bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
RennSport BMW R100RS 1994 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=20404 |
Page 1 of 2 |
Author: | bebecar [ Tue 20. Feb 2007 13:59 ] |
Post subject: | RennSport BMW R100RS 1994 |
Jæja, nú er langþráður draumur loksins orðinn að veruleika í tæka tíð fyrir 35 ára afmælið. Ég fór til Odense fyrir 2-3 vikum og sótti þar frábærlega vel farinn BMW af gerðinni R100RS - mótorhjól sem er mjög merkilegt í mótorhjólasögunni af í það minnsta þremur ástæðum. Hjólið sem um er að ræða er frá árinu 1994, ekið 70 þúsund (sem þykir mjög lítið á BMW á þessum aldri - munið að það er sagt að BMW geri mun betri mótorhjól en bíla þannig að hér er eitthvað verulega spes á ferð ![]() Þetta er 1000 vél, tveggja strokka, loftkældur boxer (kallaðir airheads á meðan nýju hjólin eru með oilheads). Reyndar gaman að þessu því þá þarf ég bara að eignast 12 strokka boxer frá Ferrari til að hafa átt allar útgáfur ![]() Saga R100RS er merkileg fyrir þær sakir að þetta var fyrsta hjólið sem fékk heila kápu hannað í vindgöngum og er kápan enn talin sú besta (enda erfitt að toppa hana á nútíma hjóli án þess að gera það verulega púkalegt!). Ég get vottað þetta því það er bæði hægt að beygja sig alveg niður og þá finnur maður engan blástur eða jafnvel sitja uppréttir og þá leikur vindurinn mjúkt um höfuðið. Fótum og höndum er hlíft 100%. Einnig er innbygðir vindkljúfur í kápuna og hún dregur úr áhrifum hliðarvinds um 60% - það kom sér vel í ferðinni frá Odense í gær því það var rok - 15 metrar á sekúndu og sumsstaðar vindkviður kvimleiðar. Í öðru lagi var þetta allann framleiðslutímann dýrasta mótorhjól í heimi - meðal annars eru rendurnar á tankinum og kápunni HANDMÁLAÐAR!!! Í þriðja lagi þá held ég að það sé einstætt í mótorhjólasögunni að framleiðandi hefji aftur framleiðslu á mótorhjóli vegna áskorana frá viðskiptavinum: Hjólið kom nefnilega fyrst á markað árið 1975 og var framleitt til ársins 1985 í óbreyttri mynd nánast - smá tæknilega breytingar voru gerðar á framleiðslutímanum. Þegar BMW hætti framleiðslu og arftakinn K100 tók við varð allt vitlaust. Það vildu ekki allir sætta sig við að fá ekki sambærilegt hjól með boxer vélinni frægu áfram en vél þessi á rætur sínar að rekja til seinni heimstyrjaldarinnar. Allavega, það leið og beið og þrýstingurinn jókst og BMW endaði með að hefja framleiðslu á þessu hjóli aftur árið 1988 þeim sem höfðu keypt sér Last Edition R100RS árið 1985 til mikillar mæðu. Hjólið fékk reyndar aðra blöndunga þá og missti talsvert af hestunum, það er bara 60 hestöfl, en fékk hellings tog í staðinn og er jafn snöggt og gamla hjólið sem var 77 hestöfl (mengunarvarnir spila stórt hlutverk þarna líka). Hjólið fékk líka nýja afturfjöðrun og sitthvað fleira í endurbótum og eru þessir síðustu boxerar almennt taldir með áreiðanlegustu mótorhjólum í heimi. Í þessari mynd sem mitt hjól er í var það framleitt til ársins 1995 - óbreytt útlit í hvorki meira né minna en 20 ár sem gæti vel verið einstætt líka! Gripurinn er svartur, með BMW hliðartöskum og Topp boxi sem samtals rúmar um 60-70 lítra. Á hjólinu er vélarhlíf fyrir heddin, og 12 volta úrtak og stjórntæki er ekki hefðbundin BMW (eins og þeir hafa þetta í dag). Þessi hjól eru oftast mjög mikið keyrð og nokkuð algeng að sjá hjól með 300 þúsund + á mælinum. Bíltúrin heim var ágætis test, þetta er fremur hrekklaust í akstri, mjög stöðugt á hraða en ég ók talsverðan tíma á 150 km/klst en var þó mest á 130. Hjólið var nógu þægilegt til þess að ég gat ekið heim 250 km leið án þess að stoppa og verkjaði mig bara í vinstri úlnlið (furðulegt, sá hægri var fínn). Það á eftir að verða gaman að kynnast þessu tóli, togið er mikið, togar vel í fimmta gír á 150 og virðist eiga nóg eftir - hröðun er þó ekki mikil miðað við mörg jafn gömul hjól - enda er þetta Tourer! 1975 ![]() Það verður smá bið á myndum þar sem það snjóaði í dag (ég var heppin að ná þessu heim í tæka tíð) en um leið og rofar til þá koma myndir. Ein mynd hér - nýkomin heim, 4 gráður og ég bara fínn, var pínku kalt á höndunum, heitt á fótunum hinsvegar enda boxerinn ágætis ofn. það ringdi líka á leiðinni og ég var gjörsamlega þurr - það kom meira að segja sáralítil bleyta á hjálminn, held ég hafi þurrkað 4 sinnum af honum með þurrkublaðinu á vinstri hanskanum á leiðinni. ![]() Og svo gripurinn komin fyrir aftan hús heima ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() |
Author: | bimmer [ Tue 20. Feb 2007 14:03 ] |
Post subject: | |
Til hamingju með fákinn - hjólið er flott svona svart. Hvað er tankurinn stór? |
Author: | bebecar [ Tue 20. Feb 2007 14:07 ] |
Post subject: | |
bimmer wrote: Til hamingju með fákinn - hjólið er flott svona svart.
