bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

1995 M3 111/356 - Update bls 422 04.07.23
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=20272
Page 375 of 423

Author:  Daníel Már [ Thu 18. Apr 2013 17:01 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Nýja vanosið komið á bls 372

Þú hefðir átt að smíða screamer pipe í staðinn fyrir að sjóða þetta inná pústið ;D

Author:  fart [ Thu 18. Apr 2013 17:20 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Nýja vanosið komið á bls 372

Daníel Már wrote:
Þú hefðir átt að smíða screamer pipe í staðinn fyrir að sjóða þetta inná pústið ;D

Nei takk :santa:

Fyrir utan að ég fengi ALDREI skoðun á það.

Það hefði hinsvegar gefið meiri öndun.

Author:  fart [ Sun 21. Apr 2013 14:40 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Nýja vanosið komið á bls 372

Virofna kúplingsslangan á nýjum kúplingsþræl. það verður áhugavert að sjá hvort að þetta gerir í raun eitthvað. Ég hafði fundið fyrir því að OEM slangan bólgnaði aðeins þegar stígið var á pedalann. Tók eftir því þegar ég var að lofttæma.
Image

S3.15 komið í smekkfullt af Castrol 75W140 LSD. Sem betur fer datt ég ekki í að mála öxlana og fleira, en ég var næstum byrjaður... :alien:
Image

Author:  fart [ Sun 21. Apr 2013 17:13 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Nýja vanosið komið á bls 372

Meira fjör :D

Vélarlokið komið úr sandblæstri.

Image

Ég tók mig til og setti 120, 400, 800 og svo polish á stafina áður en ég mála, það ætti að auðvelda að ná þeim góðum eftirá.

Image

Image

Svo verður þetta málað aftur með hitaþolnu krumpulakki frá VHT (wrinkle plus)
Image

Author:  Fatandre [ Sun 21. Apr 2013 17:31 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Nýja vanosið komið á bls 372

Is it safe to sandblast?

Author:  fart [ Sun 21. Apr 2013 18:07 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Nýja vanosið komið á bls 372

Fatandre wrote:
Is it safe to sandblast?


Veit ekki hvort þetta var sandblástur eða glerblástur, en það skiptir ekki öllu þar sem að áferðin sem kemur á þetta er wrinkle.

Author:  Fatandre [ Sun 21. Apr 2013 18:17 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Nýja vanosið komið á bls 372

Meina félagi minn lég sín cover í sandblástur, svo byrjaði sandurinn að losna sem þýddi bless bless fallegi alpina mótor.

Author:  fart [ Sun 21. Apr 2013 18:20 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Nýja vanosið komið á bls 372

Fatandre wrote:
Meina félagi minn lég sín cover í sandblástur, svo byrjaði sandurinn að losna sem þýddi bless bless fallegi alpina mótor.


Þetta var bara sandblásið að utan, ekki að innan. S.s. áferðin inni í vélarlokinu er nákvæmlega eins og hún var áður. Það er því jafn ólíklegt að þessi sandur losni af og fari inn í vélina eins og að utanaðkomandi sandur fari í haha.

Gæjinn sem gerði þetta er að gera upp Jaguar E-Type, Gamlan Ferrari og gamlan Porsche, grunar að hann viti hvað hann var að gera. Vona það allavega :lol:

Author:  Fatandre [ Sun 21. Apr 2013 18:25 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Nýja vanosið komið á bls 372

Ok, vildi bara lata þig vita. You never know.
Er sjálfur hræddur við að fara með mín cover :D
Þarf samt að gera það.

Author:  fart [ Sun 21. Apr 2013 18:33 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Nýja vanosið komið á bls 372

Fatandre wrote:
Ok, vildi bara lata þig vita. You never know.
Er sjálfur hræddur við að fara með mín cover :D
Þarf samt að gera það.

Já, maður þarf að passa sig. En ef þetta er bara gert að utan sé ég ekki að þetta geti verið hættulegt

Author:  sh4rk [ Sun 21. Apr 2013 18:38 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Nýja vanosið komið á bls 372

hef bæði gler og sandblásið ventlalok á mínum vélum, bara þrífa þau mjög vel á eftir með fituhreinsi eða álíka

Author:  fart [ Mon 22. Apr 2013 06:59 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Nýja vanosið komið á bls 372

sh4rk wrote:
hef bæði gler og sandblásið ventlalok á mínum vélum, bara þrífa þau mjög vel á eftir með fituhreinsi eða álíka


Já ég þarf að þrífa þetta vel áður, það furðulega samt við þetta VHT lakk er að maður á víst ekki að grunna... :?
Ég er ekki alveg að kaupa það.

Annars eru downpipes lagðar af stað frá Svíþjóð. Ef allt gengur upp er ég farinn að rúna í kringum næstu helgi. Það verður gamana að finna muninn með betri downpipes, styttra drifi, stálslöngu fyrir kúplingsvökvann og UUC DSSR+Short shifter.

kanski of margar breytingar í einu.

Author:  fart [ Tue 23. Apr 2013 17:58 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Nýja vanosið komið á bls 372

Meiri Krumpur!!! Þetta á aðeins eftir að þorna betur, mattast upp og krumpast, en ég er mjög sáttur við árangurinn í þetta skiptið.

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Smellti aðeins yfir inntakið líka, sé eftir að hafa ekki tekið 90°begjuna með....
Image

Author:  BMW_Owner [ Wed 24. Apr 2013 11:20 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 meiri krumpur bls 375 (taka 2)

er hægt að fá svona wrinkle paint hér heima? :wink:

Author:  fart [ Thu 25. Apr 2013 12:49 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 meiri krumpur bls 375 (taka 2)

BMW_Owner wrote:
er hægt að fá svona wrinkle paint hér heima? :wink:


Alveg pottþétt myndi ég halda.

Page 375 of 423 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/