Fékk pakka frá retrofitlab, í honum voru nyjir projectors og xenon perur.
Tók ljósin í sundur og skipti um þetta, átti að vera plug and play dót en var það svo ekki. Þarf að breyta tenginu fyrir háuljósin þar sem þetta er bi-xenon.
Eins og sést þá er geislinn v/m ekki réttur, er búinn að vera tala við þá hjá retrofitlab en virðist ekkert finna út úr þessu. Búið að prófa hitt og þetta.
Svo er annað vandamál, háuljósin virka ekki, þau blikka bara tvisvar. Þetta virkaði allt saman fyrir projector skiptin svo vandamálið virðist vera í þeim. Er ekki alveg nógu sáttur með þetta, endar sennilega þannig að ég set oem projectors aftur í.
Næst kom pakkinn frá fcp euro. Koni special active demparar hringinn og tilheyrandi, sjálfskipti service kit, forðabúr fyrir vökvastýri og stýrisrör, skottpumpur o.fl
Er síðan búinn að vera lenda í misfire á cyl 4, bara í lausagangi, versnaði því lengur sem hann gekk lausagang og verra kaldur. Prófaði að svissa kertum og háspennukeflum, ennþá á cyl 4.
Henti nýjum kertum í hann aftur bara til öryggis.
Lítil breyting. Prófaði spíssahreinsi á tank, engin breyting.
Keypti ‘smoke leak detector’ sem er bara voða fín reykvél. Notað til að finna t.d vacuum leka.
Komst að því að það var lítil rifa á inntakshosu og allar vacuum slöngur tengdar sec air kerfinu voru ónýtar og ekki tengdar, sem útskýrir sec air kóðana sem voru inni. Lak einnig með disa og komið smá slag í spjaldið þannig keypti nýjan.
Skipti um efri og neðri inntakshosuna, vacuum lagnir fyrir sec air kerfið, disa og ventil fyrir miðstöðina í leiðinni.
Skipti líka um aftari súrefnisskynjara á bank 2, var villa á honum.
Framkvæmdi service á sjálfskiptingu.
Kíkti síðan við í hringakstur og tók nokkra hringi og komst að ýmsu sem mætti vera betra.
Lítur út fyrir að það þurfi að panta annan stóran pakka frá fcp euro
Sent from my iPhone using Tapatalk