bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 535i e28 '88 - Silfrið - 200.000 km - 25 ára fornbifreið
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=21243
Page 1 of 42

Author:  srr [ Sun 01. Apr 2007 02:35 ]
Post subject:  BMW 535i e28 '88 - Silfrið - 200.000 km - 25 ára fornbifreið

Enn einn E28 bíllinn í safnið :lol:

Nýjasti bíllinn minn er þessi fína 520i E28 bifreið.
Hann er búinn að koma nokkrum fyrir sjónum áður, enda stóð þessi við Kópavogshöfn síðustu mánuði.
Ég hafði uppi á eigandanum af honum og við náðum samkomulagi um verð.
Hvað varðar notkun á honum síðastliðin ÁR er það svona:
Það var hætt að nota bílinn út af gangtruflunum árið 2001 :shock:
Gömlu númeraplöturnar (R7680) voru lagðar inn þann 02.11.2001, og eru þannig LÖNGU EYÐILAGÐAR, hehe.
Bíllinn var geymdur inni frá 2001 þangað til haustið 2006, þegar hann fór út á ný.
Var einmitt geymdur inni í þessu iðnaðarbili við höfnina sem hann stóð fyrir utan.

En jæja, ég held svei mér þá ef þessi bíll er bara ekki mun betra eintak en 518i bíllinn minn.
Mjög sennilega mun ég frekar nota þennan bíl í 533i swapið.

Nánari lýsing á tækinu:

BMW 520i E28
Nýskráður 12.01.1988 á Íslandi.
Framleiddur í Nóvember 1987 samkvæmt BMW
M20B20 mótor
Ekinn 174.000 km
5 gíra beinskiptur
Lachsilber Metallic litur
Síðast skoðaður 29.06.2000 :lol:, þá ekinn 167.000 km

Aukabúnaður:
M-Tech1 Stýri
Tvívirk manual topplúga
Rafmagn í rúðum að framan
Sanyo kasettutæki með TÓNJAFNARA
Kasettugeymsla fyrir 8 stk
Gardína í afturrúðu
Blá innrétting og plusssæti
Armpúðar á framsætum
Dráttarkrókur
Viper þjófavörn með fjarstýrðum samlæsingum 8)
Kastarar í framsvuntu


Leyfi þessum fyrstu myndum að tala sínu máli.
Betri verða teknar eftir þvott og bón :wink:

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Fæðingarvottorð bílsins oem:
VIN WBADK510909788728
Type code 4051
Type 520 I (EUR)
E series E28 ()
Series* 5
Type LIM
Steering LL
Doors 4
Engine M20
Displacement 2.00
Power 0
Drive HECK
Transmission MECH
Colour LACHSSILBER METALLIC (203)
Upholstery PACIFIC (0097)
Prod.date 1987-11-27

S281A LM-RAD 6 1/2 X 14
S300A CENTRAL LOCKING WITH ANTI-THEFT SYSTEM
S314A HEATED WINDSCREEN WASHER NOZZLES
S320A MODEL DESIGNATION, DELETION
S324A FRONT AND REAR SPOILERS
S327 SEITLICHE ZIERSTREIFEN
S339A SATIN CHROME
S350A THERM.INSULAT.GLASS GREEN
S400A SLIDING SUNROOF MANUAL
S410A WINDOW LIFTS, ELECTRIC AT FRONT
S415A SUNBLIND FOR REAR WINDOW
S428A WARNING TRIANGLE AND FIRST AID KIT
S472A CENTER ARMREST FRT DRIVER/PASS
S498A HEADRESTS IN REAR, MECHANIC. ADJUSTABLE
S520A FOGLIGHTS
S680A MANUAL AERIAL
S687A RADIO PREPARATION
S690A CASSETTE HOLDER
S708A M-SPORT LEATHER STEERING WHEEL II
S850A ADD FUEL TANK FILLING FOR EXPORT
S880A EDITION E 28
S979 VELOURS-FUSSMATTEN VORN UND HI (velour mottur)

*****************************************
BREYTINGAR VETUR 2007 / VOR 2008

* Vél *
+ M30B35 mótor settur ofan í, sem kemur úr E32 735 '89
(Var með réttum boltagötum fyrir E28 mótorfestingarnar, bara '89 m30b35 er með fyrir E24/E28/E32/E34 ;))
Þurfti að skipta út nokkrum hlutum á mótornum til að hann gengi í E28 beinskiptan...
+ M30 exhaust manifold úr E28 525i (m30b25) '85 - HM-463
+ M30 mótorpúðar fyrir E28
+ M30 vökvastýrisdæla úr E32 án hleðslujafnara, mótorinn var úr bíl með hleðslujafnara.
+ Svinghjól úr E28 535iS ameríkubíl, léttasta M30 svinghjólið. Rétt tæp 10kg. Mótorinn var með auto svinghjóli úr E32.
+ Ný kúpling fyrir E28 535i (pressa+diskur+lega)

* Drifrás *
+ Getrag 262 gírkassi, kemur líklega upprunalega úr E23.
+ Nýr gírkassabiti, fyrir getrag 262 (5 speed sport gearbox í ETK)
+ Nýir gírkassapúðar, einnig spes fyrir getrag 262
+ Allt nýtt í skiptibúnaði, stangir, fóðringar, boltar, rær, splitti etc...
520i drifskaftið var sent í styttingu til að geta notað það á m30 m/getrag 262
+ "Guibobreytistykki" til að boltapattern á output flange á getrag 262 passaði við 520i drifskaftið
+ Læst drif - 3,25 hlutfall úr E28 535iS ameríkubíl (ný LSD olía sett á drifið)
Þurfti að skipta um output flange á drifinu til að ég gæti notað 520i öxlana.

