bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Tue 19. Mar 2024 08:52

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 23 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
 Post subject: 2002 BMW 330i
PostPosted: Sun 31. Jan 2021 01:24 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 09. Apr 2014 15:33
Posts: 31
Jæja keypti annan bmw.
Um er að ræða E46 sedan 330i.
Usa týpa.
Ágætlega vel útbúinn, með rafmagns sport sætum svart leður, harmon kardon, topplúga o.fl. Búinn að vera lélegur að taka myndir, en set inn það sem ég á.
Image

Fékk hann með villukóða á vanos á bæði inntak og púst knastásum og aftari pústskynjara.
Bíllinn er kraftlaus undir 5000rpm.
Lekur kælivatni
Ryðdoppur hér og þar.
Og annað smotterí.


Byrjaði á því að gera upp vanosið, skipti um þéttihringi og tók vanos stimplana í sundur og skipti um einhvern hring þar inní sem á það víst til að skrölta.
Var aðeins meira mál en að segja það, einhver trúður hefur verið að fikta í þessu á undan mér. Skemmdi lokin framan á knastásunum og braut annan vanos stimpilinn (skil ekki ennþá hvernig það er hægt.) Fékk annað vanos unit frá skúla og tók úr því það sem mig vantaði.
Ný oem ventlalokspakkning, hin lak að sjálfsögðu. Mótor mjög hreinn, kom á óvart.
Skipti um olíu, síu og loftsíu í leiðinni.Image


Gerði upp lykil cylinder í bílstjórahurðinni.
Þreif kíttis röndina sem var eftir á skottinu eftir skottlip. Fékk gefins skottlip frá vinnufélaga og skellti því á. Gleymdi að taka mynd eftirá.Image

Hafði ekki tíma til að skoða kælivatnslekan, sýnist það leka neðan úr forðabúrinu, er samt nýtt en spurning hvort það hafi eitthvað klikkað við ísetningu. Kæmi ekki á óvart miðað við vanosið :D

Svo tók ég bara hring, keyrði einhverja 150km, orðinn aðeins betri varðandi kraft en samt skrýtinn. Kemur ennþá með villukóða á vanos. Skilst að það gæti tekið upp að 500km fyrir bílinn að 'jafna sig' eftir vanos upptekt. Prófa það fyrst og sé til.ImageImage



Sent from my SM-G973F using Tapatalk


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: 2002 BMW 330i
PostPosted: Mon 01. Feb 2021 16:38 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 16. Apr 2007 00:27
Posts: 6764
Þrusu skemmtilegir bílar!

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: 2002 BMW 330i
PostPosted: Wed 03. Feb 2021 23:12 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Tue 07. Feb 2012 21:53
Posts: 166
Flottur bíll! Mér þykir M-tech 1 stuðararnir svo cool á e46

_________________
_________________
’99 Z3 Coupé (ME-157)

AFS Media | Facebook | Instagram | Youtube
Cold Start | Facebook | Instagram | Youtube

Einusinni var
(OU-325) E46 318i 2000 M-tech 1
(TV-646) E46 320D Touring 2003 M-tech 2
(SK-075) E90 325xi 2006
(DO-658) E46 330i M-tech 2 swap bíll
(LD-007) E39 530d 2000


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: 2002 BMW 330i
PostPosted: Sun 07. Feb 2021 17:18 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 09. Apr 2014 15:33
Posts: 31
Takk fyrir það :)

Ég er búinn að panta í hann það sem vantar til að laga kælivatnslekan og nýja knastásskynjara 2stk.
Er semsagt búinn að keyra bílinn þessa 500km og hann er ennþá kraftlaus á lágum snúningum.

Skipti um vanos solenoida, fékk notaða hjá skúla og bíllinn skánaði helling við það. Virkar flott uppúr svona 3500 snúningum.
Núllaði adaptation á vélinni og bíllinn keyrði eins og nýr eftir það og þvílíkt sem það er skemmtilegt að keyra þetta með virkandi vanos :D
En, svo drap ég á bílnum og þreif hann. Var kominn í sama form og áður eftir það.

Eftir smá gúgl á netinu þá geta knastásskynjararnir bilað á þannig hátt að vanos hættir að virka og kemur með villukóða á það. Er bara að bíða eftir þeim og vona að þeir lagi þetta vesen.

