bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

1995 M3 111/356 - Update bls 422 04.07.23
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=20272
Page 394 of 423

Author:  Alpina [ Wed 06. Aug 2014 11:33 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

Flott,,og gáfulegt viðhald,,,,,,,, :thup:

Author:  fart [ Thu 07. Aug 2014 12:21 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

Reyndar eru líkurnar á því að ég setji þessa dælu á olíuafföllin að minnka.
Málið er að ég hef aldrei lent í vandræðum með drainið, nema þegar að ég yfirfyllti mótorinn af olíu. Þá virðist ég hafa ýtt olíu í gegnum þéttingarnar, og mögulega eyðilagt þær.

Málið er að ef ég bæti við svona dælu er ég með einn viðbótar hlut sem getur klikkað. Ef dælan klikkar eru binurnar ónýtar.

Þar sem GT22's eru með lítið boddy þá sitja þær 15-20cm fyrir ofan olíulevelið, sem þýðir að þær eru ekki fyrir neðan eins og í mörgum bottom mount kefurm þar sem að bínurnar eru risastórar

Author:  fart [ Fri 08. Aug 2014 11:56 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

Orðinn dálítið kvíðinn og spenntur að rífa mótorinn úr.

Til þess að auðvelda verkið splæsti ég í nýja loftlykil..
http://www.pneutec.de/product/52922

•Hochleistungs TWIN-HAMMER-Schlagwerk für hohe Dauerbelastung, Abluftführung nach unten
•Kunststoffverkleidetes Aluminium-Gehäuse für hohen Bedienungskomfort
•Vibrations- und Geräuschreduziert
•360° drehbarer Luftanschluss
•4 Stufen im Rechts- und Linkslauf
•Max. Drehmoment: 1.170 Nm
•Losbrechmoment: 1.720 Nm

Ástæða þess að ég valdi þennan er að hann þarf bara 1.4L af lofti pr sek. Þannig að litla dælan mín ætti að ráða vel við hann.
Samt helviti dyrt apparat.... :thdown:

BMW partarnir pantaði, Kælivökvinn klár og svo er bara að velja olíu. Ég er með Motul V300 5W40 núna sem er bara nokkurra þúsund KM gömul, en ég þori varla að endurnýta hana. Reikna með að fara í 5W50 olíu næst, langar að prufa Valvoline VR1 Racing nú eða Mobil1

Author:  Angelic0- [ Fri 08. Aug 2014 18:33 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

Castrol 10W60.... only way to go :!:

Hlýtur að geta treyst á "yfirþjösnarann", er búinn að prófa Valvoline, Mobil1, ELF og fleiri olíur...

Castrolið er augljóslega að hitna hægast ef þessum ofantöldum, endingin er líka MARGFALT betri :!:

Fannst ELF t.d. LANG glötuðust, eftir c.a. 3000km í látum var hún farin að hitna hratt og þoldi illa læti...

Við nánari skoðun á olíunni var hún orðin stöm viðkomu og átti greinilega ekki langt eftir...

Author:  fart [ Sat 09. Aug 2014 05:11 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

Já Castrol Edge 10W60 hedur reynst mér vel, fyrir utan þegar ég keypti óvart Edge Sport sem var bara eitthvað allt annað!

Er með Motul 300V 5W40 núna. Á að vera hörku olía, en mig langar að hafa hærra smur stig við hita. Ætla því í Mobil1 5W50 núna sem er það sama og Þórður notar. Þá er ég enn nálægt því sem BMW gefur upp.

Author:  Alpina [ Sat 09. Aug 2014 07:59 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

Tek smá offtopic,,, þar sem verið er að ræða olíuhita..

var að leita að MOTUL 5/50,, fann það ekki


en ég ætla framvegis að nota svona 15/50 ,, Zink/Fosfat olíur,, fyrir mig allavega

Author:  Angelic0- [ Sat 09. Aug 2014 14:34 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

Sveinbjörn er nú big-fan af Joe Gibbs dótinu....

Fyrir bíl sem að er geymdur í skúr mikið og keyrður af og til, er svona zinc-phosphate stuff kannski í lagi...

En fyrir street bíl myndi ég nota Zinc dótið í tilkeyrslu og taka svo LS30 5w30 úr Joe Gibbs línunni frá Driven... ef að þú ætlar að vera mikið í að standa 18 blá-a þá tæki ég XP6 15w50...

Þetta fer allt eftir því í hvaða notkun bíllinn er... ég nota Castrol TWS 10w60, þar sem að þetta er keyrt á hærri rev-skalanum í hvert skipti sem að bíllinn er notaður...

Bíll sem að er keyrður í bland, 18 bláir og svo eitthvað rúnterí... þá myndi ég taka DT50 15w50... ég er ekki viss hvort að Sveinbjörn gerir sér fyllilega grein fyrir árhifum Zinc Phosphorus á vélar og ekki heldur hvort að hann þekkir muninn á ZDTP og ZDDP...

Author:  fart [ Sat 09. Aug 2014 15:33 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

Smá grín

Author:  Alpina [ Sat 09. Aug 2014 20:24 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

fart wrote:


Illa svalt....... 8)

Author:  fart [ Sun 10. Aug 2014 13:07 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

Ýmislegt sem kemur í ljós þegar maður rífur mótorinn úr.

T.d. eru girkassafóðringarnar alveg ónýtar, ein gúmíslanga frá oil separator niður í pönnu er morkin í sundur.
Svo kom í ljós gat á rörinu sem fer frá intercooler inn í plenium. Það hafði nuddast við kjálkabitann og sargast gat, þarf að láta laga það.

Túrbínurnar voru greinilega báðar með ónýtar pakkningar á compressor hliðinni, en túrbínuhliðin virtist í lagi. Smá pirringur í gangi núna hjá mér því að rebuild kittin sem ég keypti passa ekki í túrbínurnar mínar þó svo að þetta eigi að vera universal GT15-GT25. Olíufóðringin að framan er öðruvísi.

Author:  bimmer [ Sun 10. Aug 2014 13:29 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392


Author:  fart [ Sun 10. Aug 2014 13:38 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

Held að þetta reference hafi komið ansi oft á þessum þræði.

Annars til fróðleiks þá komu þessar túrbínur orginal í Nissan Trade
Quote:
Displacement (L) 3.0
Cylinders 4
Power (KW HP PS) 78 KW@ 3500rpm
Torque (Nm LB/Ft) 255 Nm@ 2100rpm


Massagræjur! :D

Image

Image
Fóðringin mín er þessi til vinstri, en sú sem kom með kittinu er til hægri

Author:  fart [ Sun 10. Aug 2014 16:56 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

Turbos eru ónýtar.. og spurningin sem brennur á mér er,, hvernig getur þetta gerst?

Image

Image

Author:  bimmer [ Sun 10. Aug 2014 16:57 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

Já SÆLL!!!! :shock:

Author:  fart [ Sun 10. Aug 2014 17:25 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 -Dund bls 392

Lokkar voða fínt ef maður skoðar þetta á meðan það er inni í húsinu, en það er greinilega ekki nóg.
Tel 99% líkur á að þetta hafi gerst þegar mótorinn sprakk hérna um árið, enda nánast útilokað að túrbínurnar sleppi þegar að járnarusl er að skjótast út úr mótornum því að það er ekkert pláss fyrir það inni í túrbínuhúsinu.

Image

Það veður þá áhugavert að finna hvernig bíllinn vinnur með túrbínur sem eru ekki ónýtar :santa:

Page 394 of 423 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/