bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

1995 M3 111/356 - Update bls 422 04.07.23
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=20272
Page 364 of 423

Author:  Fatandre [ Sat 12. Jan 2013 18:03 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 6Gang/twin-disk

Þannig að hvert var vandamálið hingað til?

Author:  fart [ Sat 12. Jan 2013 18:08 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 6Gang/twin-disk

Fatandre wrote:
Þannig að hvert var vandamálið hingað til?


Pedalinn er að taka svo neðarlega, líklega enn bara loft á kerfinu.

Þegar ég skipti um master cylinder datt gormurinn úr kúplingspedalanum og ég var ekki að fatta hvernig hann færi í aftur :|

Author:  fart [ Sun 13. Jan 2013 16:59 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 kúplingspedalinn kominn í lag,,

Þetta var kúplingslegan allan tímann... Ekkert að master/slave/pedalanum.

Í ZF kassanum með OEM legu er ekki hægt að snúa henni nema á einn hátt.
Í Getrag kassanum er hægt að snúa henni 90gráður, það þýðir að gaffalinn er 6.5cm frá bell housing í stað 5.5cm.

Ég veit ekki hvernig þetta gerðist en það er allavega komið í lag.

2klst að rífa kassann úr (púst, ákaft og allskonar drasl) laga og henda kassanum aftur uppá. Nú er bara að tengja startarann, skaft og púst og þá er þetta komið. :thup:

Author:  Alpina [ Sun 13. Jan 2013 17:09 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 kúplingspedalinn kominn í lag,,

fart wrote:
Þetta var kúplingslegan allan tímann... Ekkert að master/slave/pedalanum.

Í ZF kassanum með OEM legu er ekki hægt að snúa henni nema á einn hátt.
Í Getrag kassanum er hægt að snúa henni 90gráður, það þýðir að gaffalinn er 6.5cm frá bell housing í stað 5.5cm.

Ég veit ekki hvernig þetta gerðist en það er allavega komið í lag.

2klst að rífa kassann úr (púst, ákaft og allskonar drasl) laga og henda kassanum aftur uppá. Nú er bara að tengja startarann, skaft og púst og þá er þetta komið. :thup:



:thup:

Author:  fart [ Sun 13. Jan 2013 20:31 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 6Gang/twin-disk

Hrikalega ánægjulegt að finna út úr þessu,

Author:  Axel Jóhann [ Mon 14. Jan 2013 00:43 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 6Gang/twin-disk

Já trúi því! Minnir mig á það þegar ég skipti um úplingu í bílnum hjá mér einu sinni og var búinn að setja kassann í, skaptið og pústið, átti smotterý eftir, tók mér smá pásu og svo leit ég á vinnuborðið, þá voru þar tvær kúplingslegur, djöfull varð ég pirraður enn engu að síður þá var ég 45 mín að rífa draslið úr aftur og setja saman. :lol:

Author:  gstuning [ Mon 14. Jan 2013 03:28 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 6Gang/twin-disk

Axel Jóhann wrote:
Já trúi því! Minnir mig á það þegar ég skipti um úplingu í bílnum hjá mér einu sinni og var búinn að setja kassann í, skaptið og pústið, átti smotterý eftir, tók mér smá pásu og svo leit ég á vinnuborðið, þá voru þar tvær kúplingslegur, djöfull varð ég pirraður enn engu að síður þá var ég 45 mín að rífa draslið úr aftur og setja saman. :lol:


Ég hef lent í því sama. nema bílinn var úti á götu.

Author:  Jón Ragnar [ Mon 14. Jan 2013 12:07 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 6Gang/twin-disk

Axel Jóhann wrote:
Já trúi því! Minnir mig á það þegar ég skipti um úplingu í bílnum hjá mér einu sinni og var búinn að setja kassann í, skaptið og pústið, átti smotterý eftir, tók mér smá pásu og svo leit ég á vinnuborðið, þá voru þar tvær kúplingslegur, djöfull varð ég pirraður enn engu að síður þá var ég 45 mín að rífa draslið úr aftur og setja saman. :lol:



Líka á mínum bíl

Vorum 35mín þá að rífa allt í sundur um miðja nótt :lol:

Author:  fart [ Mon 14. Jan 2013 12:57 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 6Gang/twin-disk

Það gera allir mistök, en það kunna ekki allir að viðurkenna það.

