bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW 518 e28 '87 -HVÍTI HRAFNINN- https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=20386 |
Page 1 of 1 |
Author: | srr [ Mon 19. Feb 2007 21:39 ] |
Post subject: | BMW 518 e28 '87 -HVÍTI HRAFNINN- |
Jæja, best að kynna nýjasta gripinn í flotanum.....sem hefur fengið nafnið... HVÍTI HRAFNINN Keypti mér þennan fína E28 bíl núna í byrjun febrúar. (Já, ég á tvo E28, enda kominn með fetish fyrir þessum bílum ![]() Þessi bíll er lítið keyrður og ótrúlega heill miðað við aldur. Búið að endurnýja mikið í honum síðastliðin tvö ár. Fyrir tveimur árum var hann líka endurryðvarinn í holrúmum og undirvagni. Að bílnum hafa aðeins komið 3 eigendur á undan mér. Fyrsti eigandi frá 1987-1997, annar frá 1997-2005, þriðji frá 2005-2007. Spekkar um gripinn...... BMW 518i, E28 (4091) Framleiddur 11/86 samkvæmt BMW Nýskráður 02.10.1987 á Íslandi Ekinn aðeins 158.000 km Hvítur (Alpinweiss) Beinskiptur Mótorinn er M10B18 og hann vinnur ekkert smá vel! Meira segja Gunna bróður fannst það ![]() 14" álfelgur undan E23 umvafin Yokohama sumardekkjum 14" bottlecaps fylgdu í skottinu Blátt leður (bara fallegt! ![]() Blá innrétting Clarion cd, JBL GTO allan hringinn Það sem búið er að gera fyrir bílinn síðastliðið ár: Ný kúpling Nýtt púst alla leið Ný vatnsdæla Það sem ég er búinn að gera síðan ég fékk hann í byrjun febrúar: Nýir bremsudiskar að framan Nýir bremsuklossar að framan Ný bremsudæla og rör v/m aftan Bíllinn er ótrúlega sprækur og fjöðrunin er eins og ný! Leðrið er í góðu ástandi og hefur verið almennt hugsað vel um bílinn. Læt fylgja eina mynd síðan á samkomunni í byrjun febrúar. Tek betri á næstu dögum þegar búið er að bóna ![]() ![]() |
Author: | ömmudriver [ Mon 19. Feb 2007 21:43 ] |
Post subject: | |
Til hamingju með gripinn ![]() |
Author: | Bjöggi [ Mon 19. Feb 2007 21:48 ] |
Post subject: | |
Snilldar bíll hjá þér ![]() Vantar þig ekki alvöru felgur af gamla skólanum undir hann ? ![]() Færð þær á 10.000 kall. |
Author: | Stebbtronic [ Mon 19. Feb 2007 21:50 ] |
Post subject: | |
Alltaf gaman að sjá e28, hef átt tvo sjálfur. Þetta eru algjörir eðalvagnar, til lukku með kaggann. |
Author: | srr [ Mon 19. Feb 2007 21:54 ] |
Post subject: | |
Bjöggi wrote: Snilldar bíll hjá þér
![]() Vantar þig ekki alvöru felgur af gamla skólanum undir hann ? ![]() Færð þær á 10.000 kall. Þessar 14" eru nokkuð töff finnst mér. Vantar bara að þrífa þær almennilega ![]() Þakka samt gott boð, eins og þau eru venjulega frá þér Björgvin ![]() |
Author: | arnibjorn [ Mon 19. Feb 2007 22:14 ] |
Post subject: | |
M10 turbó eða? ![]() ![]() En til hamingju með bílinn.. E28 eru kúl bílar! ![]() |
Author: | JOGA [ Mon 19. Feb 2007 22:19 ] |
Post subject: | |
Mér finnast þessir bílar alltaf fallegri og fallegri. Eldast greinilega vel! En er þessi þá ekki henntugri í M30 swap í framtíðinni en sá grái? Ég get í það alveg séð fyrir mér svona hvítan E28 á BBS RS og M kiti (var ekki spes kit á M5 annars?) ![]() |
Author: | srr [ Mon 19. Feb 2007 22:23 ] |
Post subject: | |
JOGA wrote: En er þessi þá ekki henntugri í M30 swap í framtíðinni en sá grái?
Ég þarf að velja og hafna í þessu tilviki. Annaðhvort vel ég gráa með topplúgu eða hvíta með leðri ![]() Tíminn einn mun skera úr um þetta.... |
Author: | srr [ Thu 22. Feb 2007 01:03 ] |
Post subject: | |
Rann í gegnum skoðun í gær. Eina sem hann gat fundið að honum var slöpp handbremsa hægra megin að aftan. Auðvitað búinn að taka það í sundur núna og liðka upp ![]() Þetta er svo sannarlega suddalega skemmtilegt eintak af E28. Svo smooth að keyra þetta....fór stóran aukahring um Reykjavík í gærkvöldi út af því það er svo þægilegt að krúsa á honum ![]() |
Author: | ömmudriver [ Thu 22. Feb 2007 03:46 ] |
Post subject: | |
srr wrote: Rann í gegnum skoðun í gær.
Eina sem hann gat fundið að honum var slöpp handbremsa hægra megin að aftan. Auðvitað búinn að taka það í sundur núna og liðka upp ![]() Þetta er svo sannarlega suddalega skemmtilegt eintak af E28. Svo smooth að keyra þetta....fór stóran aukahring um Reykjavík í gærkvöldi út af því það er svo þægilegt að krúsa á honum ![]() Maður hefur nú oftar en einu sinni og oftar en tvisvar farið reykjanes hringinn og endað í bænum á bæði sjöunni og svo OZ. BARA næs að krúsa um á þessum gæðingum ![]() |
Author: | Bjarkih [ Thu 22. Feb 2007 08:40 ] |
Post subject: | |
Til lukku með fallegann bíl. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |