Best að kynna sig aðeins:
Kem úr þorpi óttans, var lengi vel með Imprezu dellu, er hættur því svona rétt á meðan ég fullorðnast

keypti mér nýlega M5 sem virtist vera í ágætu standi fyrir utan nokkur smáatriði. Það kom svo í ljós að það var ansi margt sem þurfti að laga, fyrri eigandi tók þátt að hluta til...ég hefði þó viljað fá meira frá honum en þetta er eins og kreista blóð úr steini. Það sem hefur verið lagað eru skynjaramál, bæði Oxygen og MAF. Nýjir bremsuklossar allan hringinn, nýjar fóðringar næsta miðvikudag, ný framrúða er komin í bílinn, ný Toyo T1R og felgur sprautaðar, olíuskipti (framkvæmd strax eftir eigendaskipti þar sem fyrri eigandi hélt að Mobil1 myndi endast einhverja 20þ. kílómetra) og svo komu facelift ljósin og ný þokuljós. Það sem er svo á döfinni eru sway-bar brackets og viðgerð á stuðara ásamt því að fjarlægja allar litlar dældir en ég er búinn að finna einhver 5 stykki....allt voðalega ómerkilegt en ég sé þær og get þess vegna ekki látið það eiga sig. Ef ég eignast einhvern smá aukapening að þá mun ég einnig versla mér "flippera" á framendann
