bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

1995 M3 111/356 - Update bls 422 04.07.23
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=20272
Page 395 of 423

Author:  gardara [ Sun 10. Aug 2014 17:28 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

Rosalegt að sjá þetta, alveg í döðlum.

En er þetta ekki fín afsökun til að kaupa stærri kuðunga? :)

Author:  fart [ Sun 10. Aug 2014 17:30 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

gardara wrote:
Rosalegt að sjá þetta, alveg í döðlum.

En er þetta ekki fín afsökun til að kaupa stærri kuðunga? :)


Nei, ég á annað sett, sem þarf bara rebuild.

Author:  BirkirB [ Sun 10. Aug 2014 17:35 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

Shit! Hefðir þú ekki átt að finna fyrir þessu fyrir löngu?

Author:  fart [ Sun 10. Aug 2014 18:46 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

BirkirB wrote:
Shit! Hefðir þú ekki átt að finna fyrir þessu fyrir löngu?


Jú, en fann samt ekkert fyrir þessu. Þetta kom bara i ljós þegar ég var að taka bínurnar í sundur til að skipta um legu og þéttingar.

Segir kanski eitthvað um aflið og það verður fróðlegt að finna það með túrbínunum sem eru ekki.

Author:  Alpina [ Sun 10. Aug 2014 19:29 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

Bio candle ?????

Author:  fart [ Sun 10. Aug 2014 19:51 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

Alpina wrote:
Bio candle ?????

.???

Author:  Alpina [ Sun 10. Aug 2014 20:00 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

fart wrote:
Alpina wrote:
Bio candle ?????

.???


Lífræn kerti ??

Author:  fart [ Sun 10. Aug 2014 20:10 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

Alpina wrote:
fart wrote:
Alpina wrote:
Bio candle ?????

.???


Lífræn kerti ??

Hahahaha
Var að fatta þetta núna :santa:

Author:  Angelic0- [ Mon 11. Aug 2014 01:54 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

Þetta lítur NÁKVÆMLEGA eins út og secondary túrbínan úr gamla compound setupinu mínu... þar var akkúrat ekkert járnarusl að skjótast út úr mótornum... bara of mikið backpressure og EGT í bland....

ótrúlegt hvað þetta virðist hafa náð að lifa lengi svona hjá þér samt... ég myndi ráðleggja stærri afgashús... ég veit að þetta hljómar fáránlega... ég grillaði tvær túrbínur áður en að ég samþykkti að þetta væri vandamálið... ef að þetta væri eftir "carnage" þá væru spaðarnir bognir í hina áttina...

þrýstingurinn er orðinn það mikill í bland við hitann að spaðarnir eru að narta í afgashúsið.... hvernig lítur afgashúsið út að innan ???

Það sá ekkert á þessu í annað skiptið hjá mér (fyrra) en seinna skiptið sást greinilega hvar spaðarnir nörtuðu í afgashúsið...

Author:  fart [ Mon 11. Aug 2014 05:35 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

Angelic0- wrote:
Þetta lítur NÁKVÆMLEGA eins út og secondary túrbínan úr gamla compound setupinu mínu... þar var akkúrat ekkert járnarusl að skjótast út úr mótornum... bara of mikið backpressure og EGT í bland....

ótrúlegt hvað þetta virðist hafa náð að lifa lengi svona hjá þér samt... ég myndi ráðleggja stærri afgashús... ég veit að þetta hljómar fáránlega... ég grillaði tvær túrbínur áður en að ég samþykkti að þetta væri vandamálið... ef að þetta væri eftir "carnage" þá væru spaðarnir bognir í hina áttina...

þrýstingurinn er orðinn það mikill í bland við hitann að spaðarnir eru að narta í afgashúsið.... hvernig lítur afgashúsið út að innan ???

Það sá ekkert á þessu í annað skiptið hjá mér (fyrra) en seinna skiptið sást greinilega hvar spaðarnir nörtuðu í afgashúsið...

Ég myndi halda að Spaðarnir bognuðu akkúrat svona ef eitthvað rekst í þá?

Efnið í spöðunum er mun hitaþolnara en flest í mótornum og bráðnar því ekki nema mótorinn bráðni áður, eðlisfræðilega ætti það ekki að vera hægt.
Það er allavega niðurstaðan eftir að hafa lesið mig í klessu um þetta. Svona skaði er 100% constant við það að eitthvað hefur farið í spaðana! enda eru þeir meira og minna beyglaðir og brotnir.

