bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E32 750iA
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=20342
Page 1 of 2

Author:  Svíþjóð. [ Sat 17. Feb 2007 20:27 ]
Post subject:  E32 750iA

Sælir, lét undan innri (og ytri) þrýstingi og lét gamlan en afar ópraktískan draum rætast.

Fékk mér E32 BMW, 750iA sem að er 1993 árgerð, fluttur hingað til Svíþjóðar 2000.

Image

Má segja að það sé draumur að keyra gripinn en ekki var ég lítið óánægður er ég "óvart" af gömlum vana fyllti tankinn af benzíni (100L)

Get ekki annað verið en kátur með þennan bíl miðað við í hverju hann stendur mér.
Gott "value" hvernig sem á það er litið. :)

Tek myndir er ég hef fundið dagsljós og nennu til að taka þær.

Author:  X-ray [ Sat 17. Feb 2007 21:09 ]
Post subject: 

Virðist vera nett svalur 8)

Tilhamignju með flottan bíl bara splæsa á hann lækkun að framan og þá ertu góður.

Author:  Alpina [ Sat 17. Feb 2007 21:24 ]
Post subject: 

Hvaða litur er á bílnum,,,

Til lukku með v-12

Author:  Svezel [ Sat 17. Feb 2007 21:31 ]
Post subject: 

flottur, ég hef ekki séð marga e32 í þetta ljósum lit. hvað heitir liturinn sbr. alpina að ofan

ég get ekki skilið hvernig menn nenna að púkka upp á þessar m30 hækjur þegar v8 og v12 stendur til boða. etv. er meiri rekstrarkostnaður við v8/12 en djöfull er sweet þegar þessi teppi hreyfast nú eitthvað, svo maður tali nú ekki um soundið 8)

Author:  Svíþjóð. [ Sat 17. Feb 2007 22:10 ]
Post subject: 

Alpina wrote:
Hvaða litur er á bílnum,,,

Til lukku með v-12

Sterling-silber metallic.

Mér finnst það nokkuð grúví bara, þarf samt að fá mér >lpinur undir hann fyrir sumarið...
Það væri bling.

Author:  Alpina [ Sat 17. Feb 2007 22:24 ]
Post subject: 

Svezel wrote:
flottur, ég hef ekki séð marga e32 í þetta ljósum lit. hvað heitir liturinn sbr. alpina að ofan

ég get ekki skilið hvernig menn nenna að púkka upp á þessar m30 hækjur þegar v8 og v12 stendur til boða. etv. er meiri rekstrarkostnaður við v8/12 en djöfull er sweet þegar þessi teppi hreyfast nú eitthvað, svo maður tali nú ekki um soundið 8)


Þarna tölum við nafni af reynslu,, HÉR ER ÞAÐ BIG VOLUME eða v8 eða v12..

er ekki að dissa M30 ,, fínir mótorar
en það er töluverður vinnslumunur á v8 4.0 eða v-12 5.0

ATH,, M60 3.0 er ekkert vinnslumeiri en M30B35

Author:  íbbi_ [ Sun 18. Feb 2007 00:04 ]
Post subject: 

M60B30 er samt mjög skemmtilegur mótor finnst mér

Author:  Bjarkih [ Sun 18. Feb 2007 11:50 ]
Post subject: 

Alpina wrote:
Svezel wrote:
flottur, ég hef ekki séð marga e32 í þetta ljósum lit. hvað heitir liturinn sbr. alpina að ofan

ég get ekki skilið hvernig menn nenna að púkka upp á þessar m30 hækjur þegar v8 og v12 stendur til boða. etv. er meiri rekstrarkostnaður við v8/12 en djöfull er sweet þegar þessi teppi hreyfast nú eitthvað, svo maður tali nú ekki um soundið 8)


Þarna tölum við nafni af reynslu,, HÉR ER ÞAÐ BIG VOLUME eða v8 eða v12..

er ekki að dissa M30 ,, fínir mótorar
en það er töluverður vinnslumunur á v8 4.0 eða v-12 5.0

ATH,, M60 3.0 er ekkert vinnslumeiri en M30B35


"There's no replacement for displacement" :naughty:

Author:  Alpina [ Sun 18. Feb 2007 11:54 ]
Post subject: 

íbbi_ wrote:
M60B30 er samt mjög skemmtilegur mótor finnst mér


ekkert að því

Author:  Svíþjóð. [ Sun 18. Feb 2007 12:45 ]
Post subject: 

Bið ykkur um að afsaka afleit gæði mynda.....
Vélin er fyrir það fyrsta ekki sú nýjasta og ég ekki sá áhugasamasti.
En.