Hvað er tankurinn stór? ![]() |
Author: | jens [ Tue 20. Feb 2007 14:15 ] |
Post subject: | |
Til hamingju með þetta Ingvar, veit hvað þetta hefur verið lengi draumur hjá þér. Hjólið virðist vera frábærlega heilt og lítur út eins og nýtt, flottasti liturinn á þessum hjólum og ókeyrt. |
Author: | moog [ Tue 20. Feb 2007 14:16 ] |
Post subject: | |
Til hamingju með fallegt hjól. Virkilega smekklegur klassíker hér á ferðinni. Kemur fantavel út svona svart. |
Author: | JOGA [ Tue 20. Feb 2007 14:16 ] |
Post subject: | |
Til hamingju með þetta. |
Author: | bebecar [ Tue 20. Feb 2007 14:26 ] |
Post subject: | |
jens wrote: Til hamingju með þetta Ingvar, veit hvað þetta hefur verið lengi draumur hjá þér. Hjólið virðist vera frábærlega heilt og lítur út eins og nýtt, flottasti liturinn á þessum hjólum og ókeyrt.
Takk fyrir það allir. Já það er alveg stráheilt eins og maður sagði alltaf þegar maður var pjakkur. Nú verð ég bara að bíða eftir aðeins betra veðri svo ég geti farið að sjæna það aðeins. Annars er ótrúlegt hvað þetta er vel heppnað Touring hjól og praktíkin er alveg hámörkuð með töskunum. Ég ætla þó að taka topp boxið af á meðan ég er ekki í ferðalögum því mér finnst það ekki koma vel út útlitslega þó praktískt sé. |
Author: | Aron Fridrik [ Tue 20. Feb 2007 14:28 ] |
Post subject: | |
helsvalt hjól.. ekta retro look ![]() |
Author: | Þórir [ Tue 20. Feb 2007 14:29 ] |
Post subject: | Út að hjóla. |
bimmer wrote: Til hamingju með fákinn - hjólið er flott svona svart.
Hvað er tankurinn stór? Já. Til hamingju Ingvar. Er þetta skot Bimmer? Enginn nema Ingvar sem spáir í tankstærð? Kveðja Þórir. ps. Er á leiðinni heim að ná í hjólið mitt, flott færi núna. |
Author: | Tommi Camaro [ Tue 20. Feb 2007 15:00 ] |
Post subject: | |
ekkert nema cool hjól kem því bara ekki frá mér hvað það mynnir mig á |
Author: | bimmer [ Tue 20. Feb 2007 15:04 ] |
Post subject: | Re: Út að hjóla. |
Þórir wrote: bimmer wrote: Til hamingju með fákinn - hjólið er flott svona svart. Hvað er tankurinn stór? Já. Til hamingju Ingvar. Er þetta skot Bimmer? Enginn nema Ingvar sem spáir í tankstærð? Kveðja Þórir. ps. Er á leiðinni heim að ná í hjólið mitt, flott færi núna. Nett skot - það er enginn sem spáir jafn mikið í tankstærð og Ingvar!!!! ![]() |
Author: | bebecar [ Tue 20. Feb 2007 15:16 ] |
Post subject: | |
Já, enda á maður ekki að sóa skotfærunum þegar hægt er að nota þau - ALLTOF lítill tankur á þessu ![]() Já, Þórir - þú ert heppinn, rétt í þessu byrjaði slydda hjá mér!!! Mér finnst þetta ansi cool líka, hef lengi verið hrifinn af þessu en átti ekki von á að finna svona "nýlegt" eintak. Þetta er líka alveg hel RETRO og svo retro að ég verð eiginlega að fá mér nýjan hjálm og leður! Finnst þessi t.d. ansi töff... ![]() Hér er eldri gerðin, sama vél samt og hljóð (aðrir blöndungar reyndar og færri hestar). http://video.google.com/videoplay?docid=-718618906921820618&q=r100rs og smá keyrsla... http://video.google.com/videoplay?docid=4242015548341576121&q=r100rs |
Author: | ömmudriver [ Tue 20. Feb 2007 15:42 ] |
Post subject: | |
Til hamingju með rosa töff og þægilegt hjól ![]() ![]() |
Author: | bebecar [ Tue 20. Feb 2007 16:19 ] |
Post subject: | |
ömmudriver wrote: Til hamingju með rosa töff og þægilegt hjól
![]() ![]() Gúmmibeljur - gummikuh já, ég hef heyrt það. En að þeir vilji ekki sjá þau er nú ekki rétt því þetta eru 50% af hjólunum á þjóðvegunum í Þýskalandi. Nafngiftin er hinsvegar tilkomin vegna strokkanna annarsvegar og drifskaftsins hinsvegar sem þykir vera gúmmíkennt í svörun miðað við keðjudrifin hjól. |
Author: | ömmudriver [ Tue 20. Feb 2007 16:23 ] |
Post subject: | |
bebecar wrote: ömmudriver wrote: Til hamingju með rosa töff og þægilegt hjól ![]() ![]() Gúmmibeljur - gummikuh já, ég hef heyrt það. En að þeir vilji ekki sjá þau er nú ekki rétt því þetta eru 50% af hjólunum á þjóðvegunum í Þýskalandi. Nafngiftin er hinsvegar tilkomin vegna strokkanna annarsvegar og drifskaftsins hinsvegar sem þykir vera gúmmíkennt í svörun miðað við keðjudrifin hjól. Já ok, en þetta sagði mér einmitt sármóðgaður BMW mótorhjóls eigandi eftir að hann kom frá móðurlandinu ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |