bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

1995 M3 111/356 - Update bls 422 04.07.23
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=20272
Page 47 of 423

Author:  fart [ Tue 25. Sep 2007 08:09 ]
Post subject: 

Ég er kominn með short shifterinn í hendurnar og ætla að reyna installið í kvöld.

Það er slatti af DIY-install síðum sem ég get skoðað þannig að ég ætla að láta vaða.

Shifterinn sem ég keypti er stillanlegur á nokkra vegu.
-neðsti hlutinn
-kúlan
-lengdin á arminum fyrir ofan kúluna

Image

Persónulega þá finnst mér þetta nú ekki vera neitt rosa gæðalegt, kanski að því að þetta kemur frá .tw en þetta virðist vera vel smíðað. Ef þetta er rusl þá bara það, þetta kostaði ekki arm and a leg.

Spurningin er því þessi, hversu "ofarlega" á maður að hafa kúluna?

Persónulega vill ég ekki hafa skiptistöngina of stutta.

Einhverjar praktískar ábendingar áður en ég byrja?

Author:  Svezel [ Tue 25. Sep 2007 09:16 ]
Post subject: 

farðu í umboðið og keyptu nýja plast fóðringu (nr.7 á myndinni fyrir neðan) sem kúlan fer í, bara vesen að vera búinn að skemma fóðringuna og geta ekki komið þessu saman

http://www.realoem.com/bmw/diagrams/j/p/227.png

Author:  fart [ Tue 25. Sep 2007 10:02 ]
Post subject: 

Svezel wrote:
farðu í umboðið og keyptu nýja plast fóðringu (nr.7 á myndinni fyrir neðan) sem kúlan fer í, bara vesen að vera búinn að skemma fóðringuna og geta ekki komið þessu saman

http://www.realoem.com/bmw/diagrams/j/p/227.png


Góð hugmynd,

Ég fór og keypti nr7, en auk þess nr 10 og 11. Heilar 8 evrur. 8)

Author:  fart [ Tue 25. Sep 2007 19:03 ]
Post subject: 

Ég óð í djobbið og rumpaði þessu af á svona 20mín. Það sem tók lengstan tíma var að stilla hæðina á kúlunni og veiða gömlu plastfóðringuna upp.

Málið var að ef ég hafði kúluna ofarlega þá rakst draslið niður í drifskaft. Ég endaði á því að hafa hann aðeins fyrir neðan miðju. Svo stillti ég hæðina á gírstönginni þannig að hún er aðeins lægri en orginal. Samt var mesta böggið varðandi það að gírhnúðinn vildi ekki festast á.. þannig að það þurfti aðeins að fita gírstöngina með límbandi.

Hann er greinilega stífari í gírana og eitthvað styttri, virkar nákvæmari en samt er munurinn ekki eins mikill og ég hafði vonað :?

Ég gerði tvennt annað í leiðinni
-lækkaði hann að aftan um c.a. 15mm (er smá tucked að aftan núna)
-mixaði miðjur í RC felgurnar

Reyni að taka myndir af þessu á morgun.

Author:  mattiorn [ Tue 25. Sep 2007 19:11 ]
Post subject: 

Þurftiru ekki að taka pústið undan?

Author:  fart [ Tue 25. Sep 2007 19:13 ]
Post subject: 

mattiorn wrote:
Þurftiru ekki að taka pústið undan?


Nei.. á maður að þurfa þess :oops: hehe.. ég bara tók þetta í burtu og setti með því að tjakka bílinn losa eina smellu, græjaði svo mest ofanfrá, skreið svo undir til að setja plastskinnuna og smelluna :lol:

kanski gerði ég þetta á kolrangan hátt, en það gekk :D

Author:  Angelic0- [ Tue 25. Sep 2007 22:27 ]
Post subject: 

þessi bíll verður alltaf meir og meir solid...

hvar fékkstu þennan shifter.. er ekki hægt að plata þig til að kaupa annan ??

ég var nefnilega endað við að BRJÓTA gírstöngina í E36 :oops:

Author:  IvanAnders [ Tue 25. Sep 2007 23:34 ]
Post subject: 

Hversu oft er búið að hækka og lækka þennan blessaða bíl? :lol:

Author:  fart [ Wed 26. Sep 2007 04:31 ]
Post subject: 

IvanAnders wrote:
Hversu oft er búið að hækka og lækka þennan blessaða bíl? :lol:


hehe... nokkuð oft, enda býður fjöðrunin upp á það.

Þetta er samt í fyrsta skipti sem ég fikta í honum að aftan :wink:

Author:  Einarsss [ Wed 26. Sep 2007 07:58 ]
Post subject: 

fart wrote:
IvanAnders wrote:
Hversu oft er búið að hækka og lækka þennan blessaða bíl? :lol:


hehe... nokkuð oft, enda býður fjöðrunin upp á það.

Þetta er samt í fyrsta skipti sem ég fikta í honum að aftan :wink:



:lol: Fyrir einhvern sem hefur ekki verið að fylgjast með þá er hægt að misskilja þetta illilega

Author:  fart [ Wed 26. Sep 2007 08:44 ]
Post subject: 

einarsss wrote:
fart wrote:
IvanAnders wrote:
Hversu oft er búið að hækka og lækka þennan blessaða bíl? :lol:


hehe... nokkuð oft, enda býður fjöðrunin upp á það.

Þetta er samt í fyrsta skipti sem ég fikta í honum að aftan :wink:



:lol: Fyrir einhvern sem hefur ekki verið að fylgjast með þá er hægt að misskilja þetta illilega


:naughty:

Author:  fart [ Fri 28. Sep 2007 08:11 ]
Post subject: 

Smá reynslusaga af 9°c+rigning+semislicks+toe-out að aftan.

Var að keyra snemma í morgun, blautar götur og ég skipti úr 2. í 3ja gír og læt smá gjöf fylgja með. Allt virðist ok en ég átta mig ekki á því að ég er í nokkru wheel-spinni. Allt í einu skýst bíllinn í hægri oversteer. Þetta gerist vegna þess að dekkin að aftan vísa örlítið út að framan (útskeifur). Nett scary moment og veit ekki á gott ef það verður blautt á sunnudag á hringnum. :?

Author:  bebecar [ Fri 28. Sep 2007 09:41 ]
Post subject: 

Það er líka gott að muna eftir því nú þegar fer að hausta að það verður ekkert smá sleipt á götunum þegar laufin falla og rotna á malbikinu. Maður hefur átt nokkur móment þar sem maður hefur þakkið fyrir að hafa farið sér hægt.

Græna helvítið er örugglega varasamt þegar brautin er rök upp á þetta gera. (þá á ég við brautina - ekki bílinn þinn :lol: )

Author:  fart [ Sun 30. Sep 2007 15:39 ]
Post subject: 

Fór í dag og tók nokkra hringi. Brjáluð umferð og ekki hægt að keyra all-out án þess að vera tæpur að klessa á þessi fjandans mótorhjól sem eru alltaf fyrir.

Það er enn töluvert rubbing að framan, og smá að afta enftir að ég lækkaði bílinn.

225/40 að framan verður bara að duga.

Annars liggur hann eins og klessa og djöfull bremsar hann!

Author:  fart [ Mon 01. Oct 2007 09:43 ]
Post subject: 

Helvítis mótorhjól alltaf fyrir manni. Það er bara súrt hvað maður getur farið miklu hraðar í gegnum begjur heldur en hjólin, en hjólin owna alveg hvað upptakið varðar.
Image

Image

Page 47 of 423 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/