bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

1995 M3 111/356 - Update bls 422 04.07.23
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=20272
Page 379 of 423

Author:  fart [ Thu 27. Jun 2013 08:52 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 On the road again bls. 377

ömmudriver wrote:
Frábært að heyra með dynobekkinn, ég sjálfur vildi óska þess að það væri til áreiðanlegur dynobekkur hér heima sem hægt væri að komast í með bílinn.

En með rifnu hosurnar; sástu á þeim hvort að þær væru búnar að vera svona í eitthvern tíma eða rifnuðu þær bara í síðasta rönni?


Nei það er erfitt að átta sig á því, miðað við Logga sem ég á voru þær í lagi síðasta vetur/fyrir áramót. En eftir að ég setti saman núna síðast voru þær rifnar, líklega eitthvað rifnar allavega. Það sem mér finnst líklegast er að þetta hafi rifnað þegar ég setti saman aftur eftir að ég málaði Plenium. Málið er að gúmíið er orðið gamalt og hart/brothætt. Mögulega skerast klemmurnar inn í þetta þegar maður er sífellt að rífa loftinntakið af mótornum og setja það á aftur.

Ég geri mér allavega von um að geta auðveldlega náð aftur 1.2bar boosti við 3.600rpm, sem verður áhugavert þar sem að ég var að ná max 0.8 núna og það við 5500rpm

Author:  Fatandre [ Thu 11. Jul 2013 12:11 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 On the road again bls. 377

Okok.
Hvernig finnst /'er /essi short shifter og UUC daemid ad virka?
Mig langar ad upgradea og aetla ad fa mer einhver short shifter og UUC daemid. Svo seinna meir double clutch thegar eg klara thad sem eg er med.

Author:  fart [ Thu 11. Jul 2013 19:07 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 On the road again bls. 377

Fatandre wrote:
Okok.
Hvernig finnst /'er /essi short shifter og UUC daemid ad virka?
Mig langar ad upgradea og aetla ad fa mer einhver short shifter og UUC daemid. Svo seinna meir double clutch thegar eg klara thad sem eg er med.


Shortshifterinn passaði ekki með UUC DSSR.

Satt best að segja finn ég ekki mikinn mun á þessu DSSR og OEM BMW

Author:  Fatandre [ Fri 12. Jul 2013 10:19 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 On the road again bls. 377

Hmm, darn. Var ad vonast til ad sja improvement

Author:  fart [ Fri 12. Jul 2013 12:47 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 On the road again bls. 377

Fatandre wrote:
Hmm, darn. Var ad vonast til ad sja improvement

Þú munt finna mikið meiri mun með því að fara í short shifter eingöngu. ÉG er mikið að spá í að skipta út DSSR og setja shortshifterinn + BMW tengistöngina.

Author:  fart [ Wed 14. Aug 2013 07:38 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 On the road again bls. 377

Smá update:

Er búinn að kaupa GT sæti aftur, á svipuðu verði og ég seldi 2010 en ekki í alveg eins góðu standi. Aftursætin fara í við fyrsta tækifæri, Heigo grindin úr og 4ra punkta beltin. Ætla aðeins að sofa á því hvort að ég sel það dót eða heng á þvi.

Er búinn að vera að eltast við boostlekamál. Upphaflega sýndist mér það eingöngu vera að gúmíhosurnar sem tengja runnerana við plenium væru orðnir rifnir og þreyttir. Ég skipti þeim því út fyrir nýja frá BMW ásamt nýjum klemmum. Bíllinn virkaði fínt, max boost var 1.3Bar en það dugði ekki lengi. Ég datt aftur niður í 0.5Bar fljótlega.

Þá fór ég alveg í gegnum kerfið frá inntaki á millikæli að heddinu. Fann leka á vacume chambernum á fuel-rail (sorry með öll ensku orðin). Lagaði hann, fann svo annan á Cylinder6 vacume útganginum, lagaði það, en þá sá ég að lofthitamælirinn sem er í rörinu frá millikæli að plenium var að leka lofti líka við hærra boost.
Lagaði það með því að skera úr breiðri hosuklemmu (dýrari týpunni) og setti yfir mælinn, og hann er núna 100% þéttur.
Þessi hluti af kerfinu var þá 100%.

Enn gat ég bara boostað 0.5Bar og því var mun stærri leki einhverstaðar. Ég smíðaði því boost-leak tester sem fór framaná inntakið á fremri bínunni og annan sem blokkeraði aftari. Frekar mikill kjánahrollur þegar ég sá lekann, en aftari bínan hafði poppað út úr Y-hosunni sem tengir saman túrbínurnar og leiðir þær inn í millikælinn.

Niðurstaða:
Idle vacume hefur farið úr 53-55kPa niður í c.a. 40kPa sem er í raun frábært vacume eftir alla vinnuna á inntakinu og ITB's

Max boost er núna 1.5Bar sem er í raun of mikið, ég þarf að tjúna aðeins niður.
Scary hlutinn er að ég sé þessi 1.5Bar í ~4000rpm! sem þýðir að ég er líklega kominn í einhverja 800nm
Sem dæmi sé ég 1.0Bar þegar ég nálgast 3000rpm á lítilli gjöf í 6. gír.

Author:  Alpina [ Wed 14. Aug 2013 08:09 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 On the road again bls. 377

Hver segir svo að litlar bínur rokka ekki

Author:  fart [ Wed 14. Aug 2013 09:13 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 On the road again bls. 377

Alpina wrote:
Hver segir svo að litlar bínur rokka ekki


Þær eru að láta finna fyrir sér núna eftir að afgasrörin voru endurhönnuð :thup:

Það vantar ekki low-end powerið í þetta, en ég veit ekki hvernig top end er, hvort að endurhönnunin breytti einhverju þar.
Mögulega eru þær "out of breath" þegar mótorinn er rétt að detta í 6000rpm, og á þá 1300-1500rpm eftir.

Author:  bimmer [ Wed 14. Aug 2013 09:15 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 On the road again bls. 377

Skella honum á bekk og sjá hvað þetta er að gera?

Er ekki bekkur nálægt?

Author:  fart [ Wed 14. Aug 2013 12:06 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 On the road again bls. 377

bimmer wrote:
Skella honum á bekk og sjá hvað þetta er að gera?

Er ekki bekkur nálægt?

Það er alveg Rokk'nRoll glænýr bekkur hjá bílaklúbbi Lúx. 4wd 2k hp græja. Kostar ekkert að fara í ef maður er member, en biðin eftir tíma er nokkur.

Mér er svosem nett sama hverju hann er að skila, ég brosi hringinn, held mig bara við gömlu tölurnar.. ~500hp/~500llbs

Author:  Alpina [ Wed 14. Aug 2013 22:26 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 On the road again bls. 377

500 lbs er ca. 680NM :shock:

Author:  fart [ Thu 15. Aug 2013 11:16 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 On the road again bls. 377

Alpina wrote:
500 lbs er ca. 680NM :shock:

Þar endaði þetta skv Gunna :D og það @ 3600rpm

Author:  Lindemann [ Thu 15. Aug 2013 22:22 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 On the road again bls. 377

Hver er ástæðan fyrir því að þú ert að taka bogann og það allt úr núna þegar bíllinn virkar orðið svona flott?

Ertu búinn að missa áhugann fyrir því að keyra á braut eða ertu að nota bílinn sem daily?


Ég myndi helst ekki vilja hafa svona bíl bogalausan nema þá maður taki ekkert á honum :)

Author:  fart [ Mon 19. Aug 2013 17:05 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 On the road again bls. 377

Lindemann wrote:
Hver er ástæðan fyrir því að þú ert að taka bogann og það allt úr núna þegar bíllinn virkar orðið svona flott?

Ertu búinn að missa áhugann fyrir því að keyra á braut eða ertu að nota bílinn sem daily?


Ég myndi helst ekki vilja hafa svona bíl bogalausan nema þá maður taki ekkert á honum :)

Eiginlega bæði, Ég hef ekki farið á braut lengi, mögulega vegna þess að bíllinn hefur verið óáreiðanlegur og bilað tvisvar í síðustu tvö skipti sem ég hef farið á slaufuna.

Ef ég færi á braut núna myndi það vera "normal" braut, sbr. SPA/Nurburgring F1/Hockenheim eða þá Chambley í Frakklandi. Auk þess myndi ég fara meira til að keyra og hafa gaman heldur en að keyra all-out.

Þar sem að bíllinn er orðinn frábær í akstri, twin-disk kúplingin æðisleg, ætla ég að nota bílinn meira daily og um leið og ég fer að treysta honum betur mun ég líklega fá löngunina aftur til að fara og tracka eitthvað.

Lang líklegast er að ég muni bara eiga bogana og beltin uppi í geymslu. Það er ekki nema nokkrir tímar að henda þessu aftur í bílinn.

Author:  Alpina [ Sun 25. Aug 2013 21:34 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 On the road again bls. 377

Sá einn oem GT á slaufunni 22/08 frá B.

vinur Frits.. nema hvað

Page 379 of 423 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/