bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

1995 M3 111/356 - Update bls 422 04.07.23
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=20272
Page 66 of 423

Author:  fart [ Sat 24. Nov 2007 16:54 ]
Post subject: 

Nett öflugur í dag, boxið er komið í og búið að gangsetja (og rev'a aðeins). Eg brosti hringinn.

Fullt af mistökum, fullt af dóti sem vantaði, full af hlutum sem gengu bara ótrúlega vel upp.

Missti framlenginguna af skrallinu niður með öryggjaboxinu og það er gersamlega vonlaust að ná því nema rífa öryggjaboxið af :evil: .

Nú á ég bara efitr að klára að ganga frá MAF-inum (þétta hann) og leggja lagnirnar niður fyrir keiluna.

Reikna með að taka run um hádegi á morgun, það verður þá fyrsta rönn eftir De-Cat og airbox 8)

Author:  bimmer [ Sat 24. Nov 2007 18:14 ]
Post subject: 

Muna að setja vídeotökuvélina í hleðslu í kvöld....

Author:  Aron Andrew [ Sat 24. Nov 2007 18:43 ]
Post subject: 

fart wrote:
Missti framlenginguna af skrallinu niður með öryggjaboxinu og það er gersamlega vonlaust að ná því nema rífa öryggjaboxið af :evil: .


Lentum í því nákvæmlega sama í Bjarna bíl um dagin, sennilega örlítið pakkaðara í þínu húddi, en við náðum að ýta því með olíukvarða úr m30 á stað sem hægt var að koma hendinni að, svo er líka hægt að nota segul, Skúra Bjarki sagði okkur að reyna allt áður en við tökum öryggjaboxið úr.

Author:  ///M [ Sat 24. Nov 2007 18:57 ]
Post subject: 

niiice, þú manst svo að selja mér þetta þegar þú færð þér stóru vélina :wink:

Author:  fart [ Sat 24. Nov 2007 19:33 ]
Post subject: 

///M wrote:
niiice, þú manst svo að selja mér þetta þegar þú færð þér stóru vélina :wink:


Miðað við hávaðan áðan þá gæti þetta setup orðið nett vanabindandi!

Annars virðist boxið vera eitthvað örlítið of hátt þannig að ég get ekki komið strut-braceinu í aftur. Þarf að skoða það aðeins á morgun.

Author:  bimmer [ Sun 25. Nov 2007 14:51 ]
Post subject: 

Búið að taka rönn???

Author:  fart [ Sun 25. Nov 2007 15:22 ]
Post subject: 

Var að koma inn :D 8) :D :naughty:

Bara stuð, samt blautt úti og mikið spól.

ein mynd af "made-in-sveitin" MAF dæmið. Leysti þetta á nokkuð praktískan hátt bara.
Image

Bíllinn gengur og keyrir, var dálítið röff fyrst á meðan hann var kaldur, enda búinn að standa í 3 vikur.

Eftir nettan hasar fékk ég algjört taugaáfall, svakalegan reyk lagði frá bílnum og stökk út. ... En það var ekkert má, bara nýja pústið að reykja svolítið.

Ég er ekki var við neina kraftsminnkun við þetta mix, en mér finnst hann vera dálítið sprækari, enda engir hvarfar í honum núna.

Videocameran var með, samt hálf glatað að taka upp og keyra með eina hendi í hvoru.

Hrikalega gaman og að sama skapi geðveikislega pirrandi að gera svona sjálfur. Svona eftirá, þegar allt er komið saman og bíllinn keyrir, sé ég ekki eftir þessu.

BTW.. þá er dálítið af límbandi þarna, betra að hafa bæði belti og axlabönd :lol:

Author:  aronjarl [ Sun 25. Nov 2007 16:14 ]
Post subject: 

hehe smá shit mix tape.

líka ein hosa þarna fyrir neðan boxið útí loftið.

HRIKALEGA kúl svona AirBox.!!

BARA dýrt líka.! (allvegana í E30M3)
Hvað kostaði þetta box? (mátt senda í ep)



Þetta er lang svalasti E36 á spjallinu allavegana.!!!


Á maður ekki að fá aðeins meira ''throttle response'' á svona..

Author:  fart [ Sun 25. Nov 2007 16:53 ]
Post subject: 

ég borgaði uþb 350 euros fyrir þetta.. nýtt.

Þessi hosa út í loftið skillst mér að geri ekkert, en ég ætla samt að setja filter á hana.

Jú maður á að fá smá response, ég er ekki frá því að rassinn segi nokkrir hestar plús.

Author:  aronjarl [ Sun 25. Nov 2007 17:36 ]
Post subject: 

meira loft til að gleypa á núlleinni. - meira flæði.

ég var að skoða þetta á M3 mótorinn minn box sem kostar um 80 þús úti. :oops:

væri gaman að fá clip-u af þessu :)

Author:  fart [ Sun 25. Nov 2007 18:46 ]
Post subject:  Sound..

Soundclips

Hefði þurft cameraman..

Author:  lulex [ Sun 25. Nov 2007 19:03 ]
Post subject: 

Flott...


sérstaklega þegar cameran er í grasinu og þú blastar framhjá... :P

Author:  Kristjan [ Sun 25. Nov 2007 19:19 ]
Post subject: 

Geðveikt sánd, pró myndataka :lol:

Author:  Einarsss [ Sun 25. Nov 2007 19:40 ]
Post subject: 

þokkalegt :)

Author:  bimmer [ Sun 25. Nov 2007 20:38 ]
Post subject: 

Flott sound og skotið í göngunum var helvíti artí Fartí!!!

Page 66 of 423 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/