Image

Image

Image

Dró svo fram fæðingarvottorðið, og það eins og ætlast var til, var á sínum stað.

Image

Þarna ef þið enn sjáið ekki miðann. :)
Image

Listinn las svo.
0037 :
0080 :
0096 :First aid kit (er enn undir sætinu vitaskuld)
0241 :
0288 :wheel cross spoke 225/60R15
0320 :No 750 badge on the trunk.
0428 :Triangle + first aid kit
0481 :Sport seats
0488 :Electric lumbar support driver seat
0494 :Electrical heated seats driver/passenger
0528 :Auto air re-circulation
0661 :
0801 :Build for German market
0915 :

Fann ekki nægilega tæmandi lista. Bæti inn síðar.
Alls voru 1418 750bílar framleiddir árið 1993.
Serial.WBAGB81060DC0942

Author:  Steinieini [ Sun 18. Feb 2007 12:45 ]
Post subject: 

íbbi_ wrote:
M60B30 er samt mjög skemmtilegur mótor finnst mér



Brilljant líka í 5gang E34 :)

Author:  Kristjan [ Sun 18. Feb 2007 13:41 ]
Post subject: 

Hvar býrðu. Ég ætti kannski að kíkja á þig fyrst að ég er að fara til Svíþjóðar í byrjun Apríl.

Author:  Svíþjóð. [ Sun 18. Feb 2007 13:47 ]
Post subject: 

Svíþjóð, (4mil) ofan við Växjö..
Eða til að spara þér umhugsun og vangaveltur, hér

Krossinn er á kollinum á mér. :cry:

Menn sem geta lyft glasi og "talað skít" eru alltaf innilega velkomnir..

Author:  zazou [ Sun 18. Feb 2007 14:01 ]
Post subject: 

Endurtek það sem ég sagði á Blýfæti... Vafftólf fyrir vinninginn!

Author:  Svíþjóð. [ Wed 21. Feb 2007 16:15 ]
Post subject: 

Gvöööð hvað það er gaman að vera innflytjandi....
Fór á verkstæði bæjarins til að fá þá til að narra þá til að losa felgubolta sem var utan minna verkfæra og þolinmæðar.(helvískur gafst ekki upp)

Kom skömmu fyrir lokun og spurði hvort ekki væri hægt að kaupa þá til að skella loftinu á helvískan þar sem ég þyrði ekki að beita frekari átökum á hann.(einn meira að segja stóða með loftlykilinn/hersluvélina í dyrunum er ég kom)


Sagði þeim að ég væri í stökustu vandræðum, allir hefðu losnað eftir viðeigandi átök en ekki þessi.

"Já, viltu ekki bara skilja lyklana eftir í afgreiðslunni, ég kíki á þetta fyrir kl 3 á morgun."
:shock: <--Ég
Spurði hvort þetta væri það mikið mál, já sagði hann, það þarf sko að svona og svona og svona og sv...................
:shock: <--Ég aftur.
Spurði hann hvort honum væri alvara með þessu, hvort hann teldi að þessi stífi felgubolti væri amk 1tíma verk?

Hann hélt nú það, svona væri ALLTAF tímafrekt...

Ég reyndi að fullvissa hann um að þetta væri ALLS ekki svoleiðis, hann MYNDI losna næstum strax og skugginn af loftlyklinum félli á hann.

Hann starði þá mig og sagði að kannski virkuðu svona hlutir örðuvísi þaðan sem ég kæmi....

:shock: --- :burn: <--Ég.

Áður en ég missti stjórn á mér þá gekk ég burtu....

Að tala með hreim er ekki alltaf sexý get ég sagt ykkur.
:roll:

p.s. ég skildi lyklana ekki eftir... :lol:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/