Auk þess verður að teljast algjört myth að túrbínurnar skildu hafa lifað af algjört carnage. Þrykktu stimplarnir illa marðir og heddið ónýtt eftir að hafa tuggið kerti at 7000rpm. Túrbínurnar snúast heavy hratt og það er nákvæmlega ekkert clearance fyrir neitt járnarusl til að komast framhjá spöðunum þegar að mótorinn reyndi að ætla kertunum. Eina mögulega hér er að þetta hafi verið svona í 2ár eða eftir að mótorinn fór enda voru túrbínurnar ekkert skoðaðar nema aftanúr exhaust hausing, og þessi skaði sést ekki þar eins og myndin sem ég póstaði sýnir.

Að auki logga ég EGT og hann hefur verið hár en ekkert óeðlilega, og alls ekki catastrophic.

Enn fremur hefur bíllinn hvorki misst afl eða gefið nokkur einkenni þessa síðustu 2 ár.

Ef þetta hefur gerst hjá þér án þess að mótorinn hafi farið er líklegast að eitthvað hafi molnað Írak manifoldinu eða álíka og farið í spaðana. Það virðist geta gerst nokkuð auðveldlega ef að manifoldin eru ekki nógu vel soðin eða slípuð að innan. Nema að það hafi verið slag í öxlinum, en þá myndi það sjást líka á compressed hjólinu.

Author:  slapi [ Mon 11. Aug 2014 05:50 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

Þetta er bara skólabókardæmi sýnist mér að eitthvað hafi farið í þær

Author:  fart [ Mon 11. Aug 2014 07:17 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

Já, það er bara þannig.

Blöðin í túrbínunni þola 950°C max í "extended periods" og hærri hita í stuttan tima. Við 950 gráður væri mótorinn löngu toast.

Author:  fart [ Mon 11. Aug 2014 09:56 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

Smá samviskupæling í gangi núna..

Ég er að gera upp bínurnar, en núna þarf ég að blanda saman úr þeim til að ná í tvær heilar. Compressor wheel úr einni og öxul + turbine wheel úr annarri. þá er spurning hvort að þetta þarf að vera jafnvægisstillt. Þar að auki er spurning hvort að það er eitthvað meira skemmt, eins og t.d. öxlarnir.

þannig að ég er eiginlega búinn að ákveða að splæsa í tvo nýuppgerða orginal kjarna.. þeir kosta reyndar €180 pr. stykki, en þá er ég með þetta nánst nýtt og professionally sett saman.

Örugglega ekki dyrustu €400 sem ég hef vaðið í.

http://www.expert-car.de/index.php?s=12

Image
Image

Author:  fart [ Mon 11. Aug 2014 11:39 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

Ég er enn að reyna að komast að því hvað gerðist, vill helst ekki ganga að einhverju vísu.

Einn möguleikinn er vegna cyclic overspeed, eða það að túrbinan er keyrð yfir getu í langan tima. Mér þykir það ólíklegra þar sem þessi bína kemur af 3.0L diesel (1sk bina á hverri vél) og maður heyrir þessa diesela spinna turbinunum alveg svakalega.

Image

Overspeed damage, túrbinuhjólið slæst í housing, en hjá mér er ekki að sjá neinar skemmdir á húsinu, og þvi ólíklegra að spaðarni hafi verið að rekast í það.
Image

Mér finnst skemmdirnar svipaðar, en samt eru spaðarnir á mínum meira beiglaðir heldur en brotnir.

Image

t.d. hérna #5
Image

Og hérna "foreign object damage"
Image
Image

Svona til að greina muninn þá synist mér að "overspeed" skemdirnar séu almennt utar á blöðunum, en "foreign object" séu innar (nær öxlinum). Mínar eru bara skemmdar næst öxlinum. Auk þess sem að það er vitað að það var catastrophic motor failure 2011 þar sem motorinn smattaði á keramiki og járni.

Author:  Angelic0- [ Mon 11. Aug 2014 13:56 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

Þú komst með orðið, ég er að tala um cyclic overspeed...

mér finnst þetta einmitt ná þetta langt út á spaðana að þetta sé þannig tjón...

finnst þetta ná alveg út að exducernum...

vona að þú skiljir hvað ég meina...

ég veit að það er meira stress á þessu í compound setupi, en þetta eru svo gífurlega smávaxnar túrbínur að mér finnst þetta passa vel...

í diesel setupi eru túrbínurnar að flæða c.a. helmingi minna afgasi, bæði er afgasið kaldara og á 3000cc diesel vél snýst stuffið c.a. helming hægar og yfirleitt wastegated @ 15psi eða eitthvað...

Page 395 of 423 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/