* Púst *
+ Nýjar pústgreinar frá vél og niður að miðjukút.
Miðjukútur fékkst ekki að utan (hætt í framleiðslu), svo ég notaðist við 2" opið púst, tvöfalt, sem var tengt í miðju á einum stað.
SævarM smíðaði pústið fyrir mig. Takk Sævar 8)
+ Nýr aftasti kútur oem í E28 535i, með tvöföldum stútum inn og út.
+ Allar pakkningar, upphengjur og boltar nýtt.

* Fjöðrun *
+ Ballanstangir nýmálaðar, úr ///M535i UK bíl.
19mm að framan
16mm að aftan
+ Nýjar ballanstangarfóðringar og bracket allan hringinn
+ Nýir ballanstangarendar allan hringinn
+ Nýjar subframe fóðringar að aftan.

* Kælikerfi *
+ Vatnskassi úr E24 633Csi ameríkubíl (sami í E24 633/635 og E28 533/535)
+ Kælivatnshosur úr E24 635Csi ameríkubíl
(passar fyrir mitt setup, því 535i oem notast við vatnsútgang út úr heddinu að aftan (M30B34), ekki síðustu árgerðirnar af E24 635i)
+ Kælivökvaforðabúr úr E28 528i

* Rafkerfi *
Vélartölva úr E32 735i '89 (Bosch # 0 261 200 179)
Skar á m30b35 loomið og púslaði því saman inn í E28 rafkerfið.
Skipti um öryggjaboxtengið, sem er kassalaga í E28 en hringlaga í E32.
*****************************************

BREYTINGAR 2009
* Fjöðrun*
Nýjir Koni stillanlegir afturdemparar að aftan.

* Hjólabúnaður *
Nýjir innri og ytri stýrisendar báðum megin.
Ný stýrisstöng hægra megin.

Author:  gunnar [ Sun 01. Apr 2007 02:44 ]
Post subject: 

Þessi er BARA flottur 8)

Author:  ömmudriver [ Sun 01. Apr 2007 04:59 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
Þessi er BARA flottur 8)


x2 8) 8)

Author:  Danni [ Sun 01. Apr 2007 05:15 ]
Post subject: 

Ekki slæmt!

Author:  saemi [ Sun 01. Apr 2007 11:41 ]
Post subject: 

Smekklegur bíll. Ef hann er ryðlaus í innri brettunum að framan og aftan ásamt sílsunum er þetta frábært project!

Author:  Alpina [ Sun 01. Apr 2007 11:43 ]
Post subject: 

Alveg í lagi 8)

Author:  Eggert [ Sun 01. Apr 2007 11:54 ]
Post subject: 

Alpina wrote:
Alveg í lagi 8)


...what he said.
Good find.

Author:  JOGA [ Sun 01. Apr 2007 12:21 ]
Post subject: 

Góður. Var einmitt búinn að pósta myndum af þessum bíl. Virkileg sætur!

Author:  Angelic0- [ Sun 01. Apr 2007 20:08 ]
Post subject: 

Mighty Fine ;)

Smá lakk og ryðhreins... og þá er þetta topp-bíll ;)

Author:  srr [ Sun 01. Apr 2007 21:42 ]
Post subject: 

JOGA wrote:
Góður. Var einmitt búinn að pósta myndum af þessum bíl. Virkileg sætur!

Hann er aðeins sætari núna samt......Hann er núna á 240/45 TR415 Michelin TRX 8)

Author:  srr [ Sun 01. Apr 2007 21:44 ]
Post subject: 

Iss, maður gleymir alltaf einhverju í upptalningunni....

Auðvitað er hann Shadowline líka :wink:

Author:  iar [ Sun 01. Apr 2007 21:58 ]
Post subject: 

Djö.. er Sanyoið flott maður! 8)

Author:  siggik1 [ Sun 01. Apr 2007 22:12 ]
Post subject: 

verður gaman að sjá þegar þú byrjar á þessu swappi og fylgjast með..


en eitt sem ég hata við hann, er gírstangarhnúðurinn, blá innréttong svo felgur + lækkun :D

Author:  srr [ Tue 03. Apr 2007 00:18 ]
Post subject: 

Ég skipti um olíu og síu í þessum áðan.

Hann er að ganga aðeins of hratt finnst mér, í kringum 1000-1100 rpm...
Heyri smá ventlatikk, ætla bæta smá ATF olíu á morgun...

Stalst samt til að fara út á rúntinn um höfðana um á honum áðan 8)
Damn hvað þetta hreyfist áfram!!

Þetta er töluvert solid eintak, engin aukahljóð og fjöðrun er góð.
Á morgun verður einnig skipt um vatnslás og kælivatn flushað.

Until then.....

Author:  saemi [ Tue 03. Apr 2007 09:45 ]
Post subject: 

srr wrote:
Ég skipti um olíu og síu í þessum áðan.

Hann er að ganga aðeins of hratt finnst mér, í kringum 1000-1100 rpm...
Heyri smá ventlatikk, ætla bæta smá ATF olíu á morgun...

Stalst samt til að fara út á rúntinn um höfðana um á honum áðan 8)
Damn hvað þetta hreyfist áfram!!

Þetta er töluvert solid eintak, engin aukahljóð og fjöðrun er góð.
Á morgun verður einnig skipt um vatnslás og kælivatn flushað.

Until then.....


Þú græðir ekkert á að bæta ATF í þessa vél. Það eru engar undirlyftur í þessu :wink:

Eina sem hægt er að gera er að ventlastilla gripinn og eða skipta um rockerarma og sköft.

Page 1 of 42 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/