Í millitíðinni skellti ég nýjum kertum í bílinn, þau voru bæði gömul og vitlaus..
ImageImage

Sent from my SM-G973F using Tapatalk


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: 2002 BMW 330i
PostPosted: Sat 27. Mar 2021 20:29 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 09. Apr 2014 15:33
Posts: 31
Afsaka hvað er lítið til af myndum, var að flýta mér að setja þetta allt saman svo ég gæti farið með bílinn í skoðun.

Skipti um knastásskynjarana, en þeir löguðu ekki vandamálið.
Viðnámsmældi vanos solenoidana og þeir mælast alveg úti á túni miðað við það sem ég hef fundið á netinu.
Mældi einnig í tengin fyrir solenoids, 14v á pin 1 og ~4v á pin 2. Skilst að það sé eðlilegt.
Er búinn að panta nýja solenoida og koma vonandi sem fyrst.

Skipti um kælivatnsforðabúr, bracketið fyrir það, allar slöngur sem fara í forðabúrið, ssk vatnslás og viftukúplingu.
Skipti um ventlalok þar sem það var sprunga í gamla.
Skipti um báðar aftari spyrnufóðringar að framan og ballansgúmmí framan.

Skipti um bensínsíu, það hafði aldrei verið skipt um hana áður
Skipti um handbremsuborða og gormasett.
Rykhlífar aftan óryðgaðar sem er nánast ótrúlegt í E46.

Henti bílnum síðan í skoðun, 2022 miði án athugasemda að sjálfsögðu.

Núna er ég með lekalausan (í bili) E46 330i svo ég ákvað að bóna hann :)
ImageImageImageImage

Sent from my SM-G973F using Tapatalk


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: 2002 BMW 330i
PostPosted: Sat 30. Apr 2022 16:57 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 09. Apr 2014 15:33
Posts: 31
Smá update á þennan.
Seldi hann fyrir um það bil ári síðan vegna tíma og peninga skorts. Keypti hann aftur um daginn, vanos í lagi og búið að laga hitt og þetta.

Byrjaði á því að smyrja vél og drif og skipta um ccv eins og það leggur sig.
Var á style 44 á nagladekkjum eins og her fyrir ofan, keypti þessar fínustu borbet felgur og skellti nýjum sumardekkjum á þær.
Setti nýtt spegilgler v/m til að losna við ‘ameríkuglerið’
Image


Næsta mál á dagskrá var að skipta út stefnuljósum fyrir glær. Byrjaði á því að skipta um brettaljósin og stefnuljosin að framan. Tók síðan framljósin í sundur, gerði þau svartbotna og massaði plöstin. Skipti síðan um afturljósin og skipti um skotthleran ‘í leiðinni’ Gamli var orðin ryðgaður og ljótur í kringum númeralistan. Skúli átti nýlega sprautaðan hlera í sama lit. Skellti nýjum krómlista H/m þar sem gamli var brotinn

Fyrir
Image
Image


Eftir
Image
Image

Er svo að bíða eftir pakka frá fcpeuro og retrofitlab sem ætti að koma í næstu viku.


Sent from my iPhone using Tapatalk


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: 2002 BMW 330i
PostPosted: Sat 14. May 2022 18:58 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 09. Apr 2014 15:33
Posts: 31
Fékk pakka frá retrofitlab, í honum voru nyjir projectors og xenon perur.
Tók ljósin í sundur og skipti um þetta, átti að vera plug and play dót en var það svo ekki. Þarf að breyta tenginu fyrir háuljósin þar sem þetta er bi-xenon.
Image
Image
Image

Eins og sést þá er geislinn v/m ekki réttur, er búinn að vera tala við þá hjá retrofitlab en virðist ekkert finna út úr þessu. Búið að prófa hitt og þetta.
Svo er annað vandamál, háuljósin virka ekki, þau blikka bara tvisvar. Þetta virkaði allt saman fyrir projector skiptin svo vandamálið virðist vera í þeim. Er ekki alveg nógu sáttur með þetta, endar sennilega þannig að ég set oem projectors aftur í.

