bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

1995 M3 111/356 - Update bls 422 04.07.23
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=20272
Page 378 of 423

Author:  fart [ Thu 30. May 2013 05:10 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 On the road again bls. 377

Lindemann wrote:
Spurning um að hreinsa upp kontaktana á hitaskynjaranum og jafnvel að mæla viðnámið í honum ef þú getur nálgast upplýsingar up viðnám miðað við hitastig.


Ég hendi bara nýjum í, kostar ekki það mikið. Til að mæla viðnám og slíkt þarf að rífa inntaksplenium úr, og þá er alveg eins gott að setja bara nýtt.

Author:  fart [ Fri 31. May 2013 13:25 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -READY!-

fart wrote:
Olíuhitinn er alveg í lagi, 100-120deg celcius er normal, 110 er algengur around town hiti. Olían núna er mun betri en sú sem var áður, ég er með Castrol 10w60 M-approved.


Svo að ég vísi nú í sjálfan mig frá því í Desember 2011... Þá er olíuhitinn í dag aftur orðinn eins og hann var á, c.a. 110°c og bíllinn virðist hafa lagast við að flusha út olíukælinn. Einhver snillingurinn sagði mér að ef að maður keyrir bílinn ekki reglulega upp 100°c+ olíuhita nær maður ekki að keyra út rakann sem myndast inni í kerfinu og í framhaldinu mun t.d. olíukælirinn stíflast.

Ég veit ekki hvað það er mikið til í þessu, en bíllinn er allavega betri. Samt sem áður ætla ég að skipta um olíuhitamæli við fyrsta tækifæri.

Author:  fart [ Fri 07. Jun 2013 11:58 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 On the road again bls. 377

Nýr olíuhitamælir komin í, ég er samt enn að sjá 110°c+ í akstri. Líklega bara normal?

Author:  Alpina [ Fri 07. Jun 2013 17:24 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 On the road again bls. 377

fart wrote:
Nýr olíuhitamælir komin í, ég er samt enn að sjá 110°c+ í akstri. Líklega bara normal?


:?

Ég hef ALDREI náð 110°c á gula .. 105 mest eftir flatout run

olia yfir 120°c er ekki það besta held ég :shock:

Author:  JonFreyr [ Sat 08. Jun 2013 09:20 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 On the road again bls. 377

Er ekki hægt að rekja þessa breytingu á hitanum til einhverra breytinga á olíulögnum? Varstu ekki að breyta lögnum frá túrbínu og niður í pönnu eða kælir?

Ertu að nota sömu olíu og þú notaðir fyrir þessa breytingu? Olíur flytja mismikinn hita með sér og kæla líka misvel, er reyndar nokkuð viss um að þú sért ekki að spara þar. Margt sem spilar inn en hægt að útiloka margt bara með því að fara í gegnum þær breytingar sem hafa orðið á olíukerfinu (if any) og eins hugsanlegar breytingar á þeim vörum sem þú notar. Ef það t.d. er eitthvað sem er að takmarka flæðið í gegnum vélina þá færðu minni kælingu.

Svo getur bara líka vel verið að þetta sé "eðlilegt" í ljósi þess að bíllinn er nokkur ljósár frá Stock :)

Author:  gstuning [ Sat 08. Jun 2013 09:29 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 On the road again bls. 377

Þetta er ekki eðlilegt gefið að það sé ekkert rafmagns vesen á neinu tengdu skynjaranum (léleg jörð, bilað mælaborð)
Ég myndi finna mér aðra leið til að double checka að hitinn á olíunni sé í raun svona mikill.

Held að fyrsta væri að mæla viðnámið í skynjaranum, þetta er hægt að gera með því að slökkva á öllu rafmagni, aftengja vélarloomið frá bílnum og mæla olíuhita skynjara vírinn í blokkina.

Það er brúnn/rauður vír númer 9 í X20 tenginu. Þetta er ekki bara til að mæla að skynjarinn sé í lagi heldur að það sé ekkert að vírnum á leiðinni.
Réttast væri að mæla viðnámið frá skynjara tenginu og alla leið í tengið sem tengist í mælaborðið til að sjá hvort að það sé eitthvað að vírnum.

Author:  fart [ Sun 09. Jun 2013 08:25 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 On the road again bls. 377

það er engin "groung wire) í þessum skynjara. Þessi sem og þrýstingsskynjarinn eru bara signle wire. Jörðin kemur bara úr blokkinni myndi ég halda.

Ef ég vísa í póstinn hér fyrir ofan sem ég póstaði 2011 þá er þetta búið að vera svona í einhvern tíma.

Það er þrennt sem hefur breyst "nýlega"

1. Þá liggur núna feed línan fyrir aftari túrbínuna afturfyrir mótorinn fyrir ofan bellhousing, en var áður framfyrir mótorinn. Sé samt ekki að það skipti máli
2. Það er nýr olíukælir, ekki OEM kælirinn heldur aftermarket OEM style, mögulega lélegri?
3. Ég er búnn að setja aftur gúmílistana niður með brettunum sem einangra húddið meira. Hugsanlega meiri ambient hiti í húddinu útaf því.

Annars er glæný Castrol Edge 10W60 olía.

Það er termostat sem sér um að hleypa olíu inn á kælinn, opnast við 100°c. Hann er staðsettur í olíusíuhúsinu og er ekki hlutur sem er hægt að skipta um. Mögulega er hann orðinn slappur og opnast ekki alla leið. Tvær leiðir í þeim efnum, kaupa nýtt oliusíuhús (dýrt), eða fara í constant flow breytingu, sem þýðir olían flæðir alltaf um kælinn.

Author:  gstuning [ Sun 09. Jun 2013 10:52 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 On the road again bls. 377

Já. Viðnámið er mælt frá útganginum á skynjaranum í jörð, réttast væri jörðin sem mælaborðið notar og svo aftur blokkina sjálfa til að sjá hvort að það sé einhver munur þar á.


1. Það eru góð 30-70psi á þessari línu, ekkert vandamál þar þótt hún þurfi að fara pínu lengra eða uppá við.
2. Gæti verið slappari.
3. Vél í lausagang eða rólegum almennum akstri er ekki að fara ganga í 110°C þótt ambient hiti fari aðeins upp.

Mér finnst enginn af þessum möguleikum vera líklegir.
Líklegast er vandamál með skynjarann eða mælaborð. Það þarf bara pínku lóðning að vera slöpp til að geta valdið svona.

Ef það er thermostat þá er ekkert að constant flow breytingu nema að það tekur töluvert lengri tíma fyrir olíuna að hitna.
Enn hún mun á endanum ná sama hita því kælikerfið og vélin öll er við 85-90° hita.

Author:  fart [ Tue 11. Jun 2013 19:34 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 On the road again bls. 377

Smá dund, er búinn að færa Aquamist HFS-3 Dæluna og setja sér tank í skottið. Hin dælan lifði ekki af veturinn, enda búið að vara mig við svona húdd-installi.

Ég er frekar sáttur við útkomuna, fyrir utan að það heyrist meira í dælunni núna.

Image

Image

Image

Image

Author:  fart [ Mon 24. Jun 2013 07:16 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 On the road again bls. 377

Smá update.

Eftir að hafa staðið í miklu troubleshooting með Gunna á kantinum og uppfærslu á firmware (1.2.9) sem leyfir nýja tegund af boostcontrol þá hefur komið í ljós að nýju downpipes valda því að wastegate eru líklega/loksins að opnast eins og þau eiga að gera.

Gormurinn byrjar að gefa eftir í 0.8 bar, og jafnvel þó að ég keyri með ekkert loft á gorminum þá fer ég ekki yfir 11-12PSI eða í kringum 0.7-0.8Bar og boostið fellur síðan niður í 0.55BAR við redline. Delivery er líka allt annað, mikið minna low-end.

Líklegasta skýringin er súa að áður gat hlerinn á wastegates opnast mjög lítið sem og að afgasið sem fór þar í gegn fór beitn í veg fyrir túrbínuhjólið og mögulega komst ekki lengra. Þess vegna fór mest af loftinu bara í gegnum túrbínuhjólið.
Með nýju lokunum getur hlerinn opnast mun meira sem og að afgasið sameinast afgasinu af túrbínuhjólinu mun neðar og því ætti flæðið að vera meira.

S.s. núna eru gormarnir að vinna eins og þeir eiga að gera, en það þýðir líka að þeir eru of mjúkir fyrir mitt setup. Það er algjör PITA því að það er nánast vonlaust að komast að aftari actuator, og meira að segja erfitt að komast að fremri. Í raun væri best að taka mótorinn úr :/

Aflið er ekkert glatað, í raun virkar bíllinn núna eins og hann sé non turbo, eða jafnvel supercharged, hann revar vel og slíkt.

Hvað er til ráða:
1. að gera ekki neitt.. vera bara ánægður með þetta afl, MUN minna tog (minna álag á vélina) og minna top end. Í raun er erfitt að losa hjól ef maður tekur rólega af stað og gefur svo allt í botn. Smá chirp á milli gíra.
2. stytta armana á núverandi actuators, það er möguleiki þar sem að armurinn er með gengnum. Skrúfa upp á þeim, og auka þannig "pre-load" sem þýðir að gormurinn heldur aðeins betur við.
3. kaupa nýja actuators, kanski 18psi v.s. núverandi sem eru rated 1BAR sem er í raun skrítið þar sem að ég mældi þá og þeir byrja að opnast í tæplega 0.8bar.

Ef ég kemst að þessu grunar mig að option 3 verði fyrir valinu. Líklegast mun ég samt bara keyra á þessu svona í sumar.

