bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

1995 M3 111/356 - Update bls 422 04.07.23
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=20272
Page 401 of 423

Author:  fart [ Mon 08. Sep 2014 05:37 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -New shiny stuff bls 398

Dugði ekki að herða þá klemmu, Á reyndar eftir að keyra hring og athuga með boost, er nokkuð viss um að boostið er í lagi núna.

Er það kanski bara normal að hafa 80kPa vacuum miðað við að 100 er neutral (s.s. 0.8 atmospheric) ?? Er búinn að hugsa þetta fram og til baka, og ég veit náttúruelga ekkert hvað vacuum var áður en að bíllinn fór til Gunna (þ.e. pre-Vems tími). Þarf að reyna að grafa upp gamla zeitronix fæla.

En pælingin er þessi:
Vacuum er basically negative pressure sem myndast í throttle body útaf því þegar vélin dregur inn loft og bensín.
Með ónýtum túrbínum er alveg eðlilegt að vélin sé að draga inn loftið án allrar hjálpar
Með nýjum túrbínum er þá líka alveg eðlilegt að þær snúist eitthvað við idle, sem gefur positive þrýsting inn á móti throttle body (örlítinn samt) sem nettar út eitthvað af soginu sem vélin myndar. Þetta er í mínum huga alveg lógískt, tek það fram að ég er ekki educated í þessum fræðum.

Anyone? Bueller???

Grunar að vacuum í turbo vél sé alltaf minna en í NA vél þar sem að túrbínurnar ættu að snúast við idle sem býr til eitthvað loft í kerfinu.
Stóra spurningin er því hvort að -23.7inHg vacuum er bara normal

Ef þetta er staðan þarf ég líklega complete re-tune, allavega í non boost akstri.

Ég breytti olíuönduninni líka í þetta skiptið og hún ætti að vera betri núna, veit samt ekki hvort að það hefur áhrif á vacuum.

Author:  Alpina [ Mon 08. Sep 2014 07:31 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -New shiny stuff bls 398

Leggðu hausinn í bleyti,, oft er lausnin nær en maður heldur

Author:  fart [ Mon 08. Sep 2014 07:38 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -New shiny stuff bls 398

Alpina wrote:
Leggðu hausinn í bleyti,, oft er lausnin nær en maður heldur

Já, var að edita svarið,, laggði hann í bleyti á hjólinu í morgun.

Author:  gstuning [ Mon 08. Sep 2014 08:04 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -New shiny stuff bls 398

vanosid ad.funkera rett?

Author:  fart [ Mon 08. Sep 2014 08:34 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -New shiny stuff bls 398

gstuning wrote:
vanosid ad.funkera rett?

já og nei, það virkar, en frekar hægt.

180-184 í idle, 225ish hæst í akstri

En -24inHg (-80kpa) er það ekki bara normal vacuum? og vacuum sem var áður bara of mikið? Þá þurfti vélin að draga loftið í gegnum allt turbo kerfið, og við getum gefið okkur það að bínurnar hafi snúist mjög takmarkað eins og þær voru, sem þýðir að kerfið hafi verið semi stíflað?


Það er allavega nokkuð ljóst að þessar breyttu vaccum aðstæður eru að breyta fuel pressure í idle, þanng að billinn er að fá MUN MEIRA bensin, ég þurfti að draga úr því um 50%, sem er í raun breytingin á vaccum, úr 35/40kpa í 80.

Author:  gstuning [ Mon 08. Sep 2014 10:31 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -New shiny stuff bls 398

http://www.endmemo.com/sconvert/kpainhg.php

80kpa er 23InHg absolute eða -6InHg vacuum (100kpa er 29.5InHg absolute)

Þetta er alltof hátt kpa fyrir idle, er hann að revva hærra með svona mikið kpa gildi eða enn að ganga lausagang?
því með vanosið í idle stöðu þá myndi hann eiga að ganga við lægra kpa gildi og raun 80kpa gildi væri eins og að revva vélinni þannig að ef þú ert ekki með vacuum leka þá væri 80ka eins og að vera með gjöfina opna og vélin myndi ganga hratt.

Author:  -Siggi- [ Mon 08. Sep 2014 11:08 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -New shiny stuff bls 398

Hvaðan færðu þessa kpa mælingu ?

Frá map sensor væntanlega.

Og hvar er hann tengdur inná þetta ?

Author:  fart [ Mon 08. Sep 2014 11:33 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -New shiny stuff bls 398

-Siggi- wrote:
Hvaðan færðu þessa kpa mælingu ?