Næst kom pakkinn frá fcp euro. Koni special active demparar hringinn og tilheyrandi, sjálfskipti service kit, forðabúr fyrir vökvastýri og stýrisrör, skottpumpur o.fl
Image

Er síðan búinn að vera lenda í misfire á cyl 4, bara í lausagangi, versnaði því lengur sem hann gekk lausagang og verra kaldur. Prófaði að svissa kertum og háspennukeflum, ennþá á cyl 4.
Henti nýjum kertum í hann aftur bara til öryggis.
Lítil breyting. Prófaði spíssahreinsi á tank, engin breyting.
Keypti ‘smoke leak detector’ sem er bara voða fín reykvél. Notað til að finna t.d vacuum leka.
Komst að því að það var lítil rifa á inntakshosu og allar vacuum slöngur tengdar sec air kerfinu voru ónýtar og ekki tengdar, sem útskýrir sec air kóðana sem voru inni. Lak einnig með disa og komið smá slag í spjaldið þannig keypti nýjan.
Skipti um efri og neðri inntakshosuna, vacuum lagnir fyrir sec air kerfið, disa og ventil fyrir miðstöðina í leiðinni.
Image
Image
Image
Image

Skipti líka um aftari súrefnisskynjara á bank 2, var villa á honum.
Framkvæmdi service á sjálfskiptingu.

Kíkti síðan við í hringakstur og tók nokkra hringi og komst að ýmsu sem mætti vera betra.
Lítur út fyrir að það þurfi að panta annan stóran pakka frá fcp euro
Image


Sent from my iPhone using Tapatalk


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: 2002 BMW 330i
PostPosted: Sat 28. May 2022 18:35 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 09. Apr 2014 15:33
Posts: 31
Skipti um dempara allan hringinn, ný topmount og bump stops í leiðinni. Keypti koni special active dempara sem eiga að vera mjúkir og fínir í venjulegum akstri en stífir þegar það er verið að keyra hratt. Image

Image
Eins og sést þá voru gömlu dempararnir alveg handónýtir og litu út fyrir að hafa verið original.
Image


Einnig voru ballansendarnir að framan ónýtir svo það var skipt um þá í leiðinni Image


Eftir stuttan prufuakstur, þá er ég alveg í skýjunum með þessa dempara. Dúnmjúkir yfir ójöfnur og hraðahindranir en liggur eins og klessa í beygjum.

Næst var skipt um vatnsdælu, vatnslás og neðri vatnskassahosu vegna leka frá vatnsláshúsi
Image


Eftir það var skipt um vövkastýrisrör frá dælu í maskínu. Var byrjað að smita.
Image
Image

Henti síðan nýjum bensíntappa í, í leiðinni. Vantaði bandið á tappann og o hringurinn ónýtur.
Image

Image

Skellti nýjum plöstum neðst í framstuðaran og málaði þau. Liturinn sem ég lét blanda passar illa sem er frekar leiðinlegt. Þarf hvort eð er að mála allan stuðaran svo ég læt græja það við tækifæri.
Image
Image


Sent from my iPhone using Tapatalk


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: 2002 BMW 330i
PostPosted: Tue 30. Aug 2022 17:35 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 09. Apr 2014 15:33
Posts: 31
Bílinn fór í sprautun á afturbrettum, sílsum og afturgafl. Var komið aðeins ryð á þessa staði en ekkert alvarlegt ennþá. Var pínu stressaður að sjá sílsana bakvið plöstin en sem betur fer voru engar óvæntar uppákomur.
Image
Image
Image
Image
Image

Svo eftir sprautun, liturinn er nokkuð nálægt en ekki 100% eins og þá búast við á 20 ára gömlum bíl.
Image
Image

Næsta mál á dagskrá var að gera bílinn shadowline. Ódýrasta shadowline lista sett sem ég fann hefði kostað 100þúsund plús. Ákvað að prófa sprauta þá fyrst og sjá hvernig það kæmi út.
Byrjaði á því að pússa allt krómið af, grunna með sýrugrunn, 4 umferðir af lit og 4 af glæru. Kom nokkuð vel út að mínu mati en sjáum hvort þetta endist.
Image

Image
Image

Gerði mikið fyrir hliðarprófílinn á bílnum að mínu mati.
Á eftir að taka speglana og hina listana en græja það í vetur.


