Ég fór í smá "jeppaferð" á iX-inum um daginn í 15 stiga frosti, ég tók nokkrar myndir og ætla að sína ykkur þær.
Bíllinn stóð sig eins og hetja (og ég líka) því að við sátum aldrei fastir og skemmdum ekki neitt
Hann virkaði bara eins og jarðíta á köflum
Kominn yfir stæsta skaflinn
Kominn upp bröttustu brekkuna
Takmarkkinu náð, kominn uppá skotsvæðið á Akureyri
Þetta gekk alveg ótrúlega vel nema að ég tíndi aðeins veginum á um 50-100 metra kafla

ég ætlaði að taka mynd af því þegar ég var á leiðinni til baka en ég þorði ekki að stoppa því að ég var hræddur um að festa bílinn.
Ég festi hann samt í innkeirslunni heima í gær, ég var að gera smá veðmál við kærustuna mína. Hún sagði að ég kæmist aldrei inn í innkeirsluna, hún hafði rétt fyrir sér

Bíllinn var fastur í um klukkutíma hálfur út úr stæðinu og stíflaði eiginlega alla umferð um götuna
Svo er hér ein mynd af bílnum þegar mér tókst að tjóna hann. Það var ljóska á Isuzu jeppa sem ók óvart á mig
Bíllinn var rúmar 2 vikur í viðgerð og ég fekk að hafa einhverja forláta Toyota Corollu á meðan Bimminn var á verkstæðinu.
Endilega kommentið um þetta, ætti ég ekki að halda eitthvað áfram að henda inn myndum af bílnum