Frá map sensor væntanlega.

Og hvar er hann tengdur inná þetta ?

MAP sensorinn er innbygður í VEMS, vacuum source kemur ur nippli á throttle body

Ég fer í það í kvöld að mæla vacuum á individual slöngum. FPR og VEMS eru á sama source, Blow off valve er að fá sitt frá sama og brake booster.
Túrbinurnar eru svo standalone, beint af túrbinuhúsi í solenoid, og svo þaðan í wastegate actuators.
Ætla að mæla þetta með zeitronix kerfinu sem ég á, setja það á individual slöngu, eina í einu.
Útilokunaraðferðin.

Ætla líka að kanna hvort að inngjafarvirinn er nógu slakur og gera þrýstipróf á rörunum túrbinum yfir í inntaksplenium.

Author:  -Siggi- [ Mon 08. Sep 2014 12:21 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -New shiny stuff bls 398

Annaðhvort er hann að draga falskt loft eða þá eru inngjafaspjöldin ekki alveg lokuð.
En þá ætti idle að vera hærra en vanalega.

Það er varla nein soggrein í þessu itb dóti en það eina sem skiptir máli eru lagnir í þessa litlu soggrein eða pakkningar á hana.
Allt sem er fyrir framan inngjafaspjöldin getur ekki valdið þessari háu lesningu.

Author:  fart [ Mon 08. Sep 2014 13:11 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -New shiny stuff bls 398

-Siggi- wrote:
Annaðhvort er hann að draga falskt loft eða þá eru inngjafaspjöldin ekki alveg lokuð.
En þá ætti idle að vera hærra en vanalega.

Það er varla nein soggrein í þessu itb dóti en það eina sem skiptir máli eru lagnir í þessa litlu soggrein eða pakkningar á hana.
Allt sem er fyrir framan inngjafaspjöldin getur ekki valdið þessari háu lesningu.


Þetta er áhugavert, mig rámar í að inngjafarvirinn hafi verið óvenju strektur, sem gæti þýtt að inngjafarspjöldin eru pínulítið opin.. ég er að tala um bara touch.. sem er hugsanlega nóg til að hækka rev um nokkur hundruð rpm og klúðra algjörlega vacuum tölum.

Bara djöfullegt að standa i svona troubleshooting þegar maður ekki fagmaður í þessu. :lol:

Author:  fart [ Mon 08. Sep 2014 17:55 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -New shiny stuff bls 398

KOMIÐ!

Fyrsti staður sem ég athugaði. Gunni sagði að líklegast væri tölvan að fá rangt vacuum, og það reyndist rétt. Slangan sem fór í VEMS var með svona fancy T-tengi sem er hægt að aftengja auðveldlega (quick connector) og hann míglak. Skipti honum út og boom,, vacuum 35-40kPa.

Keyrir eins og draumur, er ekki frá því að hann pulli töluvert fyrr en áður, sá 250kPa max sem er ívið hærra en áður, en samt er þetta líklega enn takmarkað af booscontrol í VEMS. Spurning hvort maður þarf nokkuð að fara hærra :P

Anyway,, lekur engum vökvum, rýkur í gang og keyrir fínt.

Gerist ekki betra, en þarf líklega re-tune til að nýta þetta að fullu.

Author:  Fatandre [ Mon 08. Sep 2014 18:08 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -New shiny stuff bls 398

Til hamingju með þetta.
Þetta er alvöru!!

Author:  bimmer [ Mon 08. Sep 2014 19:28 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -New shiny stuff bls 398

Frábært!

fart wrote:
Spurning hvort maður þarf nokkuð að fara hærra :P


Right....... :lol:

Author:  fart [ Mon 08. Sep 2014 20:17 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -New shiny stuff bls 398

bimmer wrote:
Frábært!

fart wrote:
Spurning hvort maður þarf nokkuð að fara hærra :P


Right....... :lol:

Það er svo mikið Power núna að ég skaut úr stefnuljósinu farþegamegin :santa: þegar ég tók tönn áðan

Spurning um að fara í amber :alien:

Author:  bimmer [ Mon 08. Sep 2014 21:41 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -New shiny stuff bls 398

fart wrote:
bimmer wrote:
Frábært!

fart wrote:
Spurning hvort maður þarf nokkuð að fara hærra :P


Right....... :lol:

Það er svo mikið Power núna að ég skaut úr stefnuljósinu farþegamegin :santa: þegar ég tók tönn áðan

Spurning um að fara í amber :alien:



Boostleki?

Page 401 of 423 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/