Bremsurnar voru orðnar frekar lala, keypti diska klossa og vírrofnar slöngur hringinn og fór svo í það að henda þessu í.
Image
Image
Eins og sést þá var bremsuvökvinn orðinn slétt ógeðslegur.
Miklu betra að keyra bílinn eftirá.


Kíkti síðan við á Bmw hittinginn og renndi sjálfur að taka myndir á nesjavöllum.
Image

Image
Image
Image


Sent from my iPhone using Tapatalk


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: 2002 BMW 330i
PostPosted: Tue 30. Aug 2022 17:35 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 09. Apr 2014 15:33
Posts: 31
Double post


Last edited by Johann2326 on Tue 30. Aug 2022 17:41, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: 2002 BMW 330i
PostPosted: Tue 30. Aug 2022 17:35 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 09. Apr 2014 15:33
Posts: 31
Triple post


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: 2002 BMW 330i
PostPosted: Sat 10. Sep 2022 14:46 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15936
Location: Reykjavík
Flott að stoppa þetta krabbamein í fæðingu :thup:

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: 2002 BMW 330i
PostPosted: Thu 03. Nov 2022 23:23 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Sat 15. May 2004 19:02
Posts: 655
Location: rvk
Ég setti projectora frá retrofitlab í e46 sem ég átti ásamt osram nightbraker perum og ljósin lýstu rosalega. Var mjög ánægður með þau. Varðandi háuljósin þá var það sama vesen hjá mér.

Ég tengdi rauða vírinn í hvíta og græna í svarta vírinn þá fékk ég háuljósin til að virka.

_________________
Image

BMW E39 ///M5
BMW F11 535xd Touring

BMW E53 X5 3.0i Seldur
BMW E46 318d Touring Seldur
BMW E46 320i Touring Seldur
BMW E61 520d Touring Seldur
BMW E39 540i M-tech Touring Seldur
BMW E36 325i Sedan Seldur
BMW E36 328i M-tech Sedan Seldur
BMW E34 ///M5 Seldur
BMW E90 320d Seldur
BMW E36 318i Sedan Seldur


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: 2002 BMW 330i
PostPosted: Mon 14. Nov 2022 11:49 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 09. Apr 2014 15:33
Posts: 31
Daníel Már wrote:
Ég setti projectora frá retrofitlab í e46 sem ég átti ásamt osram nightbraker perum og ljósin lýstu rosalega. Var mjög ánægður með þau. Varðandi háuljósin þá var það sama vesen hjá mér.

Ég tengdi rauða vírinn í hvíta og græna í svarta vírinn þá fékk ég háuljósin til að virka.
Prófaði þetta og háuljósin virka flott núna. Takk kærlega fyrir þetta. Greinilega vitlausar leiðbeiningar sem ég fékk frá þeim, þar stendur rauður->hvítur
Svartur->svartur


Sent from my iPhone using Tapatalk


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: 2002 BMW 330i
PostPosted: Sun 12. Nov 2023 20:56 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 09. Apr 2014 15:33
Posts: 31
Jæja mikið búið að gerast á árinu
Afsaka hvað það er lítið til af myndum, skipti um síma og missti helling.

Í mars og apríl skipti ég út öllum depo ljósum á bílnum fyrir oem, depo ljósin pössuðu illa og kom strax rakamyndun í ljósin. Setti einnig ný oem plöst a framljosin þar sem gömlu voru orðin þreytt.
Einnig skipti ég út SWAG ccv kerfinu fyrir oem því mér fannst það passa illa og var ekki nógu hrifinn af því. Í leiðinni skipti ég út öllum vacum slöngum í vélarsal og soggreinapakkningum.
Datt svo niður á eisenmann race endakút svo hann var settur undir, er ekki ennþá viss hvernig mér líður með stútana á honum en það er flott sound.
Skipti um öll kerti, öll háspennukefli og alla spíssa sem fyrirbyggjandi viðhald.
Skipti um olíu, olíuhæðarskynjara og allar síur.
Skipti út demparapúðum að framan fyrir E90 Xdrive púða, og setti styrkingarplatta, við þetta lækkar bílinn um ca 10mm.
Skipti út öllum hátölurum fyrir bavsound stage 1 kit, gömlu HK hátalararnir voru vægast sagt mjög þreyttir.
Image
Image
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 23 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 4 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group