bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

1995 M3 111/356 - Update bls 422 04.07.23
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=20272
Page 7 of 423

Author:  fart [ Sat 17. Feb 2007 07:32 ]
Post subject: 

Sko. Fullt af góðum punktum í þessu hjá ykkur.

1. Sveinbjörn, þetta eru Brembo bremsur en ekki Benz, hehehehe.... en svona án gríns, er ekki Porsche eini framleiðandinn sem gerir sínar eigin high en bremsur. Held að late model ///M séu með stuff frá Ate, Ferrari og flestir kanarnir komnir í Brembo.

2. Auðvitað er þetta overkill fyrir 1460kg 300 hestafla bíl, en GT er samt 8.22 bíll á Nordschleife. Þessar bremsur eru gerðar fyrir allt að 1500kw (2k hesta átak) og koma undan ofurbíl sem vegur mun meira en minn. En miðað við verðið sem ég fékk þetta á þá gat ég bara ekki sleppt þessu. Ef þetta virkar illa þá á ég bara kittið, og set það undir næsta bíl.

Ef ég hefði keypt þetta á c.a. 20þús euros (smásöluverði) í Umboði þá væri ég geðveikur. En þetta kemur til með að kosta mig 2500-3000 evrur komið undir, og það er mjög svipað og gott "venjulegt" kerfi.

Auðvitað er þetta (fyrir utan stopping power) algjör þvæla, því að ég þarf að runna 19" í stað 17" eða 18". En það er ekkert svo miklu dýrara á meginlandinu, en það er klárlega dýrara.

Allavega lít ég á þessi kaup sem hálfgerða framtíðarfjárfestingu, held að þessar bremsur eigi eftir að fylgja mér ansi lengi, þ.e. ef ég fíla þær á annað borð.

Til gamans má geta þess að 997GT3 er með 350mm ceramic að framan og aftan, 6piston calipers, 235/35-19 dekk eins og ég ætla að runna og 1400kg. Að vísu er hann 415 hestar og 400nm. :oops: Að´vísu þarf Porscheinn líklega öflugri bremsur að aftan en ég þar sem að meiri þyngd er að aftan.

Varðandi afturbremsurnar þá eru eitthvað stærri diskar nú þegar, mjög líklega afturbremsur af E46M3, þannig að hugsanlega dugar calipera upgrade.

Author:  Alpina [ Sat 17. Feb 2007 07:53 ]
Post subject: 

Magnað,, og skemmtileg framkvæmdaráætlun

Author:  gunnar [ Sat 17. Feb 2007 08:27 ]
Post subject: 

Gott innlegg.

Þarft eiginlega að prufa að gera brake test áður en þú setur þetta í.

Jafnvel frá 100 - 0 og frá 200 - 0 .

Og svo eftir að the stuff er komið í.

Verður gaman að gera samanburð.

Það má ss búast við því að það verði ekki mikið bremsu "fading" hjá þér á hringnum. Bíllinn bráðnar áður en þetta nær að verpast :lol:

Author:  fart [ Sat 17. Feb 2007 09:17 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
Gott innlegg.

Þarft eiginlega að prufa að gera brake test áður en þú setur þetta í.

Jafnvel frá 100 - 0 og frá 200 - 0 .

Og svo eftir að the stuff er komið í.

Verður gaman að gera samanburð.

Það má ss búast við því að það verði ekki mikið bremsu "fading" hjá þér á hringnum. Bíllinn bráðnar áður en þetta nær að verpast :lol:


0-100 er 2.8 sek á nýjum OEM bíl, en reyndar á 1995 style dekkjum.
skv

http://www.m3gtregister.com/pdf/german_ ... eaflet.pdf

En hver einasti "Ringer" sem ég hef talað við segja að OEM setup þoli kanski í mesta lagi 6 100% stop með stuttu millibili og þá sé kerfið hætt að virka sem skildi.

Það verður allavega áhugavert að testa þetta á modern compound semislicks :lol: Koma inn á stæðið á slaufinni með opinn eld í framdekkjunum.

Author:  Jón Ragnar [ Sat 17. Feb 2007 12:54 ]
Post subject: 

Eru 19" ekki fullt stórt undir E36? :oops:


Samt súpersvalt að vera með svona bremsur! 8)

Author:  bjahja [ Sat 17. Feb 2007 15:11 ]
Post subject: 

19" getur alveg komið vel út þótt mér finnist 18" flottara

Image

Author:  bjornvil [ Sat 17. Feb 2007 15:54 ]
Post subject: 

En hjá fart verða svona 19" felgur fullar af bremsum :D

Author:  bimmer [ Sat 17. Feb 2007 16:49 ]
Post subject: 

Þetta á örugglega eftir að koma vel út.

Held að það sé ekkert sem heitir of góðar bremsur á hringnum!!!

Author:  fart [ Sat 17. Feb 2007 20:38 ]
Post subject: 

Image

Image

19" á E36 er ekkert endilega slæmt.. E46 er ekker svo mikið stærri bíll En E36.

Author:  BjarkiHS [ Sat 17. Feb 2007 23:26 ]
Post subject: 

Image


Merkilegt hvað mér finnast nýrun á þessum bíl eitthvað "off" :shock:

Author:  fart [ Sun 18. Feb 2007 10:18 ]
Post subject: 

Ég er búinn að velta fyrir mér töluvert dekkjastærðum. Orginal kemur bíllinn með 235 breidd bæði að framan og aftan. Ég hef ákveðið að taka 235 áfram að framan, en að aftan er ég að velta fyrir hvort ég á að fara í:

8.5" breiða felgu með 235 breidd (praktískt upp á að skpita fram og aftur)
9.5" breiða felgu með 265 breidd.

Það seinna kemst þar sem að brettin hafa verið víkkuð aðeins og rúlluð. Hinsvegar er spurning hvort það er ekki bara of mikil breidd fyrir ekki aflmeiri bíl. Þar sem að dekkin verða "semi-slicks" Michelin Pilot Sports Cup þá efast ég um að ég losi eitthvað hjól á 235 að aftan.

Orginal felgubreiddin er 8.5" að aftan þannig að það er ekki inni í myndinni að held ég að keyra 235 barða á 9.5" eða 265 á 8.5".

Author:  bimmer [ Sun 18. Feb 2007 11:13 ]
Post subject: 

Ef hann er original á non staggered setup þá myndi ég halda því þannig.

Þú ert ekkert að fara að spóla á svona klístri.

Author:  fart [ Sun 18. Feb 2007 14:58 ]
Post subject: 

bimmer wrote:
Ef hann er original á non staggered setup þá myndi ég halda því þannig.

Þú ert ekkert að fara að spóla á svona klístri.


OEM er setupið staggered.

7.5" að framan en 8.5" að aftan. Samt sem áður sama dekkjabreidd.

Author:  bimmer [ Sun 18. Feb 2007 15:03 ]
Post subject: 

fart wrote:
bimmer wrote:
Ef hann er original á non staggered setup þá myndi ég halda því þannig.

Þú ert ekkert að fara að spóla á svona klístri.


OEM er setupið staggered.

7.5" að framan en 8.5" að aftan. Samt sem áður sama dekkjabreidd.


Ok, hvað eru þeir að nota sem eru að keyra þessa bíla mikið á braut?

Author:  gstuning [ Sun 18. Feb 2007 15:33 ]
Post subject: 

Ég myndi reyna þá að hafa sömu stærð að framann og aftann til að
halda undirstýringu í skefjun

Page 7 of 423 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/