Þetta var í fyrsta skipti sem ég ríf gírkassa af, og skipti um kúplingu/flywheel. Miðað við allt vesenið sem ég lenti í með kasthjólið, þurfti að setja gírkassan uppá og setja niður nokkrum sinnum þá er ég nú bara sáttur.

Live and learn.

Author:  Kristjan PGT [ Mon 14. Jan 2013 17:28 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 6Gang/twin-disk

Enn og aftur dáist ég af þolinmæði þinni og viðleitni. Vonandi að þú fáir nú að njóta erfiðisins í botn :)

Never a failure, always a lesson

Author:  fart [ Mon 14. Jan 2013 20:07 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 6Gang/twin-disk

DONE.. aftur. Splæsti í nýja bolta í gírkassabitann, X-Brace, Gírkassnn og fleira, lookar bara voða vel.

Skoðun á miðvikudag, eins gott að druslan leki ekki leiðindarvökvum.

BTW.. Geggjaður fílingur í kúplingspedalanum. :thup:

Author:  fart [ Tue 15. Jan 2013 20:45 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 6Gang/twin-disk

Allt ákafi í snjó, en fór samt út á græna og tók smá rönn, allt virðist virka og það bara vel.

Skoðun á morgun :argh: :|

Author:  fart [ Wed 16. Jan 2013 10:26 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 6Gang/twin-disk

Bíllinn fór í skoðun áðan, ekkert að honum.. NEMA: 5mm spacers að aftan, engin gögn um TUV engin skoðun. Það gefur ykkur hugmynd um aðstæðurnar sem ég þarf að búa við. Þetta þýðir að ég þarf að fjarlægja spacerana, sem er 10mínútur, en ég þarf að fara aftur í helvítis skoðunina sem er svona 1klst bið.

Fyrst lenti ég á Lúxara sem vara bara í lagi, spurðist fyrir um bílinn og benti mér á að hann væri að ganga of lean í lausagangi (það var nú bara vegna þess að ég leanaði hann út fyrir skoðun). Svo spurði ég hann um hvarfana og þeir eru mandatory á öllum bílum sem komu með hvarfa, nema bíllinn sé pre 1991 framleiðsla. Hann benti mér vinsamlega á að ég þyrfti nú bara að hafa hvarfana í einu sinni á ári, þegar ég kæmi í skoðun. Svona eiga menn að vera.

Næsta stöð var undirvag, fjöðrun, felgur, dekk og slíkt. Allt í prima standi, nema núna var það einhver helvítis franskur froskur sem spurði um hvert TUV skírteynið á fætur öðru. Ég er með mega möppu með öllum gögnunum og sýndi honum þetta og fullyrti að ég væri með allt mitt á tæru, enda 6. skiptið sem ég væri með bílinn þarna. Hann leitaði og leitaði þangað til að hann fann eitthvað sem að ég var ekki með TUV fyrir, helvítis aumingjalegir 5mm spacers að aftan, sem ég færði af framöxlinum fyrir rælni þegar ég setti vetrardekkin undir. :x
:thdown:

UUC dótið: Unaður í akstri en rosalegt chatter í lausagangi, svona svipað og maður sé með glerkrukku hálffulla af stálboltum og maður snúi dósini róilega í hringi. Gamla JE-Racing var meira svona chak-chak-chack sound og í raun betra. Hinsvegar líður mér eins og það sé smá loft inni á kúplingunni. Ef ég stend lengi á pedalanum í hlutlausum og reyni svo að setja í gír er það erfitt, ef ég fer af pedalanum og aftur á hann er það ekkert mál. Reverse er verstur.

Image

Image

Skoðunarmynd
Image

Author:  fart [ Thu 24. Jan 2013 18:29 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 6Gang/twin-disk

Nýjar myndir..

Image

Image

Meira hér http://myndasafn.bmwkraftur.is/v/medlim ... ?g2_page=2

Author:  Einarsss [ Thu 24. Jan 2013 19:06 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Nýjar myndir bls:364

Hvernig er að keyra þetta í snjónum? :)

Page 364 of 423 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/