hann sem að ég hef ekki fundið ástæðuna fyrir.
En að öðru leyti er hann í góðu standi og með því helsta , Pleður , steptronic , lúga , A/C og svo lengi mætti telja ( kannski fæðingarvottorð á morgun).
En þessu fylgir bara þessa eina mynd og ég er alveg þrælánægður með hann og skemmtilegt hvað þetta liggur.
Image

Author:  ömmudriver [ Wed 30. May 2007 20:51 ]
Post subject: 

Fallegur bíll og til hamingju með hann, alveg ásættanlegur kraftur fyrir byrjendur. En af hverju segirðu að hann sé með pleður en ekki leður :?:

Author:  Hannsi [ Wed 30. May 2007 20:55 ]
Post subject: 

ömmudriver wrote:
Fallegur bíll og til hamingju með hann, alveg ásættanlegur kraftur fyrir byrjendur. En af hverju segirðu að hann sé með pleður en ekki leður :?:

Kannski bólstraður með Pleðri :)

Author:  Lindemann [ Wed 30. May 2007 20:58 ]
Post subject: 

ömmudriver wrote:
Fallegur bíll og til hamingju með hann, alveg ásættanlegur kraftur fyrir byrjendur. En af hverju segirðu að hann sé með pleður en ekki leður :?:


sennilega P(luss)leður, eða hálfleðrað.

Author:  KFC [ Wed 30. May 2007 22:45 ]
Post subject: 

Til lukku með bílinn

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/