Ákvað að skella inn smá texta og myndum af kagganum
Ég sem sagt keypti þennann bíl í ágúst 2006 af Einari-x hérna á kraftinum þetta er '93 árgerð af 325 coupe vínrauður á litinn og helmassaður bíll
Hann er með topplúgu, leðri, bsk og litlu aksturstölvunni.
Bíllinn var eitt sinn í eigu Nökkva ef enhverjir kannast við hann, og langaði mig þessvegna að setja hann hingað inn því ég sá að nökkvi hafði verið að skrifa um hann og allir voru að dást að honum svo mikið
En þegar ég fékk bílinn leit hann einhvernveginn svona út:
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... 83afc4272c
En ég og félagi minn tókum hann og mössuðum og gerðum voða flott og þá leit hann einhvernveginn svona út:
http://www.picturetrail.com/eiddi
En þar sem ég bý á AK þá þurfti ég að fara suður og ná í bílinn, sem var svo sem ekkert mál.
Nema hvað, þegar ég kom í bæinn drap hann á sér og fór bara ekki aftur í gang og enginn vissi neitt.
Þannig að hann var bara dreginn heim og svo á verkstæði daginn eftir, en þegar var verið að draga hann á verkstæði rifnaði stuðarinin af honum.
Bíllinn hafði sem sagt lent í tjóni og ekki verið gert nógu vel við styrktarbitann og pumpurnar á bak við, þess vegna eru þessar sprungur í stuðaranum því honum var bara tjaslað saman.
En ég var síðan fyrir því óláni núna í febrúar að það var keyrt í veg fyrir mig í vetrar hálkunni á AK og ég endanlega mölvaði stuðarann, braut stefnuljós, beyglaði bretti og listann undir ljósinu sem tengist grillinu.
Þannig að núna er kaggainn bara í viðgerð og verið að setja glænýjann M3 stuðara á hann og annann gírkassa þar sem hinn var orðinn frekar lélegur og mér tókst að mööölbrjóta hann
En þá held ég að þetta sé komið gott stendur til að fara að panta felgur eftir helgi, langar í króm en það hefur ekki fengið góðar undirtektir hér á kraftinum...

maður veit aldrei hvað maður gerir.
Svo hendi ég inn nýjum myndum um leið og hann kemur aftur til mín og ég er kominn með felgur og svoleiðis.
ég vil hér með afþakka allt skítkast út af málfræði eða öllu svoleiðis bulli kann ekkert í málfræði eða stafsetningu...
takk fyrir