UPDATE: Það eru líkur á því að þetta sé boostleki, og þá líklegast í gegnum BlowOff ventilinn. Það verður testað í kvöld. næsta eftir það er að skoða compressor hjólin og gera svo boost leak test á kerfið. Ástæða þess mig grunar að þetta sé BOV er að ég var að skoða logga fyrir síðast ár og ég er ekki að sjá eins hátt boost þar og stuttu eftir að bíllinn kom frá Gunna. Í millitíðinni er ég búinn að færa BOV og taka hann í sundur. Möguleikarnir varðandi bilaðan BOV eru:
1. að hann leki þar sem hann er festur á plenium, ólíklegt en mögulegt þar sem að það er Ohringur á milli.
2. slappur gormur í BOV eða vitlaust sett saman hjá mér, heldur ekki þrýstingi og opnast um leið og þrýstingur fer að myndast. Þálítið eins og blaðra með gati, eftir því sem að þrýstingurinn eykst opnast hann meira. Virkar eins og Boost-wastegate.
3. vacume feedið á móti gorminum bilað eða lélegt.

Author:  fart [ Tue 25. Jun 2013 06:25 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 On the road again bls. 377

BOV í fínu standi:



Þá er þrennt sem kemur til greina.
1. slöpp compressor hjól (mjög ólíklegt)
2. ekki nóg pre-load á actuators, mögulega of lítið núna þar sem að backpressure pre turbo er enn til staðar en mögulega er hann ekki post turbo, það gæti þýtt að flapsarnir eru að opnast eftir mjög lítinn þrýsting
3. boostleki.

Author:  hallurs [ Tue 25. Jun 2013 18:55 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 On the road again bls. 377

fart wrote:
BOV í fínu standi:



Þá er þrennt sem kemur til greina.
1. slöpp compressor hjól (mjög ólíklegt)
2. ekki nóg pre-load á actuators, mögulega of lítið núna þar sem að backpressure pre turbo er enn til staðar en mögulega er hann ekki post turbo, það gæti þýtt að flapsarnir eru að opnast eftir mjög lítinn þrýsting
3. boostleki.



Mig grunaði sterklega boost leka eins og þú virðist hafa fundið, það er að vona að það hafi verið eina vandamálið.

Author:  fart [ Wed 26. Jun 2013 08:22 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 On the road again bls. 377

hallurs wrote:
fart wrote:
BOV í fínu standi:



Þá er þrennt sem kemur til greina.
1. slöpp compressor hjól (mjög ólíklegt)
2. ekki nóg pre-load á actuators, mögulega of lítið núna þar sem að backpressure pre turbo er enn til staðar en mögulega er hann ekki post turbo, það gæti þýtt að flapsarnir eru að opnast eftir mjög lítinn þrýsting
3. boostleki.



Mig grunaði sterklega boost leka eins og þú virðist hafa fundið, það er að vona að það hafi verið eina vandamálið.

Menn eru mikið búnir að hlæja af lélegum gæðum myndbandsins :lol:


En þarna sést boost lekinn. Rifin OEM hosa á Cylinder 2 milli Plenium og runners.

Þessar hosur er líklega orðnar 18 ára og maður finnur hvað gúmíið er orðið hart. Ég pantaði því allar 6 ásamt nýjum klemmum.

Chetto boost leak tester. 1/2L vatnsflaska skorin í tvennt. Botninn festur á aftari og toppurinn á fremri með nippli í gegnum tappann. Hélt 2 BAR þrýstingi auðveldlega :D og virkaði til að finna lekann.

Author:  fart [ Thu 27. Jun 2013 06:59 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 On the road again bls. 377

Það var ekki bara þessi eina hosa sem var rifin. Hosurnar á 5 og 6 voru gersamlega í tætlum. 4 og 6cm göt. Myndir af þessu á facebook síðunni þar sem að myndasafnið á kraftinum er lasið.

það er í raun mesta furða hvað ég gat boostað með svona monster leka.

Ég kíkti til ACL (Automobile Club Luxembourg) í vikunni, dálítið skemmtilegur service í boði þar. Góðu fréttirnar eru að þeir eru búnir að henda 20 ára gömla dynobekknum sínum og kaupa einhverja mega 2000hp 4wd græju, og það er frítt í hana fyrir meðlimi.

Þannig að eftir að ég er búinn að komast fyrir þennan boostleka verður farið og tekin mæling á low boost og high boost.

Author:  ömmudriver [ Thu 27. Jun 2013 08:44 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 On the road again bls. 377

Frábært að heyra með dynobekkinn, ég sjálfur vildi óska þess að það væri til áreiðanlegur dynobekkur hér heima sem hægt væri að komast í með bílinn.

En með rifnu hosurnar; sástu á þeim hvort að þær væru búnar að vera svona í eitthvern tíma eða rifnuðu þær bara í síðasta rönni?

Page 378 of 423 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/